Útlit fyrir harða og spennandi prófkjörsbaráttu 31. ágúst 2006 12:00 MYND/Pjetur Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar í vor. Útlit er fyrir harða prófkjörsbaráttu, en að öllum líkindum sækjast flestir núverandi þingmenn flokksins í Reykjavík eftir endurkjöri. Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur kom saman í gær þar sem ákveðið var að halda stuðningsmannaprófkjör þann 11. nóvember fyrir þingkosningar næsta voru. Með stuðningsmannaprófkjöri er átt við prófkjör þar sem fólk þarf að rita undir stuðningsyfirlýsingu við flokkinn til að geta verið með. Um sameiginlegt prófkjör er að ræða þannig að sá sem sigrar í því velur sér forystusæti í öðru hvoru kjördæminu og sá sem verður annar í prökjörinu verður forystumaður í hinu kjördæminu og þannig koll af kolli. Framboðsfrestur er til 21. október og útlit er fyrir að allir átta þingmenn flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur sækist eftir endurkjöri. Þeir eru Össur Skarphéðinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Helgi Hjörvar í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Mörður Árnason og Ágúst Ólafur Ágússon í Reykjavík suður. Ingibjörg Sólrún, formaður flokksins, sækist eftir fyrsta sætinu og Ágúst Ólafur, varaformaður, segist stefna ofarlega á listann án þess að gefa upp tiltekið sæti. Ásta Ragnheiður segist stefna á fjórða sætið og þá hyggjast Helgi Hjörvar og Guðrún Ögmundsdóttir einnig gefa kost á sér áfram. Mörður Árnason segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram aftur en hann eigi heldur von á því að hann haldi áfram. Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson og Jóhönnu Sigurðardóttur, núverandi forystumenn Samfylkingarinnar í kjördæminu, í morgun en engar fregnir hafa borist úr þeirra herbúðum að þau séu á förum. Þá liggur nú þegar fyrir eitt framboð utan þings, framboð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, fyrrverandi borgarstjóra, en hún stefnir á fjórða sætið í prófkjörinu. Þá segist Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi vera að íhuga hvort hann eigi að gefa kost á sér en segir nægan tíma til stefnu. Fundurinn í gær var sá fyrsti hjá Samfylkingunni þar sem fyrirkomulag framboðsmála var ákveðið en fundir hjá kjördæmaráðum í öðrum kjördæmum verða á næstu vikum, sá síðasti þann 17. september í Suðurkjördæmi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar í vor. Útlit er fyrir harða prófkjörsbaráttu, en að öllum líkindum sækjast flestir núverandi þingmenn flokksins í Reykjavík eftir endurkjöri. Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur kom saman í gær þar sem ákveðið var að halda stuðningsmannaprófkjör þann 11. nóvember fyrir þingkosningar næsta voru. Með stuðningsmannaprófkjöri er átt við prófkjör þar sem fólk þarf að rita undir stuðningsyfirlýsingu við flokkinn til að geta verið með. Um sameiginlegt prófkjör er að ræða þannig að sá sem sigrar í því velur sér forystusæti í öðru hvoru kjördæminu og sá sem verður annar í prökjörinu verður forystumaður í hinu kjördæminu og þannig koll af kolli. Framboðsfrestur er til 21. október og útlit er fyrir að allir átta þingmenn flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur sækist eftir endurkjöri. Þeir eru Össur Skarphéðinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Helgi Hjörvar í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Mörður Árnason og Ágúst Ólafur Ágússon í Reykjavík suður. Ingibjörg Sólrún, formaður flokksins, sækist eftir fyrsta sætinu og Ágúst Ólafur, varaformaður, segist stefna ofarlega á listann án þess að gefa upp tiltekið sæti. Ásta Ragnheiður segist stefna á fjórða sætið og þá hyggjast Helgi Hjörvar og Guðrún Ögmundsdóttir einnig gefa kost á sér áfram. Mörður Árnason segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram aftur en hann eigi heldur von á því að hann haldi áfram. Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson og Jóhönnu Sigurðardóttur, núverandi forystumenn Samfylkingarinnar í kjördæminu, í morgun en engar fregnir hafa borist úr þeirra herbúðum að þau séu á förum. Þá liggur nú þegar fyrir eitt framboð utan þings, framboð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, fyrrverandi borgarstjóra, en hún stefnir á fjórða sætið í prófkjörinu. Þá segist Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi vera að íhuga hvort hann eigi að gefa kost á sér en segir nægan tíma til stefnu. Fundurinn í gær var sá fyrsti hjá Samfylkingunni þar sem fyrirkomulag framboðsmála var ákveðið en fundir hjá kjördæmaráðum í öðrum kjördæmum verða á næstu vikum, sá síðasti þann 17. september í Suðurkjördæmi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira