Fagna hugmyndum um að draga úr þenslu 27. júní 2006 18:00 Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands fagna hugmyndum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að draga úr þengslu í þjóðfélaginu. Þeir telja þó að von sé á fleiri skrefum af hálfu ríkisstjórnarinnar til að vinna bug á verðbólgunni. Ríkisstjórninn samþykkti á fundi sínum í morgun víðtækar tillögur sem miða að því að draga úr þenslu. Ætlunin er að lækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs tímabundið í 80 prósent og hámarkslán úr 18 milljónum króna í 17 og verður útboðum og upphafi nýrra framkvæmda á vegum ríkisins frestað. Þá hyggjast stjórnvöld ræða við Samband íslenskra sveitarfélaga og stærstu sveitarfélög um að draga úr fjárfestingum þeirra á þessu ári. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar því að tryggt sé að Íbúðalánasjóður verði hluti af hagstjórnartækjum yfirvalda. Hann segir að á hinn bóginn lítist honum ágætlega á það að framkvæmdum sé frestað eins og hægt sé. Stóru tölurnar liggi hins vegar í íbúðaframkvæmdum og það muni vega mjög þungt í baráttunni við verðbólgu að verð á fasteignum hætti að hækka. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ segir aðgerðir yfirvalda mjög mikilvægar í verðbólgubaráttunni og mildilega sé gengið að Íbúðalánasjóði. Ef gengið hefði verið mjög hart fram þá hefði það getað haft örlagaríkar afleiðingar fyrir það fólk sem hafi verið að kaupa sér íbúðir á síðustu tveimur árum þar sem íbúðaverð hafi rokið upp. Slík ákvörðun hefði vætanlega haft í för með sér verulega lækkun á húsnæðisverði. Vilhjálmur og Grétar telja báðir að verðbólgan verði ekki komin niður að markmiði Seðlabankans fyrr en seint á næsta ári og segja aðgerðirnar gott skref í framhaldi af samningum sem undirritaðir voru í síðustu viku. Aðspurður hvort aðgerðirnar séu nægar segir Vilhjálmur að þetta sé mjög gott fyrsta skref og svo skuli menn sjá til. Grétar segir að væntanlega muni ríkisstjórnin endurskoða hugmyndirnar þegar líði á sumarið eða í haust en þær hafi veroið mikilvægar og mikilvægt að þær hafi komið fram nú. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands fagna hugmyndum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að draga úr þengslu í þjóðfélaginu. Þeir telja þó að von sé á fleiri skrefum af hálfu ríkisstjórnarinnar til að vinna bug á verðbólgunni. Ríkisstjórninn samþykkti á fundi sínum í morgun víðtækar tillögur sem miða að því að draga úr þenslu. Ætlunin er að lækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs tímabundið í 80 prósent og hámarkslán úr 18 milljónum króna í 17 og verður útboðum og upphafi nýrra framkvæmda á vegum ríkisins frestað. Þá hyggjast stjórnvöld ræða við Samband íslenskra sveitarfélaga og stærstu sveitarfélög um að draga úr fjárfestingum þeirra á þessu ári. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar því að tryggt sé að Íbúðalánasjóður verði hluti af hagstjórnartækjum yfirvalda. Hann segir að á hinn bóginn lítist honum ágætlega á það að framkvæmdum sé frestað eins og hægt sé. Stóru tölurnar liggi hins vegar í íbúðaframkvæmdum og það muni vega mjög þungt í baráttunni við verðbólgu að verð á fasteignum hætti að hækka. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ segir aðgerðir yfirvalda mjög mikilvægar í verðbólgubaráttunni og mildilega sé gengið að Íbúðalánasjóði. Ef gengið hefði verið mjög hart fram þá hefði það getað haft örlagaríkar afleiðingar fyrir það fólk sem hafi verið að kaupa sér íbúðir á síðustu tveimur árum þar sem íbúðaverð hafi rokið upp. Slík ákvörðun hefði vætanlega haft í för með sér verulega lækkun á húsnæðisverði. Vilhjálmur og Grétar telja báðir að verðbólgan verði ekki komin niður að markmiði Seðlabankans fyrr en seint á næsta ári og segja aðgerðirnar gott skref í framhaldi af samningum sem undirritaðir voru í síðustu viku. Aðspurður hvort aðgerðirnar séu nægar segir Vilhjálmur að þetta sé mjög gott fyrsta skref og svo skuli menn sjá til. Grétar segir að væntanlega muni ríkisstjórnin endurskoða hugmyndirnar þegar líði á sumarið eða í haust en þær hafi veroið mikilvægar og mikilvægt að þær hafi komið fram nú.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira