Álflokkarnir, Samfylkingin og sókn félagshyggjunnar 6. febrúar 2006 13:21 Í síðasta leiðara sínum í Fréttablaðinu, áður en nafn hans hvarf sporlaust af síðum blaðsins, skrifaði Guðmundur Magnússon um stóriðju og virkjanir. Velti fyrir sér áhrifum þeirra á stjórnmálin næstu misserin - taldi að þau gætu orðið afgerandi. Nú virðist vera að meirihluti landsmanna sé heldur hlynntur stóriðju og þeim hagvexti sem hann skapar - þótt hann kunni að skammgóður vermir. Ég ætla ekki að fara út í það hér. En Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur virðast ætla að halda stóriðjustefnunni til streitu - eru því réttnefndir álflokkar. Þetta fremur en margt annað límir flokkana saman. Vinstri grænir eru öndverðir á móti, en Samfylkingin situr klofvega á gjánni sem skilur landsmanna í þessu máli. Það getur reynst henni erfitt - eða mun flokkurinn geta boðið upp á einhverja snjalla málamiðlun sem hinn breiði fjöldi kjósenda sættir sig við? Guðmundur Magnússon segir í leiðaranum að álmálið geti gert að engu drauma Samfylkingarinnar um að komast í ríkisstjórn, enda reyni flokkurinn í senn að vera "ábyrgur" og höfða til þeirra sem taka afstöðu á grundvelli tilfinninga: "Byggðasjónarmið spila einnig inn í. Á Akureyri gagnrýnir Samfylkingin til dæmis stækkun álversins í Straumsvík á þeim forsendum að Norðlendingar eigi að vera á undan "í röðinni". Í yfirlýsingu þingflokksins á mánudaginn eru talin upp ýmis atriði sem Samfylkingin telur að hafa verði að leiðarljósi áður en ákvörðun er tekin um nýtt álver. En séð frá bæjardyrum stóriðjuandstæðinga er þessi afstaða hálfvelgja sem engu máli skiptir. Þeir munu veðja á vinstri græna í von um að þeir geti snúið taflinu við. Samfylkingin á erfitt með að losna úr klemmunni. Snúist hún á sveif með ríkisstjórninni tapar hún enn frekar tiltrú líklegra kjósenda sinna á vinstri vængnum og meðal ungs fólks. Fylgi hún hinni einföldu stefnu vinstri grænna er sennilegt að margir kjósendur á miðjunni treysti henni ekki lengur. Meðalvegurinn verður vandrataður. Vinstri grænir munu áreiðanlega uppskera vel þegar talið verður upp úr kjörkössunum og þess mun líklega gæta þegar í sveitarstjórnarkosningunum í vor, einkum á landsbyggðinni. En sá böggull fylgir skammrifi að þeir verða einangraðir og áhrifalausir sem fyrr. Varnarmálin eyðilögðu fyrir Alþýðubandalaginu um árabil og stóriðjumálin munu á sama hátt spilla samstarfi vinstri grænna og annarra flokka. " --- --- --- Annars spyr maður hvort við séum að stefna í þingkosningar að ári þar sem gefnar verða út ávísanir á álver til vinstri og hægri með tilheyrandi fyrirheitum um stórkostlegan uppgang í byggðarlögum - án þess þó að neinn taki endanlega af skarið hvar þau eigi að vera. Það er pínu hrollvekjandi tilhugsun. Kenningin segir reyndar að Framsóknarflokkurinn ætli að reyna að komast upp með að gera sem minnst fram að þingkosningum. Eftir storma og stórsjói undanfarinna ára þyki honum best að halda sig til hlés, forðast öll umdeild mál, en auglýsa svo hressilega fyrir kosningar að vanda. --- --- --- Sindri Guðjónsson, sjálfstæðismaður á Akureyri, skrifar pistil í vefritið Íhald og kvartar undan því að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn einhvers konar krataflokkur - og ekki bara vegna þess að kratarnir Sigbjörn Gunnarsson og Oktavía Jóhannesdóttir eru komin í framboð fyrir flokkinn í bænum. Nei, Sindri horfir á stefnumál flokksmanna á Akureyri og kemst að þeirri niðurstöðu ekki fari mikið fyrir hægri sjónarmiðum:"Stefnumálin eru misjöfn, og hér koma nokkur dæmi: Hið opinbera á að skaffa stóriðju, stofnanir og stjórnsýslu til Akureyrar. (Stofnanir mega vera á Akureyri fyrir mér, en best væri auðvitað að leggja sem flestar af þeim niður.) Leikskólar eiga að vera ,,gjaldfrjálsir" (sem þýðir á manna máli að það lendir á þeim sem ekki nýta leikskólanna að borga fyrir þjónustuna), sumir tala um umhverfismál, skipulagsmál og góða skóla, og þeir betri jafnvel um valfrelsi í skólamálum. Heitasta málið er að sjálfsögðu loforð um félagslegar úrbætur fyrir aldraða. Það má gera vel við aldraða, en hvar eru hægri áherslunnar? Einu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn nú sagður vera til hægri." --- --- --- Morgunblaðið er sífellt að hamra á því að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að halda sig á miðjunni í borgarstjórnarkosningunum í vor. Og flokkurinn virðist ætla að feta þá braut. Frambjóðendurnir klæðast kápu félagshyggjunnar - nú síðast taka þeir ekki ólíklega í að bjóða ókeypis skólamáltíðir. Þannig stefnir í að kosningarnar í vor snúist um félagsleg yfirboð - gæti að sönnu orðið forvitnilegt að sjá. Morgunblaðið fjallar um fylgisaukningu Sjálfstæðisflokksins, greinir hana skarplega, en forðast þó eins og heitan eldinn að nefna sennilegustu ástæðuna fyrir því að flokkurinn hefur rétt úr kútnum - stífluna sem losnaði þegar Davíð Oddsson hvarf í Seðlabankann. Kveðjuræða Davíðs á landsfundinum í haust var dæmgerð fyrir það sem hafði hrjáð flokkinn síðustu árin undir forystu hans, full af beiskju og smásálarlegri heift. Hún var algjör lokapunktur. Salurinn átti í mestu erfiðleikum með að klappa fyrir henni. Eftir þetta hafa gamlir kjósendur verið að snúa aftur - og nýjir bæst við. --- --- --- Ein meginlína Baugsmanna í málaferlunum hefur verið að ákærurnar séu að undirlagi stjórnmálamanna, þetta sé plott gegn þeim - sem felur þá óhjákvæmilega í sér að réttarkerfið á Íslandi sé gerspillt. Þetta hefur endurómað bæði í Fréttablaðinu og DV. Nú er Þorsteinn Pálsson að taka við Fréttablaðinu. Er líklegt að hann, fyrrverandi dómsmálaráðherra, taki undir þessi sjónarmið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Í síðasta leiðara sínum í Fréttablaðinu, áður en nafn hans hvarf sporlaust af síðum blaðsins, skrifaði Guðmundur Magnússon um stóriðju og virkjanir. Velti fyrir sér áhrifum þeirra á stjórnmálin næstu misserin - taldi að þau gætu orðið afgerandi. Nú virðist vera að meirihluti landsmanna sé heldur hlynntur stóriðju og þeim hagvexti sem hann skapar - þótt hann kunni að skammgóður vermir. Ég ætla ekki að fara út í það hér. En Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur virðast ætla að halda stóriðjustefnunni til streitu - eru því réttnefndir álflokkar. Þetta fremur en margt annað límir flokkana saman. Vinstri grænir eru öndverðir á móti, en Samfylkingin situr klofvega á gjánni sem skilur landsmanna í þessu máli. Það getur reynst henni erfitt - eða mun flokkurinn geta boðið upp á einhverja snjalla málamiðlun sem hinn breiði fjöldi kjósenda sættir sig við? Guðmundur Magnússon segir í leiðaranum að álmálið geti gert að engu drauma Samfylkingarinnar um að komast í ríkisstjórn, enda reyni flokkurinn í senn að vera "ábyrgur" og höfða til þeirra sem taka afstöðu á grundvelli tilfinninga: "Byggðasjónarmið spila einnig inn í. Á Akureyri gagnrýnir Samfylkingin til dæmis stækkun álversins í Straumsvík á þeim forsendum að Norðlendingar eigi að vera á undan "í röðinni". Í yfirlýsingu þingflokksins á mánudaginn eru talin upp ýmis atriði sem Samfylkingin telur að hafa verði að leiðarljósi áður en ákvörðun er tekin um nýtt álver. En séð frá bæjardyrum stóriðjuandstæðinga er þessi afstaða hálfvelgja sem engu máli skiptir. Þeir munu veðja á vinstri græna í von um að þeir geti snúið taflinu við. Samfylkingin á erfitt með að losna úr klemmunni. Snúist hún á sveif með ríkisstjórninni tapar hún enn frekar tiltrú líklegra kjósenda sinna á vinstri vængnum og meðal ungs fólks. Fylgi hún hinni einföldu stefnu vinstri grænna er sennilegt að margir kjósendur á miðjunni treysti henni ekki lengur. Meðalvegurinn verður vandrataður. Vinstri grænir munu áreiðanlega uppskera vel þegar talið verður upp úr kjörkössunum og þess mun líklega gæta þegar í sveitarstjórnarkosningunum í vor, einkum á landsbyggðinni. En sá böggull fylgir skammrifi að þeir verða einangraðir og áhrifalausir sem fyrr. Varnarmálin eyðilögðu fyrir Alþýðubandalaginu um árabil og stóriðjumálin munu á sama hátt spilla samstarfi vinstri grænna og annarra flokka. " --- --- --- Annars spyr maður hvort við séum að stefna í þingkosningar að ári þar sem gefnar verða út ávísanir á álver til vinstri og hægri með tilheyrandi fyrirheitum um stórkostlegan uppgang í byggðarlögum - án þess þó að neinn taki endanlega af skarið hvar þau eigi að vera. Það er pínu hrollvekjandi tilhugsun. Kenningin segir reyndar að Framsóknarflokkurinn ætli að reyna að komast upp með að gera sem minnst fram að þingkosningum. Eftir storma og stórsjói undanfarinna ára þyki honum best að halda sig til hlés, forðast öll umdeild mál, en auglýsa svo hressilega fyrir kosningar að vanda. --- --- --- Sindri Guðjónsson, sjálfstæðismaður á Akureyri, skrifar pistil í vefritið Íhald og kvartar undan því að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn einhvers konar krataflokkur - og ekki bara vegna þess að kratarnir Sigbjörn Gunnarsson og Oktavía Jóhannesdóttir eru komin í framboð fyrir flokkinn í bænum. Nei, Sindri horfir á stefnumál flokksmanna á Akureyri og kemst að þeirri niðurstöðu ekki fari mikið fyrir hægri sjónarmiðum:"Stefnumálin eru misjöfn, og hér koma nokkur dæmi: Hið opinbera á að skaffa stóriðju, stofnanir og stjórnsýslu til Akureyrar. (Stofnanir mega vera á Akureyri fyrir mér, en best væri auðvitað að leggja sem flestar af þeim niður.) Leikskólar eiga að vera ,,gjaldfrjálsir" (sem þýðir á manna máli að það lendir á þeim sem ekki nýta leikskólanna að borga fyrir þjónustuna), sumir tala um umhverfismál, skipulagsmál og góða skóla, og þeir betri jafnvel um valfrelsi í skólamálum. Heitasta málið er að sjálfsögðu loforð um félagslegar úrbætur fyrir aldraða. Það má gera vel við aldraða, en hvar eru hægri áherslunnar? Einu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn nú sagður vera til hægri." --- --- --- Morgunblaðið er sífellt að hamra á því að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að halda sig á miðjunni í borgarstjórnarkosningunum í vor. Og flokkurinn virðist ætla að feta þá braut. Frambjóðendurnir klæðast kápu félagshyggjunnar - nú síðast taka þeir ekki ólíklega í að bjóða ókeypis skólamáltíðir. Þannig stefnir í að kosningarnar í vor snúist um félagsleg yfirboð - gæti að sönnu orðið forvitnilegt að sjá. Morgunblaðið fjallar um fylgisaukningu Sjálfstæðisflokksins, greinir hana skarplega, en forðast þó eins og heitan eldinn að nefna sennilegustu ástæðuna fyrir því að flokkurinn hefur rétt úr kútnum - stífluna sem losnaði þegar Davíð Oddsson hvarf í Seðlabankann. Kveðjuræða Davíðs á landsfundinum í haust var dæmgerð fyrir það sem hafði hrjáð flokkinn síðustu árin undir forystu hans, full af beiskju og smásálarlegri heift. Hún var algjör lokapunktur. Salurinn átti í mestu erfiðleikum með að klappa fyrir henni. Eftir þetta hafa gamlir kjósendur verið að snúa aftur - og nýjir bæst við. --- --- --- Ein meginlína Baugsmanna í málaferlunum hefur verið að ákærurnar séu að undirlagi stjórnmálamanna, þetta sé plott gegn þeim - sem felur þá óhjákvæmilega í sér að réttarkerfið á Íslandi sé gerspillt. Þetta hefur endurómað bæði í Fréttablaðinu og DV. Nú er Þorsteinn Pálsson að taka við Fréttablaðinu. Er líklegt að hann, fyrrverandi dómsmálaráðherra, taki undir þessi sjónarmið?
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun