Rýmka á lög um stofnfrumurannsóknir 21. júlí 2006 19:00 Stofnfrumurannsóknir hafa verið stundaðar hér á landi í rúman áratug en lög sem gilda um þær koma í veg fyrir að íslenskir fósturvísar séu notaðir í slíkar rannsóknir. Það kann þó að breytast næsta vetur ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp sem nú er í undirbúningi. Blóðbankinn, Krabbameinsfélag Íslands og læknadeild Háskóla Íslands eru meðal þeirra sem hafa stundað rannsóknir á stofnfrumum hérlendis. Mest megnis er notast við fullorðinsstofnvísa en einnig fósturvísa. Stofnfrumurannsóknir takmarkast þó af lögum um tæknifrjóvganir sem banna að íslenskir fósturvísar séu notaðir til rannsókna. "Það er í rauninni ekki bannað að rannsaka stofnfrumur," segir Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu sem stýrði störfum nefndar sem samdi drög að lagafrumvarpi um stofnfrumurannsóknir. "Vandinn er sá að þær fást bara eftir ákveðnum leiðum og það er það sem verið er að reyna að rýmka um með breyttri löggjöf." Eins og staðan er í dag eru stofnfrumurannsóknir leyfilegar hérlendis. Ræktun fósturvísa og notkun umframfósturvísa er bönnuð en heimilt að flytja fósturvísa inn erlendis frá og nota þá við rannsóknir. Ný lagasetning er í undirbúningi. Heimilt verður að nota umframfósturvísa frá tæknifrjóvgunum en gera má ráð fyrir að 100 til 200 umframfósturvísum sé eytt á ári hverju. Ræktun fósturvísa til rannsókna verður enn óheimil en einrækta má fósturvísa í undantekingatilfellum ef þeir geta nýst til lækninga eða til að auka þekkingu. Blátt bann verður þó lagt við að slíkum fósturvísum sé komið fyrir í legi kvenna. Rannsóknadeild Blóðbankans hefur unnið með blóðmyndandi stofnfrumur sem má nota til að hjálpa fólki sem á við alvarleg veikindi að stríða. Ólafur E. Sigurjónsson, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Blóðbankanum, varar fólk þó við að búast við of miklu af stofnfrumurannsóknum of snemma. "Ég held að stofnfrumurannsóknir komi í framtíðinni til með að hafa mikið vægi fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi en eins og er er þetta náttúrulega bara þekkingarleit," segir Ólafur. "Við erum að reyna að skilja það sem ákveðnar frumur gera, hvernig þær starfa, hvernig þær virka. Ég held það sé mikilvægt að fólk átti sig á því að orðið stofnfruma er ekki gullið tækifæri til að lækna og leysa öll heilbrigðisvandamál." George W. Bush Bandaríkjaforseti beitti í vikunni neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að opinberu fé yrði veitt í stofnfrumurannsóknir. Forsetinn sagði að með notkun fósturvísa væri saklausum mannslífum fórnað og að slíku tæki hann ekki þátt í. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var gestur Lóu Aldísardóttur og Hallgríms Thorsteinssonar í Fréttavaktinni á NFS í dag. Hann sagði markmiðið með stofnfrumurannsóknum að koma í veg fyrir mannlegar þjáningar og gaf lítið fyrir rök Bandaríkjaforseta. "Þetta er sami forsetinn og hikar aldrei við að gefa tilskipanir um að henda sprengjum á þéttbýliskjarna þar sem býr saklaust fólk, og svo framvegis." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Stofnfrumurannsóknir hafa verið stundaðar hér á landi í rúman áratug en lög sem gilda um þær koma í veg fyrir að íslenskir fósturvísar séu notaðir í slíkar rannsóknir. Það kann þó að breytast næsta vetur ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp sem nú er í undirbúningi. Blóðbankinn, Krabbameinsfélag Íslands og læknadeild Háskóla Íslands eru meðal þeirra sem hafa stundað rannsóknir á stofnfrumum hérlendis. Mest megnis er notast við fullorðinsstofnvísa en einnig fósturvísa. Stofnfrumurannsóknir takmarkast þó af lögum um tæknifrjóvganir sem banna að íslenskir fósturvísar séu notaðir til rannsókna. "Það er í rauninni ekki bannað að rannsaka stofnfrumur," segir Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu sem stýrði störfum nefndar sem samdi drög að lagafrumvarpi um stofnfrumurannsóknir. "Vandinn er sá að þær fást bara eftir ákveðnum leiðum og það er það sem verið er að reyna að rýmka um með breyttri löggjöf." Eins og staðan er í dag eru stofnfrumurannsóknir leyfilegar hérlendis. Ræktun fósturvísa og notkun umframfósturvísa er bönnuð en heimilt að flytja fósturvísa inn erlendis frá og nota þá við rannsóknir. Ný lagasetning er í undirbúningi. Heimilt verður að nota umframfósturvísa frá tæknifrjóvgunum en gera má ráð fyrir að 100 til 200 umframfósturvísum sé eytt á ári hverju. Ræktun fósturvísa til rannsókna verður enn óheimil en einrækta má fósturvísa í undantekingatilfellum ef þeir geta nýst til lækninga eða til að auka þekkingu. Blátt bann verður þó lagt við að slíkum fósturvísum sé komið fyrir í legi kvenna. Rannsóknadeild Blóðbankans hefur unnið með blóðmyndandi stofnfrumur sem má nota til að hjálpa fólki sem á við alvarleg veikindi að stríða. Ólafur E. Sigurjónsson, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Blóðbankanum, varar fólk þó við að búast við of miklu af stofnfrumurannsóknum of snemma. "Ég held að stofnfrumurannsóknir komi í framtíðinni til með að hafa mikið vægi fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi en eins og er er þetta náttúrulega bara þekkingarleit," segir Ólafur. "Við erum að reyna að skilja það sem ákveðnar frumur gera, hvernig þær starfa, hvernig þær virka. Ég held það sé mikilvægt að fólk átti sig á því að orðið stofnfruma er ekki gullið tækifæri til að lækna og leysa öll heilbrigðisvandamál." George W. Bush Bandaríkjaforseti beitti í vikunni neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að opinberu fé yrði veitt í stofnfrumurannsóknir. Forsetinn sagði að með notkun fósturvísa væri saklausum mannslífum fórnað og að slíku tæki hann ekki þátt í. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var gestur Lóu Aldísardóttur og Hallgríms Thorsteinssonar í Fréttavaktinni á NFS í dag. Hann sagði markmiðið með stofnfrumurannsóknum að koma í veg fyrir mannlegar þjáningar og gaf lítið fyrir rök Bandaríkjaforseta. "Þetta er sami forsetinn og hikar aldrei við að gefa tilskipanir um að henda sprengjum á þéttbýliskjarna þar sem býr saklaust fólk, og svo framvegis."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira