Innlent

Hætt við framkvæmdir vegna breyttra íbúðalána

Kaupendur fimm einbýlishúsalóða og fjögurra parhúsalóða, sem úthlutað var við Úlfarsfell í febrúar, eru hættir við framkvæmdir og búnir að skila lóðunum.

Þetta eru  níu lóðir af þeim hundrað og fjórum, sem boðnar voru í febrúar. Þá var eftirspurnin slík að rúmlega fjögur þúsund tilboð bárust frá á fjórða hundrað umsækjendum, þannig að margfalt færri fengu en vildu.

Ágúst Jónsson hjá framkvæmdasviði borgarinnar, segir að þetta sé óvenju hátt hlutfall. Hann getur sér þess til að rekja megi þetta til þeirrar stefnubreytingar, sem orðið hefur hjá bönkunum varðandi íbúðalán. Því til viðbótar hafa húsnæðisvextir hækkað umtalsvert frá því í febrúar og íbúðalánasjóður lækkað hámarkslán. Svo á eftir að koma í ljós í haust, þegar lóðirnar verða orðnar byggingarhæfar, hvort framkvæmdir fara af stað af fullum krafti.

Ágúst taldi líklegt að þessar lóðir yrðu aftur í boði með þeim lóðum undir 450 íbúðir á svæðinu, sem væntanlega verður ráðstafað öðru hvoru megin við áramót. Ekki er enn ákveðið hvaða leikregur verða við hafðar við úthlutun þeirra, en nýi meirihlutinn í borginni hefur boðað breytingar á þeim reglum, sem giltu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×