Sorpblöð og óvelkomin starfsemi 22. janúar 2006 19:05 Einkennileg þessi hugsjón fámenns hóps að koma hér upp sorpblaðamennsku í anda þess sem gerist verst í útlöndum. Líkt og ekkert menningarsamfélag geti verið án hennar. Þeir þráast enn við núverandi og fyrrverandi blaðamenn DV, tala um múgsefjun í sinn garð, fólk hafi barasta ekki skilið hvað þeir voru að gera samfélaginu mikið gagn. Þetta nefnist bunkerhugarfar - kemur einna helst upp í hópum karlmanna á vissum aldri. Þeir sem eru í byrginu forherðast yfirleitt þegar sprengjurnar druna fyrir utan; stappandi í hvern annan stálinu að hugmyndin hafi nú verið mjög góð. --- --- --- Í Bretlandi er sorpblaðamennskan hvað ruddalegust. Við höfum tvö nýleg dæmi, bæði úr sama blaði - News of the World. Það er almennt talið botninn í blaðamennsku. Annað er um landsliðsþjálfara Bretlands, Sven Göran Eriksson. Hann var leiddur í gildru af blaðamanni News of the World sem fór í dulargervi arabísks olíufursta. Sagði ýmislegt um fótboltann sem hann hefði átt að láta eiga sig. Kannski er Eriksson kjáni? En hvers konar fjölmiðill birtir fréttir sem er aflað með þessum hætti? Hitt eru fréttir um Mark Oaten, stjórnmálamann úr Frjálslynda flokknum, sem átti í ástarsambandi við karlmann. Fréttin um hann birtist líka í News of the World. Oaten er kvæntur, tveggja barna faðir. Þetta er ábyggilega hið hryggilegasta mál fyrir fjölskyldu hans. En hvað það kemur öðru fólki við er alveg óskiljanlegt. Svona blöð gera ekki annað en að eitra samfélagið, ala á hnýsni og grimmd. --- --- --- Í Fréttablaðinu í morgun er sagt frá þekktum athafnamanni sem á að hafa gert sig sekan um fjársvik. Menn bíða sjálfsagt eftir því að DV birti nafn hans. Langar mig að vita það? Kannski. En þarf ég að vita það? Nei. Líður mér betur ef ég veit það? Nei. Er eitthvað hæft í þeirri röksemd að verði að birta nafnið því annars liggi allir þekktir athafnamenn undir grun. Nei, fjandakornið! --- --- --- Ég hef áður vitnað til greinar sem Guðni Elísson skrifaði um DV í Lesbók Morgunblaðsins. Kenning Guðna er að blaðið hafi skapað sinn eigin veruleika - sem eigi hliðstæðu í skáldsögum Mikaels Torfasonar og Illuga Jökulssonar. Blaðið er semsagt í aðra röndina skáldverk. Guðni skrifar: "Sem ritstjórar DV lögðu Illugi Jökulsson og Mikael Torfason grunn að þeirri ofbeldisvæðingu íslensks veruleika sem flestir lesendur blaðsins þekktu fyrst og fremst í skáldskap áður og aðeins af skornum skammti fyrir daga Arnalds Indriðasonar rithöfundar. Í pistli sem ég skrifaði fyrir réttum tveimur árum varaði ég við tilraunum í þá átt að hryllingsvæða íslenskan veruleika á síðum fjölmiðlanna og sagði: "Þó má vel vera að með tímanum verði þetta nýja frásagnarmynstur réttmæt og viðurkennd leið til að heimfæra reynslu okkar upp á veruleikann. En þá hefur mannskilningur okkar og þjóðarvitund breyst í leiðinni." Þessi orð mín ber ekki að skilja sem svo að ofbeldi hafi ekki verið til á Íslandi fyrir daga DV, heldur fremur að veruleiki íslensks ofbeldis birtist okkur í brenglaðri mynd vegna frásagnarformsins sem tíðkast á síðum blaðsins og er ekki svo frábrugðið skáldskapartilburðum ritstjóranna tveggja sem lýst var hér að framan. DV er konsept - blaðið er fyrir fram hannaður veruleikapakki. Allir þeir atburðir sem blaðið greinir frá, raunverulegir sem tilbúnir, eru felldir að þeirri veruleikasýn sem blaðið vill miðla. Í meðförum DV fær ofbeldi því ákveðið svipmót og í umræðunni um sannleikskröfu Jónasar Kristjánssonar ritstjóra (en hans sérstaka hlutverk var að siðvæða frásagnarstílinn) vill það gleymast að ekki er hægt að ræða sannleiksgildi frásagnar án þess að horft sé til þess hvernig hún er sögð. Því hef ég alltaf nálgast þetta blað á sama hátt og heimildargildi raunveruleikasjónvarps." --- --- --- Hann er efni í skáldsögu eða kvikmynd mórallinn sem grípur um sig í hverfum þegar er von á óvelkominni starfsemi. Grafarvogsbúar mótmæla því að fá bálstofu í hverfið til sín. Maður sér í anda hvernig ösku hinna dauðu rignir yfir húsin og allt fyllist af lykt. Presturinn í hverfinu reynir að malda í móinn, segir að dauðinn sé hluti af lífinu - en kannski er hann það ekki í úthverfinu. Annars minnir þetta á duftkirkjugarðinn sem borgarstjórnin setti niður í Öskjuhlíð. Þar birtist annað hugarfar. Dufker hinna látnu verða grafin á einhverjum besta stað í bæjarlandinu, en lifendur verða að finna sér húsnæði uppi á heiðum. --- --- --- Merkilegt að við skulum nú vera að fara annan hring í umræðunni um hvort skattar hafi hækkað á Íslandi. Þetta er stórhættuleg umræða því undireins og hún hefst stökkva fram stjórnmálamenn sem reyna að drepa málinu á dreif, rugla og blekkja. Ég áræddi þó að nefna þetta í þætti mínum í dag þar sem meðal annars var Guðmundur Ólafsson hagfræðingur - sem fór á kostum. Hann sýndi fram á það svart á hvítu hvernig skattbyrðin hefur aukist. Og það kom líka fram hvernig hún hefur lagst þyngra á láglaunafólk en þá sem hærri hafa launin, rétt eins og Stefán Ólafsson hefur verið að segja. Er ekki allt í lagi að fara að viðurkenna staðreyndir? Hefja svo umræðuna út frá þeim. Kannski viljum við bara hafa þetta svona? --- --- --- Það er gaman að fá ný og óvænt andlit í pólitíkina - fólk sem maður vissi ekki einu sinni að hefði áhuga á stjórnmálum. Þannig gleðst maður yfir árangri Ásthildar Helgadóttur hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi, Sifjar Sigfúsdóttur í Reykjavík og eins á ég von á að Oddnýju Sturludóttur vegni vel í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Stundum getur verið kostur að vera ekki alinn upp í flokkunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun
Einkennileg þessi hugsjón fámenns hóps að koma hér upp sorpblaðamennsku í anda þess sem gerist verst í útlöndum. Líkt og ekkert menningarsamfélag geti verið án hennar. Þeir þráast enn við núverandi og fyrrverandi blaðamenn DV, tala um múgsefjun í sinn garð, fólk hafi barasta ekki skilið hvað þeir voru að gera samfélaginu mikið gagn. Þetta nefnist bunkerhugarfar - kemur einna helst upp í hópum karlmanna á vissum aldri. Þeir sem eru í byrginu forherðast yfirleitt þegar sprengjurnar druna fyrir utan; stappandi í hvern annan stálinu að hugmyndin hafi nú verið mjög góð. --- --- --- Í Bretlandi er sorpblaðamennskan hvað ruddalegust. Við höfum tvö nýleg dæmi, bæði úr sama blaði - News of the World. Það er almennt talið botninn í blaðamennsku. Annað er um landsliðsþjálfara Bretlands, Sven Göran Eriksson. Hann var leiddur í gildru af blaðamanni News of the World sem fór í dulargervi arabísks olíufursta. Sagði ýmislegt um fótboltann sem hann hefði átt að láta eiga sig. Kannski er Eriksson kjáni? En hvers konar fjölmiðill birtir fréttir sem er aflað með þessum hætti? Hitt eru fréttir um Mark Oaten, stjórnmálamann úr Frjálslynda flokknum, sem átti í ástarsambandi við karlmann. Fréttin um hann birtist líka í News of the World. Oaten er kvæntur, tveggja barna faðir. Þetta er ábyggilega hið hryggilegasta mál fyrir fjölskyldu hans. En hvað það kemur öðru fólki við er alveg óskiljanlegt. Svona blöð gera ekki annað en að eitra samfélagið, ala á hnýsni og grimmd. --- --- --- Í Fréttablaðinu í morgun er sagt frá þekktum athafnamanni sem á að hafa gert sig sekan um fjársvik. Menn bíða sjálfsagt eftir því að DV birti nafn hans. Langar mig að vita það? Kannski. En þarf ég að vita það? Nei. Líður mér betur ef ég veit það? Nei. Er eitthvað hæft í þeirri röksemd að verði að birta nafnið því annars liggi allir þekktir athafnamenn undir grun. Nei, fjandakornið! --- --- --- Ég hef áður vitnað til greinar sem Guðni Elísson skrifaði um DV í Lesbók Morgunblaðsins. Kenning Guðna er að blaðið hafi skapað sinn eigin veruleika - sem eigi hliðstæðu í skáldsögum Mikaels Torfasonar og Illuga Jökulssonar. Blaðið er semsagt í aðra röndina skáldverk. Guðni skrifar: "Sem ritstjórar DV lögðu Illugi Jökulsson og Mikael Torfason grunn að þeirri ofbeldisvæðingu íslensks veruleika sem flestir lesendur blaðsins þekktu fyrst og fremst í skáldskap áður og aðeins af skornum skammti fyrir daga Arnalds Indriðasonar rithöfundar. Í pistli sem ég skrifaði fyrir réttum tveimur árum varaði ég við tilraunum í þá átt að hryllingsvæða íslenskan veruleika á síðum fjölmiðlanna og sagði: "Þó má vel vera að með tímanum verði þetta nýja frásagnarmynstur réttmæt og viðurkennd leið til að heimfæra reynslu okkar upp á veruleikann. En þá hefur mannskilningur okkar og þjóðarvitund breyst í leiðinni." Þessi orð mín ber ekki að skilja sem svo að ofbeldi hafi ekki verið til á Íslandi fyrir daga DV, heldur fremur að veruleiki íslensks ofbeldis birtist okkur í brenglaðri mynd vegna frásagnarformsins sem tíðkast á síðum blaðsins og er ekki svo frábrugðið skáldskapartilburðum ritstjóranna tveggja sem lýst var hér að framan. DV er konsept - blaðið er fyrir fram hannaður veruleikapakki. Allir þeir atburðir sem blaðið greinir frá, raunverulegir sem tilbúnir, eru felldir að þeirri veruleikasýn sem blaðið vill miðla. Í meðförum DV fær ofbeldi því ákveðið svipmót og í umræðunni um sannleikskröfu Jónasar Kristjánssonar ritstjóra (en hans sérstaka hlutverk var að siðvæða frásagnarstílinn) vill það gleymast að ekki er hægt að ræða sannleiksgildi frásagnar án þess að horft sé til þess hvernig hún er sögð. Því hef ég alltaf nálgast þetta blað á sama hátt og heimildargildi raunveruleikasjónvarps." --- --- --- Hann er efni í skáldsögu eða kvikmynd mórallinn sem grípur um sig í hverfum þegar er von á óvelkominni starfsemi. Grafarvogsbúar mótmæla því að fá bálstofu í hverfið til sín. Maður sér í anda hvernig ösku hinna dauðu rignir yfir húsin og allt fyllist af lykt. Presturinn í hverfinu reynir að malda í móinn, segir að dauðinn sé hluti af lífinu - en kannski er hann það ekki í úthverfinu. Annars minnir þetta á duftkirkjugarðinn sem borgarstjórnin setti niður í Öskjuhlíð. Þar birtist annað hugarfar. Dufker hinna látnu verða grafin á einhverjum besta stað í bæjarlandinu, en lifendur verða að finna sér húsnæði uppi á heiðum. --- --- --- Merkilegt að við skulum nú vera að fara annan hring í umræðunni um hvort skattar hafi hækkað á Íslandi. Þetta er stórhættuleg umræða því undireins og hún hefst stökkva fram stjórnmálamenn sem reyna að drepa málinu á dreif, rugla og blekkja. Ég áræddi þó að nefna þetta í þætti mínum í dag þar sem meðal annars var Guðmundur Ólafsson hagfræðingur - sem fór á kostum. Hann sýndi fram á það svart á hvítu hvernig skattbyrðin hefur aukist. Og það kom líka fram hvernig hún hefur lagst þyngra á láglaunafólk en þá sem hærri hafa launin, rétt eins og Stefán Ólafsson hefur verið að segja. Er ekki allt í lagi að fara að viðurkenna staðreyndir? Hefja svo umræðuna út frá þeim. Kannski viljum við bara hafa þetta svona? --- --- --- Það er gaman að fá ný og óvænt andlit í pólitíkina - fólk sem maður vissi ekki einu sinni að hefði áhuga á stjórnmálum. Þannig gleðst maður yfir árangri Ásthildar Helgadóttur hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi, Sifjar Sigfúsdóttur í Reykjavík og eins á ég von á að Oddnýju Sturludóttur vegni vel í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Stundum getur verið kostur að vera ekki alinn upp í flokkunum.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun