Menn eru svona og svona 29. desember 2006 14:00 Einar Kárason Í kvöld verður fyrsti flutningur á Landnámssetrinu í Borgarnesi á dagskrá – söngatriði með spjalli eða eintali með innskotum og tónlist – þar sem KK og Einar Kárason rifja upp feril þess fyrrnefnda. Þar byggja þeir á samstarfi sínu fyrir nokkrum misserum þegar Einar skráði sögu KK, Þangað sem vindurinn blæs. Landnámssetrið varð til í Borgarnesi að frumkvæði Kjartans Ragnarssonar, leikstjóra og leikritaskálds, og Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur, leikstjóra og fréttakonu. Þar hafa þegar verið settar upp nokkrar sýningar, en tilgangurinn með setrinu er að segja sögu landnáms hér á landi með sýningahaldi og lifandi sagnahefð íslenskra fornbókmennta. Saga KK er með vissum hætti ný Íslendingasaga: Einar segist hafa dregið fjölskyldusögu hans og þeirra systkina aðallega upp úr bróður hans og hún sé miklu lengri í bókinni en hún verður þennan klukkutíma sem Einar stendur fyrir í Setrinu. Um annan klukkutíma til sér KK, en þar bætir í sögu Einars að nú heyra menn tóndæmi, lög og stef úr þroskasögu KK. Sagan hefst þegar foreldra KK taka sig upp og flytja til Ameríku 1956 og henni lýkur tveimur áratugum síðar þegar KK snýr heim. Þeir sem kunnugir eru hinni makalausu skráningu Einars á þessari örlagasögu þurfa ekki að lesa meir, hinir sem ekki þekkja söguna geta kynnt sér hana af verki þeirra félaga, Þangað sem vindurinn blæs, eða skundað í Borgarnes og heyrt stuttu gerðina í flutningi þeirra félaga. Landnámssetrið er í tveimur samtengdum gömlum húsum í Borgarnesi, Pakkhúsinu sem er frá aldamótunum 1900 sem var geymsla fyrir verslun Jóns á Akri, og Búðarkletti sem var verslunarhús Jóns. Þar eru veitingasalir. Í tengslum við veitingareksturinn og sýningarsali um landnám Skallagríms er aðstaða til minni leiksýninga: þar sýndi Benedikt Erlingsson Egils sögu sína fyrir fullu húsi fram eftir hausti og er væntanlegur aftur að vori, en þangað til munu sagnamenn af guðs náð, KK og Einar Kárason, verma beð og hjörtu með list sinni. KK Kristján Kristjánsson, söngvari og tónlistarmaður. . Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira
Í kvöld verður fyrsti flutningur á Landnámssetrinu í Borgarnesi á dagskrá – söngatriði með spjalli eða eintali með innskotum og tónlist – þar sem KK og Einar Kárason rifja upp feril þess fyrrnefnda. Þar byggja þeir á samstarfi sínu fyrir nokkrum misserum þegar Einar skráði sögu KK, Þangað sem vindurinn blæs. Landnámssetrið varð til í Borgarnesi að frumkvæði Kjartans Ragnarssonar, leikstjóra og leikritaskálds, og Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur, leikstjóra og fréttakonu. Þar hafa þegar verið settar upp nokkrar sýningar, en tilgangurinn með setrinu er að segja sögu landnáms hér á landi með sýningahaldi og lifandi sagnahefð íslenskra fornbókmennta. Saga KK er með vissum hætti ný Íslendingasaga: Einar segist hafa dregið fjölskyldusögu hans og þeirra systkina aðallega upp úr bróður hans og hún sé miklu lengri í bókinni en hún verður þennan klukkutíma sem Einar stendur fyrir í Setrinu. Um annan klukkutíma til sér KK, en þar bætir í sögu Einars að nú heyra menn tóndæmi, lög og stef úr þroskasögu KK. Sagan hefst þegar foreldra KK taka sig upp og flytja til Ameríku 1956 og henni lýkur tveimur áratugum síðar þegar KK snýr heim. Þeir sem kunnugir eru hinni makalausu skráningu Einars á þessari örlagasögu þurfa ekki að lesa meir, hinir sem ekki þekkja söguna geta kynnt sér hana af verki þeirra félaga, Þangað sem vindurinn blæs, eða skundað í Borgarnes og heyrt stuttu gerðina í flutningi þeirra félaga. Landnámssetrið er í tveimur samtengdum gömlum húsum í Borgarnesi, Pakkhúsinu sem er frá aldamótunum 1900 sem var geymsla fyrir verslun Jóns á Akri, og Búðarkletti sem var verslunarhús Jóns. Þar eru veitingasalir. Í tengslum við veitingareksturinn og sýningarsali um landnám Skallagríms er aðstaða til minni leiksýninga: þar sýndi Benedikt Erlingsson Egils sögu sína fyrir fullu húsi fram eftir hausti og er væntanlegur aftur að vori, en þangað til munu sagnamenn af guðs náð, KK og Einar Kárason, verma beð og hjörtu með list sinni. KK Kristján Kristjánsson, söngvari og tónlistarmaður. .
Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira