Orkuveitan verður ekki seld 21. júní 2006 15:45 MYND/Róbert Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ítrekaði það á aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur í dag að fyrirtækið yrði ekki selt. Alfreð Þorsteinsson, sem lét af störfum sem stjórnarformaður Orkuveitunnar eftir 12 ára starf, segir hins vegar að góð staða fyrirtækisins gefi borginni færi á að selja hlut sinn í Landsvirkjun. Stjórnarskipti urðu á fundinum í dag í samræmi við úrslit borgarstjórnarkosninganna og tekur Guðlaugur Þór Þórðarsson við formennsku í stjórninni af Alfreð Þorsteinssyni. Á aðalfundinum var farið yfir ársskýrslu fyrirtækisins en hún leiðir meðal annars í ljós að hagnaður fyrirtækisins var rúmir 4,3 milljarðar króna á síðasta ári sem er tæplega 700 milljónum króna meira en árið á undan. Þá nema eignir Orkuveitunnar nú rúmum 88 milljörðum króna. Meðal gesta á fundinum var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Hann segir að Orkuveitan hafi safnað skuldum að undanförnu, bæði vegna virkjanaframkvæmda og verkefna sem sjálfstæðismenn hafi verið mótfallnir. Sú andstaða sé enn til staðar. Hann hafi enn fremur sagt það á fundinum að meirihlutinn myndi ekki selja Orkuveituna. Alfreð Þorseinsson lætur nú af embætti sem stjórnarformaður Orkuveitunnar. Hann hefur stýrt veitufyrirtækjum Reykjavíkur síðastliðin tólf ár en á árunum 1999 og 2000 sameinuðust þau og síðan þá hefur veltan ríflega tvöfaldast. Hann telur sig skila góðu búi. Alfreð bendir á að Orkuveitan sé orðið það sterkt fyrirtæki að engin þörf sé fyrir Reykjavíkurborg að eiga í tveimur stórum orkufyrirtækjum. Nú geti borgin, stærsti eigandinn að Orkuveitiunni, með góðri samvisku selt hlut sinn í Landsvirkjun. Fyrir þann hlut fái borgin væntanlega um 30 milljarða króna sem sé afskaplega mikill búhnykur fyrir hvaða sveitarfélag sem er. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ítrekaði það á aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur í dag að fyrirtækið yrði ekki selt. Alfreð Þorsteinsson, sem lét af störfum sem stjórnarformaður Orkuveitunnar eftir 12 ára starf, segir hins vegar að góð staða fyrirtækisins gefi borginni færi á að selja hlut sinn í Landsvirkjun. Stjórnarskipti urðu á fundinum í dag í samræmi við úrslit borgarstjórnarkosninganna og tekur Guðlaugur Þór Þórðarsson við formennsku í stjórninni af Alfreð Þorsteinssyni. Á aðalfundinum var farið yfir ársskýrslu fyrirtækisins en hún leiðir meðal annars í ljós að hagnaður fyrirtækisins var rúmir 4,3 milljarðar króna á síðasta ári sem er tæplega 700 milljónum króna meira en árið á undan. Þá nema eignir Orkuveitunnar nú rúmum 88 milljörðum króna. Meðal gesta á fundinum var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Hann segir að Orkuveitan hafi safnað skuldum að undanförnu, bæði vegna virkjanaframkvæmda og verkefna sem sjálfstæðismenn hafi verið mótfallnir. Sú andstaða sé enn til staðar. Hann hafi enn fremur sagt það á fundinum að meirihlutinn myndi ekki selja Orkuveituna. Alfreð Þorseinsson lætur nú af embætti sem stjórnarformaður Orkuveitunnar. Hann hefur stýrt veitufyrirtækjum Reykjavíkur síðastliðin tólf ár en á árunum 1999 og 2000 sameinuðust þau og síðan þá hefur veltan ríflega tvöfaldast. Hann telur sig skila góðu búi. Alfreð bendir á að Orkuveitan sé orðið það sterkt fyrirtæki að engin þörf sé fyrir Reykjavíkurborg að eiga í tveimur stórum orkufyrirtækjum. Nú geti borgin, stærsti eigandinn að Orkuveitiunni, með góðri samvisku selt hlut sinn í Landsvirkjun. Fyrir þann hlut fái borgin væntanlega um 30 milljarða króna sem sé afskaplega mikill búhnykur fyrir hvaða sveitarfélag sem er.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira