Brotalöm á rannsókninni 8. maí 2006 22:14 Verjandi Jónasar Garðarssonar gagnrýndi rannsókn sjóslysins í Héraðsdómi í dag og sagði vafa í málinu það mikinn að ekki væri hægt að dæma Jónas. Saksóknari telur hins vegar óhyggjandi sannanir fyrir því að Jónas hafi stýrt skemmtibátnum Hörpu þegar hann steytti á Skarfaskeri en tvennt lést í slysinu.Aðalmeðferð í máli Jónasar Garðarsson, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, lauk nú undir kvöldið. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari í málinu, sagði fullvíst að Jónas hafi verið við stýrið á bátnum þegar hann steytti á Skarfaskeri. Jónas bæri ábyrgð á ferðinni frá upphafi til enda. Hann sé bæði skipstjóri og eigandi bátsins og hafi áratuga reynslu af því að sigla.Saksóknari sagði framburð Jónasar afar ótrúverðugan og áverka og ummerki sýna annað. Framburð sonar Jónasar, þar sem hann staðsetti alla sem um borð voru eftir slysið, sagði saksóknari sýna að Matthildur gat ekki verið við stýrið. Jónas hafi gerst brotlegur þegar hann reyndi ekki að gera ráðstafanir til að koma þeim beint í land heldur að gera tilraun til þess að sigla inn í Snarfarahöfn. Hann hafi líka neitað að tala við Neyðarlínuna til að byrja með. Sigríður sagði Jónas hafa beitt meðvituðu gáleysi þar sem hann var ölvaður og gerði ekki það sem þurfti til að bjarga fólkinu. Krafist er 3 ára fangelsisvistar yfir Jónasi. Bótakröfur fjölskyldna þeirra tveggja sem létust í slysinu nema hátt í tuttugu milljónir króna.Eftir að saksóknari og lögfræðingar fjölskyldna þeirra látnu höfðu lokið máli sínu tók Kristján Stefánsson, verjandi Jónasar, við. Hann sagði skynsamlegan vafa í málinu það mikinn að ekki væri hægt að sakfella Jónas. Gagnrýnivert væri að ekki hefðu farið fram sjópróf líkt eins og krafist væri í siglingalögum. Gallar á rannsókninni væri líka margir og mjög óeðlilegt væri að meinafræðingur og sá sem stýrði vettvangsrannsókn lögreglu hefðu unnið saman með þeim hætti sem þeir gerðu. Þeirra rannsóknir ættu að vera að fullu aðskildar en starfsaðferðir þeirra hefðu ekki samræmst lögum. Jónas hefði líka átt að hafa talsmann við rannsóknina sem hann hafði ekki.Verjandinn sagði áverka Jónasar sýna að hann hafi ekki getað verið við stýrið þegar slysið varð. Ekki væri rétt að Jónas hafi stefnt bátnum inn í Snarfarahöfn heldur hafi hann ætlað inn í vík rétt hjá skerinu sem bátnum steytti á. Að þessu öllu samanlögðu væri ljóst að ákæruvaldið hefði ekki staðið sig og sýkna ætti Jónas.Niðurstöðu í málinu er að vænta innan þriggja vikna. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Verjandi Jónasar Garðarssonar gagnrýndi rannsókn sjóslysins í Héraðsdómi í dag og sagði vafa í málinu það mikinn að ekki væri hægt að dæma Jónas. Saksóknari telur hins vegar óhyggjandi sannanir fyrir því að Jónas hafi stýrt skemmtibátnum Hörpu þegar hann steytti á Skarfaskeri en tvennt lést í slysinu.Aðalmeðferð í máli Jónasar Garðarsson, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, lauk nú undir kvöldið. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari í málinu, sagði fullvíst að Jónas hafi verið við stýrið á bátnum þegar hann steytti á Skarfaskeri. Jónas bæri ábyrgð á ferðinni frá upphafi til enda. Hann sé bæði skipstjóri og eigandi bátsins og hafi áratuga reynslu af því að sigla.Saksóknari sagði framburð Jónasar afar ótrúverðugan og áverka og ummerki sýna annað. Framburð sonar Jónasar, þar sem hann staðsetti alla sem um borð voru eftir slysið, sagði saksóknari sýna að Matthildur gat ekki verið við stýrið. Jónas hafi gerst brotlegur þegar hann reyndi ekki að gera ráðstafanir til að koma þeim beint í land heldur að gera tilraun til þess að sigla inn í Snarfarahöfn. Hann hafi líka neitað að tala við Neyðarlínuna til að byrja með. Sigríður sagði Jónas hafa beitt meðvituðu gáleysi þar sem hann var ölvaður og gerði ekki það sem þurfti til að bjarga fólkinu. Krafist er 3 ára fangelsisvistar yfir Jónasi. Bótakröfur fjölskyldna þeirra tveggja sem létust í slysinu nema hátt í tuttugu milljónir króna.Eftir að saksóknari og lögfræðingar fjölskyldna þeirra látnu höfðu lokið máli sínu tók Kristján Stefánsson, verjandi Jónasar, við. Hann sagði skynsamlegan vafa í málinu það mikinn að ekki væri hægt að sakfella Jónas. Gagnrýnivert væri að ekki hefðu farið fram sjópróf líkt eins og krafist væri í siglingalögum. Gallar á rannsókninni væri líka margir og mjög óeðlilegt væri að meinafræðingur og sá sem stýrði vettvangsrannsókn lögreglu hefðu unnið saman með þeim hætti sem þeir gerðu. Þeirra rannsóknir ættu að vera að fullu aðskildar en starfsaðferðir þeirra hefðu ekki samræmst lögum. Jónas hefði líka átt að hafa talsmann við rannsóknina sem hann hafði ekki.Verjandinn sagði áverka Jónasar sýna að hann hafi ekki getað verið við stýrið þegar slysið varð. Ekki væri rétt að Jónas hafi stefnt bátnum inn í Snarfarahöfn heldur hafi hann ætlað inn í vík rétt hjá skerinu sem bátnum steytti á. Að þessu öllu samanlögðu væri ljóst að ákæruvaldið hefði ekki staðið sig og sýkna ætti Jónas.Niðurstöðu í málinu er að vænta innan þriggja vikna.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira