Hagnaður Nýsis 1,6 milljarðar króna 5. apríl 2006 14:34 Tölvuteiknuð mynd af tónlistar- og ráðstefnuhúsinu við Austurbakka í Reykjavík. Hagnaður Nýsis hf. nam rúmum 1,6 milljörðum króna á síðasta ári. Fastafjármunir voru 15.285 milljónir króna og veltufjármunir 1.064 milljónir kr. Eignir námu 16.349 milljónum króna. Þá námu skuldir og skuldbindingar Nýsis hf. og dótturfélaga 12.464 milljónum kr. en eigið fé var í árslok 3.885 milljónir króna að meðtaldri hlutdeild minnihluta. Þá var velta samstæðunnar 1.358 milljónir króna. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ársreikningur Nýsis hf sé samstæðureikningur Nýsis hf og dótturfélaga. Í árslok voru dótturfélögin Nýsir fasteignir hf, Fasteignastjórnun ehf. (Nýsir FM), Stofn fjárfestingarfélag ehf. og Nysir UK. Dótturfélög Nýsis fasteigna ehf. eru (öll 100%): Grípir ehf., Þekkur ehf., Nýtak ehf., Iði ehf., Teknikum ehf., Engidalur ehf., Hafnarslóð ehf., Laugahús ehf., Borgarhöllin ehf. og Egilshöllin ehf. Dótturfélög Stofns fjárfestingarfélags eru Artes (75%), Faxafen (50%), Hraðbraut (50%) og Salus (50%) og Mostur ehf (50%). Dótturfélag Mosturs ehf er Gránufélagið ehf. Þá er dótturfélag Nysir UK NYOP Ruthin Limited. Nýsir hf. er 50 prósenta eignaraðili að Eignarhaldsfélaginu Portus ehf. sem vann á árinu samkeppni um byggingu og rekstur tónlistar- og ráðstefnuhúss við austurhöfnina í Reykjavík, ásamt uppbyggingu á hóteli og fleiri mannvirkjum á svæðinu. Á árinu var stofnað Fasteignafélagið Lækjarhlíð ehf. í eigu Nýsis hf. og Mosfellsbæjar en eiga þau félagið til helminga. Verkefni félagsins er eignarhald á Íþróttamiðstöð við Lækjarhlíð í Mosfellsbæ sem opnuð verður í ágúst 2006. Í árslok 2005 var samþykkt kauptilboð Nýsis hf. í tvö fasteignafélög í Danmörku, þ.e. Jehl ApS Tietgens Have og Jehl Aps Atrium Huset. Samningur um kaupin var undirritaður í febrúar á þessu ári. Áformað er að auka leigutekjur þessara félaga og bjóða þeim og öðrum væntanlegum viðskiptavinum alhliða fasteignastjórnun, en stofnað verður sérstakt dótturfélag um fasteignastjórnun í Danmörku á árinu 2006. Í Bretlandi var stofnað vorið 2005 dótturfélag Nýsis hf.sem nefnist Nysir UK Limited. Félagið stofnaði síðan fyrir árslok 2005 tvö félög, þ.e. NYOP Ruthin Limited sem er að fullu í eigu Nysir UK Limited og NYOP Education (Yorkshire) Limited sem er að 49 prósentum í eigu Nysir UK Limited. Félögin tvö eru verkefnisfélög um tvö einkaframkvæmdarverkefni sem voru keypt á árinu, annað um ráðhús, skrifstofuhúsnæði o.fl. í Ruthin, Wales, alls 10 þús. ferm. og hitt um 4 skóla í Yorkshire, alls um 8 þús. ferm. Gengið var að fullu frá samningum um Ruthin verkefnið í desember 2005 en um verkefnið í Yorkshire í janúar 2006. NYOP Ruthin Limited er fært sem dótturfélag í efnahagsreikning í lok árs 2005 en NYOP Education (Yorkshire) Limited sem hlutdeildarfélag. Dulheimar ehf. og Huliðsheimar-Vættabyggð ehf. eru félög sem Nýsir hf. gerðist hluthafi í á árinu og eru þau rekstrarfélag og fasteignafélag um væntanlegan skemmti- og fræðslustað þar sem forn heimsmynd germanskra manna (Ásatrú) verður gerð ljóslifandi með nútímatækni. Mostur ehf. er félag sem stofnað var á árinu um uppbyggingu og þróun byggingarsvæða, kaup og sölu fasteigna og útleigu þeirra. Félagið er í helmingseigu Nýsis hf. Mostur keypti á árinu SS leiguíbúðir ehf. á Akureyri og breytti nafni félagsins í Gránufélagið ehf. Í október 2005 var samþykkt samkomulag milli Nýsis hf. og Midi.is ehf. Á grundvelli þess var stofnað félagið Miðakaup ehf. og á Nýsir 88 prósent hlutafjárins en virkur eignarhluti Nýsis í Midi.is er 71 prósent. Austurbæjarbíó var keypt á árinu og er ætlunin að endurbyggja það og efla starfsemina í húsinu. Stærsta verkefni félagsins á næstu árum er uppbygging tónlistar- og ráðstefnuhúss, hótels og fleiri mannvirkja við austurhöfnina í Reykjavík. Hafin er stækkun Egilshallar sem mun efla hana sem miðstöð íþrótta og afþreyingar fyrir norðurhluta höfuðborgarsvæðisins. Á árinu 2006 verður tekin í notkun ný leikskólabygging á Sjálandi í Garðabæ, ný íþróttamiðstöð við Lækjarhlíð í Mosfellsbæ og nýtt skrifstofuhúsnæði fyrir félagið að Reykjavíkurvegi 74, Hafnarfirði. Unnið verður að öflun fleiri verkefna innanlands og erlendis og gerðir hafa verið samningar um frekari fjárfestingar í fasteignum og uppbyggingu á landsvæðum, m.a. fyrir frístundahús, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Hagnaður Nýsis hf. nam rúmum 1,6 milljörðum króna á síðasta ári. Fastafjármunir voru 15.285 milljónir króna og veltufjármunir 1.064 milljónir kr. Eignir námu 16.349 milljónum króna. Þá námu skuldir og skuldbindingar Nýsis hf. og dótturfélaga 12.464 milljónum kr. en eigið fé var í árslok 3.885 milljónir króna að meðtaldri hlutdeild minnihluta. Þá var velta samstæðunnar 1.358 milljónir króna. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ársreikningur Nýsis hf sé samstæðureikningur Nýsis hf og dótturfélaga. Í árslok voru dótturfélögin Nýsir fasteignir hf, Fasteignastjórnun ehf. (Nýsir FM), Stofn fjárfestingarfélag ehf. og Nysir UK. Dótturfélög Nýsis fasteigna ehf. eru (öll 100%): Grípir ehf., Þekkur ehf., Nýtak ehf., Iði ehf., Teknikum ehf., Engidalur ehf., Hafnarslóð ehf., Laugahús ehf., Borgarhöllin ehf. og Egilshöllin ehf. Dótturfélög Stofns fjárfestingarfélags eru Artes (75%), Faxafen (50%), Hraðbraut (50%) og Salus (50%) og Mostur ehf (50%). Dótturfélag Mosturs ehf er Gránufélagið ehf. Þá er dótturfélag Nysir UK NYOP Ruthin Limited. Nýsir hf. er 50 prósenta eignaraðili að Eignarhaldsfélaginu Portus ehf. sem vann á árinu samkeppni um byggingu og rekstur tónlistar- og ráðstefnuhúss við austurhöfnina í Reykjavík, ásamt uppbyggingu á hóteli og fleiri mannvirkjum á svæðinu. Á árinu var stofnað Fasteignafélagið Lækjarhlíð ehf. í eigu Nýsis hf. og Mosfellsbæjar en eiga þau félagið til helminga. Verkefni félagsins er eignarhald á Íþróttamiðstöð við Lækjarhlíð í Mosfellsbæ sem opnuð verður í ágúst 2006. Í árslok 2005 var samþykkt kauptilboð Nýsis hf. í tvö fasteignafélög í Danmörku, þ.e. Jehl ApS Tietgens Have og Jehl Aps Atrium Huset. Samningur um kaupin var undirritaður í febrúar á þessu ári. Áformað er að auka leigutekjur þessara félaga og bjóða þeim og öðrum væntanlegum viðskiptavinum alhliða fasteignastjórnun, en stofnað verður sérstakt dótturfélag um fasteignastjórnun í Danmörku á árinu 2006. Í Bretlandi var stofnað vorið 2005 dótturfélag Nýsis hf.sem nefnist Nysir UK Limited. Félagið stofnaði síðan fyrir árslok 2005 tvö félög, þ.e. NYOP Ruthin Limited sem er að fullu í eigu Nysir UK Limited og NYOP Education (Yorkshire) Limited sem er að 49 prósentum í eigu Nysir UK Limited. Félögin tvö eru verkefnisfélög um tvö einkaframkvæmdarverkefni sem voru keypt á árinu, annað um ráðhús, skrifstofuhúsnæði o.fl. í Ruthin, Wales, alls 10 þús. ferm. og hitt um 4 skóla í Yorkshire, alls um 8 þús. ferm. Gengið var að fullu frá samningum um Ruthin verkefnið í desember 2005 en um verkefnið í Yorkshire í janúar 2006. NYOP Ruthin Limited er fært sem dótturfélag í efnahagsreikning í lok árs 2005 en NYOP Education (Yorkshire) Limited sem hlutdeildarfélag. Dulheimar ehf. og Huliðsheimar-Vættabyggð ehf. eru félög sem Nýsir hf. gerðist hluthafi í á árinu og eru þau rekstrarfélag og fasteignafélag um væntanlegan skemmti- og fræðslustað þar sem forn heimsmynd germanskra manna (Ásatrú) verður gerð ljóslifandi með nútímatækni. Mostur ehf. er félag sem stofnað var á árinu um uppbyggingu og þróun byggingarsvæða, kaup og sölu fasteigna og útleigu þeirra. Félagið er í helmingseigu Nýsis hf. Mostur keypti á árinu SS leiguíbúðir ehf. á Akureyri og breytti nafni félagsins í Gránufélagið ehf. Í október 2005 var samþykkt samkomulag milli Nýsis hf. og Midi.is ehf. Á grundvelli þess var stofnað félagið Miðakaup ehf. og á Nýsir 88 prósent hlutafjárins en virkur eignarhluti Nýsis í Midi.is er 71 prósent. Austurbæjarbíó var keypt á árinu og er ætlunin að endurbyggja það og efla starfsemina í húsinu. Stærsta verkefni félagsins á næstu árum er uppbygging tónlistar- og ráðstefnuhúss, hótels og fleiri mannvirkja við austurhöfnina í Reykjavík. Hafin er stækkun Egilshallar sem mun efla hana sem miðstöð íþrótta og afþreyingar fyrir norðurhluta höfuðborgarsvæðisins. Á árinu 2006 verður tekin í notkun ný leikskólabygging á Sjálandi í Garðabæ, ný íþróttamiðstöð við Lækjarhlíð í Mosfellsbæ og nýtt skrifstofuhúsnæði fyrir félagið að Reykjavíkurvegi 74, Hafnarfirði. Unnið verður að öflun fleiri verkefna innanlands og erlendis og gerðir hafa verið samningar um frekari fjárfestingar í fasteignum og uppbyggingu á landsvæðum, m.a. fyrir frístundahús, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira