Ísland í 13. sæti yfir hlutfall kvenna á þjóðþingum 28. febrúar 2006 12:30 MYND/GVA Íslendingar eru nokkrir eftirbátar hinna norrænu ríkjanna þegar kemur að hlutfalli kvenna á þjóðþingum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Alþjóðaþingmannasambandinu sem birtar voru í gær. Ísland er í þrettánda sæti á listanum af 187 löndum en hér á landi eru konur akkúrat þriðjungur þingmanna. Hæst er hlutfallið í Rúanda þar sem tæp 49 prósent þingmanna eru konur en hin norrænu ríkin, Svíþjóð, Noregur, Finnland og Danmörk raða sér í sæti tvö til fimm, Svíar með 45,3 prósenta hlutfall en hin ríkin á bilinu 37-38 prósent. Meðal annarra landa sem eru ofar en Ísland á listanum eru Kúba, Spánn, Kosta Ríka, Mósambík og Argentína. Í ellefu löndum á listanum er engin kona á þingi, þar á meðal í Sádi-Arabíu þar sem þingmenn eru 150. Þá leiðir listinn einnig í ljós að konur eru aðeins 16,4 prósent þingmanna þegar horft er til allra landanna og hefur hlutfallið aukist um 0,6 prósentustig milli ára. Þá eru aðeins 27 af 262 þingforsetum í heiminum konur. Og þrátt fyrir að hlutur kvenna á þingum hafi aukist í um þremur af hverjum fjórum þingkosningum í fyrra var aðeins fimmtungur þingmanna sem kosinn var í fyrra konur. Tölurnar eru birtar á sama tíma kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna hittist í fimmtugasta sinn þar sem rætt er um stöðu kvenna í stjórnmálum og aðgerðir til að auka þátttöku þeirra. Þá stendur Alþjóðaþingmannasambandið fyrir þingmannafundi á morgun undir heitinu Jafnrétti kynjanna - framlag þjóðþinga" og þann fund sitja Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, auk Ástu Möller og Jóhönnu Sigurðardóttur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira
Íslendingar eru nokkrir eftirbátar hinna norrænu ríkjanna þegar kemur að hlutfalli kvenna á þjóðþingum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Alþjóðaþingmannasambandinu sem birtar voru í gær. Ísland er í þrettánda sæti á listanum af 187 löndum en hér á landi eru konur akkúrat þriðjungur þingmanna. Hæst er hlutfallið í Rúanda þar sem tæp 49 prósent þingmanna eru konur en hin norrænu ríkin, Svíþjóð, Noregur, Finnland og Danmörk raða sér í sæti tvö til fimm, Svíar með 45,3 prósenta hlutfall en hin ríkin á bilinu 37-38 prósent. Meðal annarra landa sem eru ofar en Ísland á listanum eru Kúba, Spánn, Kosta Ríka, Mósambík og Argentína. Í ellefu löndum á listanum er engin kona á þingi, þar á meðal í Sádi-Arabíu þar sem þingmenn eru 150. Þá leiðir listinn einnig í ljós að konur eru aðeins 16,4 prósent þingmanna þegar horft er til allra landanna og hefur hlutfallið aukist um 0,6 prósentustig milli ára. Þá eru aðeins 27 af 262 þingforsetum í heiminum konur. Og þrátt fyrir að hlutur kvenna á þingum hafi aukist í um þremur af hverjum fjórum þingkosningum í fyrra var aðeins fimmtungur þingmanna sem kosinn var í fyrra konur. Tölurnar eru birtar á sama tíma kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna hittist í fimmtugasta sinn þar sem rætt er um stöðu kvenna í stjórnmálum og aðgerðir til að auka þátttöku þeirra. Þá stendur Alþjóðaþingmannasambandið fyrir þingmannafundi á morgun undir heitinu Jafnrétti kynjanna - framlag þjóðþinga" og þann fund sitja Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, auk Ástu Möller og Jóhönnu Sigurðardóttur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira