Forsætisráðherra vill bíða skýrslu um símhleranir 1. júní 2006 12:45 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra MYND/Stefán Forsætisráðherra vill ekkert aðhafast vegna símhlerana hér á landi á kalda stríðsárunum, fyrr en skýrslu hefur verið skilað um málið. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Formenn stjórnarandstöðunnar vilja að Alþingi komi að málinu frá upphafi. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur greindi frá því á dögunum að samkvæmt rannsóknum bendi margt til þess að íslensk stjórnvöld hafi látið hlera síma ýmissa manna hér á landi á árunum 1945-1968, þar á meðal þingmanna. Ríkisstjórnin hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir að utanaðkomandi aðilar rannsaki málið og skili skýrslu fyrir árslok. Utandagskrárumræða um málið fór fram á Alþingi í morgun en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar. Hún sagði meðal annars að henni þætti eðlilegast að Alþingi kæmi að málinu frá upphafi og forseti þingsins kallaði formenn þingflokkanna til fundar um það hið fyrsta. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, tóku undir orð Ingibjargar og benti Steingrímur m.a. á að þegar upp komst um hleranir á símum þingmanna þar í landi hefði norska þingið stýrt rannsókn á málinu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var hins vegar á öðru máli á þinginu í morgun. Hann vill ekkert aðhafast vegna hinna meintra símhlerana fyrr en hinir utanaðkomandi aðilar hafi skilað skýrslu um málið. Og Halldór hvatti þingmenn til þess að gefa sér tíma þar til þær upplýsingar lægu fyrir. Geir H. Haarde utanríkisráðherra tók undir orð forsætisráðherra og sagði að réttast væri að bíða niðurstöðu hinnar fyrirhugðu rannsóknar. Hann telur eðlilegast að Alþingi sameinist um áðurnefnda þingsályktunartillögu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Forsætisráðherra vill ekkert aðhafast vegna símhlerana hér á landi á kalda stríðsárunum, fyrr en skýrslu hefur verið skilað um málið. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Formenn stjórnarandstöðunnar vilja að Alþingi komi að málinu frá upphafi. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur greindi frá því á dögunum að samkvæmt rannsóknum bendi margt til þess að íslensk stjórnvöld hafi látið hlera síma ýmissa manna hér á landi á árunum 1945-1968, þar á meðal þingmanna. Ríkisstjórnin hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir að utanaðkomandi aðilar rannsaki málið og skili skýrslu fyrir árslok. Utandagskrárumræða um málið fór fram á Alþingi í morgun en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar. Hún sagði meðal annars að henni þætti eðlilegast að Alþingi kæmi að málinu frá upphafi og forseti þingsins kallaði formenn þingflokkanna til fundar um það hið fyrsta. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, tóku undir orð Ingibjargar og benti Steingrímur m.a. á að þegar upp komst um hleranir á símum þingmanna þar í landi hefði norska þingið stýrt rannsókn á málinu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var hins vegar á öðru máli á þinginu í morgun. Hann vill ekkert aðhafast vegna hinna meintra símhlerana fyrr en hinir utanaðkomandi aðilar hafi skilað skýrslu um málið. Og Halldór hvatti þingmenn til þess að gefa sér tíma þar til þær upplýsingar lægu fyrir. Geir H. Haarde utanríkisráðherra tók undir orð forsætisráðherra og sagði að réttast væri að bíða niðurstöðu hinnar fyrirhugðu rannsóknar. Hann telur eðlilegast að Alþingi sameinist um áðurnefnda þingsályktunartillögu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira