Björn Steinar Sólbergsson spilar í Hallgrímskirkju 27. júní 2006 15:45 Fimmtudaginn 29. júní leikur Björn Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju, á hádegistónleikum Alþjóðlegs orgelsumar í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir, sem hefjast kl. 12 og standa í hálftíma, eru skipulagðir í samvinnu við Félag íslenskra orgelleikara. Fyrsta verk Björns Steinars eru Fantasía og fúga í g-moll eftir Bach og á eftir því eru þrír sálmforleikir úr Leipzig-sálmforleikjasafni Bachs. Fantasían og fúgan eru í raun tvö sjálfstæð verk, en hafa fylgst saman frá fyrstu útgáfu. Fantasían byggir á tveimur andstæðum hugmyndum og fúgan byggir á stefi úr hollensku þjóðlagi. Það er einnig útgáfan sem tengir saman Leipzig sálmforleikina 18. Hér leikur Björn Steinar Nun dansket alle Gott, Schmücke dich, o liebe Seele og Komm, Gott, Schöpfer, Heiliger Geist. Bach samdi þessa forleiki upphaflega þegar hann bjó í Weimar (1708-17) en við ævilok sín í Leipzig endurskoðaði hann þá alla og hafa þeir síðan verið kenndir við borgina. Síðasta verk tónleikanna er Tokkata sem Jón Nordal skrifaði í minningu Páls Ísólfssonar og var frumflutt þegar núverandi orgel Dómkirkjunnar í Reykjavík var vígt árið 1985. Verkið skiptist í frjálsa kafla með hlaupandi nótum og strangari kontrapunktíska kafla með stefi sem minnir á fúgustef Páls í orgelverkinu Ostinato et fughetta. Björn Steinar Sólbergsson hefur verið organisti Akureyrarkirkju síðan 1986. Hann stundaði framhaldsnám í orgelleik á Ítalíu og í Frakklandi þar sem hann útskrifaðist með einleikarapróf í orgelleik (Prix de virtuosité) árið 1986. Björn Steinar hefur verið mjög virkur í tónlistarlífinu á Akureyri og unnið markvisst að uppbyggingu tónlistarstarfs við Akureyrarkirkju. Hann er einnig aðstoðarorganisti við Hallgrímskirkju og kennir jafnframt orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og við Tónlistarskólann á Akureyri. Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima og erlendis. Einnig hefur hann leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammerhljómsveit Akureyrar og The Cleveland Institute of Music Orchestra. Hann hefur hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og á geislaplötur, m.a. öll orgelverk Páls Ísólfssonar. Björn Steinar hlaut Menningarverðlaun DV 1999, Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2001 og var valinn bæjarlistamaður Akureyrar 2002. Lífið Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Fimmtudaginn 29. júní leikur Björn Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju, á hádegistónleikum Alþjóðlegs orgelsumar í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir, sem hefjast kl. 12 og standa í hálftíma, eru skipulagðir í samvinnu við Félag íslenskra orgelleikara. Fyrsta verk Björns Steinars eru Fantasía og fúga í g-moll eftir Bach og á eftir því eru þrír sálmforleikir úr Leipzig-sálmforleikjasafni Bachs. Fantasían og fúgan eru í raun tvö sjálfstæð verk, en hafa fylgst saman frá fyrstu útgáfu. Fantasían byggir á tveimur andstæðum hugmyndum og fúgan byggir á stefi úr hollensku þjóðlagi. Það er einnig útgáfan sem tengir saman Leipzig sálmforleikina 18. Hér leikur Björn Steinar Nun dansket alle Gott, Schmücke dich, o liebe Seele og Komm, Gott, Schöpfer, Heiliger Geist. Bach samdi þessa forleiki upphaflega þegar hann bjó í Weimar (1708-17) en við ævilok sín í Leipzig endurskoðaði hann þá alla og hafa þeir síðan verið kenndir við borgina. Síðasta verk tónleikanna er Tokkata sem Jón Nordal skrifaði í minningu Páls Ísólfssonar og var frumflutt þegar núverandi orgel Dómkirkjunnar í Reykjavík var vígt árið 1985. Verkið skiptist í frjálsa kafla með hlaupandi nótum og strangari kontrapunktíska kafla með stefi sem minnir á fúgustef Páls í orgelverkinu Ostinato et fughetta. Björn Steinar Sólbergsson hefur verið organisti Akureyrarkirkju síðan 1986. Hann stundaði framhaldsnám í orgelleik á Ítalíu og í Frakklandi þar sem hann útskrifaðist með einleikarapróf í orgelleik (Prix de virtuosité) árið 1986. Björn Steinar hefur verið mjög virkur í tónlistarlífinu á Akureyri og unnið markvisst að uppbyggingu tónlistarstarfs við Akureyrarkirkju. Hann er einnig aðstoðarorganisti við Hallgrímskirkju og kennir jafnframt orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og við Tónlistarskólann á Akureyri. Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima og erlendis. Einnig hefur hann leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammerhljómsveit Akureyrar og The Cleveland Institute of Music Orchestra. Hann hefur hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og á geislaplötur, m.a. öll orgelverk Páls Ísólfssonar. Björn Steinar hlaut Menningarverðlaun DV 1999, Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2001 og var valinn bæjarlistamaður Akureyrar 2002.
Lífið Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira