Ungt fólk bjartsýnt á framtíðina 18. apríl 2006 19:00 Ungt fólk á Íslandi er upp til hópa bjartsýnt á framtíðarhorfur sínar í heimi hnattvæðingar og alþjóðlegrar samkeppni, ef marka má niðurstöður könnunar sem Samtök atvinnulífsins létu gera á dögunum. Liðlega átta af hverjum tíu hugnast betur að starfa hjá einkafyrirtæki en hinu opinbera og þá eru jeppar og einkaþotur þau farartæki sem ungmennum hugnast einna best. Samtök atvinnulífsins létu um mánaðamótin síðustu gera könnun meðal 19-20 ára Íslendinga um framtíðaráform þeirra og viðhorf til hnattvæðingar, alþjóðlegrar samkeppni og samkeppnishæfni Íslands. Í ljós kom að 78 prósent ungmennanna vilja helst starfa hjá einkafyrirtæki í framtíðinni, þar af um 37 prósent sem eigin herrar. Samtök atvinnulífsins telja þetta vott um mikinn frumkvöðlaanda hér á landi en þá vaknar sú spurning hvernig eigi að beisla hann. Gústaf Adolf Skúlason, fostöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs hjá SA, segir að það megi gera með því að halda áfram að fela einkageiranum sem mest af þeirri þjónustu sem ríki og sveitarfélög veita núna. Þarna sjái krakkarnir sín tækifæri.Mikill meirihluti ungmenna, eða 81 prósent, telur hnattvæðingu og alþjóðlega samkeppni hafa góð áhrif á tækifæri sín í framtíðinni því verður að teljast ólíklegt að ungmenni hér á landi grípi til mótmæla gegn hnattvæðingunni eins og gerst hefur víða í Evrópu.Þá vekur það athygli að um helmingi þeirra ungmenna sem tók afstöðu í könnuninni telur jeppa besta farartækið. Þar á eftir koma góðir skór og einkaþota, en einn af hverjum átta á sér þann draum að ferðast um í slíku lúxusfarartæki. Einungis átta prósent nefna hins vegar reiðhjól. Aðspurður hvort verið sé að ala upp nýja Björgólfa Thora hér á landi segir Gústaf að vonandi sé svo. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Ungt fólk á Íslandi er upp til hópa bjartsýnt á framtíðarhorfur sínar í heimi hnattvæðingar og alþjóðlegrar samkeppni, ef marka má niðurstöður könnunar sem Samtök atvinnulífsins létu gera á dögunum. Liðlega átta af hverjum tíu hugnast betur að starfa hjá einkafyrirtæki en hinu opinbera og þá eru jeppar og einkaþotur þau farartæki sem ungmennum hugnast einna best. Samtök atvinnulífsins létu um mánaðamótin síðustu gera könnun meðal 19-20 ára Íslendinga um framtíðaráform þeirra og viðhorf til hnattvæðingar, alþjóðlegrar samkeppni og samkeppnishæfni Íslands. Í ljós kom að 78 prósent ungmennanna vilja helst starfa hjá einkafyrirtæki í framtíðinni, þar af um 37 prósent sem eigin herrar. Samtök atvinnulífsins telja þetta vott um mikinn frumkvöðlaanda hér á landi en þá vaknar sú spurning hvernig eigi að beisla hann. Gústaf Adolf Skúlason, fostöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs hjá SA, segir að það megi gera með því að halda áfram að fela einkageiranum sem mest af þeirri þjónustu sem ríki og sveitarfélög veita núna. Þarna sjái krakkarnir sín tækifæri.Mikill meirihluti ungmenna, eða 81 prósent, telur hnattvæðingu og alþjóðlega samkeppni hafa góð áhrif á tækifæri sín í framtíðinni því verður að teljast ólíklegt að ungmenni hér á landi grípi til mótmæla gegn hnattvæðingunni eins og gerst hefur víða í Evrópu.Þá vekur það athygli að um helmingi þeirra ungmenna sem tók afstöðu í könnuninni telur jeppa besta farartækið. Þar á eftir koma góðir skór og einkaþota, en einn af hverjum átta á sér þann draum að ferðast um í slíku lúxusfarartæki. Einungis átta prósent nefna hins vegar reiðhjól. Aðspurður hvort verið sé að ala upp nýja Björgólfa Thora hér á landi segir Gústaf að vonandi sé svo.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira