Jólahugleiðing 16. desember 2006 05:00 Óttist ekki, yður er í dag frelsari fæddur,“ sögðu englarnir við fjárhirðana á Betlehemsvöllum. Veslings fjárhirðarnir voru miður sín af hræðslu, yfir öllum þeim undrum sem voru að gerast í kringum þá, á þeirra vinnustað sem allt hafði farið fram í sátt. Kindurnar þeirra voru þar í góðum haga, auðvitað hafði það kostað þá smá karp við hina hirðana, hvernig skipta átti landinu réttlátlega, svo hver hefði nóg með sína hjörð. Það var allt búið og gert, komin á hefð, sem alltaf er svo mikilvægt að sé fyrir hendi, ef hlutir ætla að rjúka upp í rifrildi yfir smámunum. En nú var friður hversdagsins úti, á venjulegri nóttu fylltist allt af yfirnáttúrlegri birtu, það var rétt eins og himinfestingin ætlaði að bresta, fegurðin og birtan gjörðist ógnvænleg þegar allt í kringum þá fylltist af fólki – ekki aðeins í kringum þá, einnig yfir þeim. Sungið var í röddum og hljóðfæri sem þeir höfðu aldrei heyrt í áður studdu sönginn. Var furða þótt þessir fátæku daglaunamenn hentu sér til jarðar í ofsahræðslu. Þá bættist við rödd af himni, falleg mjúk karlmannsrödd, rétt eins og Kristinn Sigmundsson væri mættur þar með Sinfóníuhljómsveit Íslands + Módettukór Hallgrímskirkju. Og röddin sagði full af umhyggju og ástúð: „Óttist ekki – yður er í dag frelsari fæddur.“ Einhvern veginn finnst mér að Frjálslyndi flokkurinn þurfi á svona rödd að halda. Rödd sem segir okkur að óttast ekki það stórviðri sem nú skellur á okkur. Við sem vorum svo ánægð með að tilheyra flokki sem á sér hugsjónir, vonir um betra líf hér á Íslandi fyrir þá sem minna mega sín (aldraðir og öryrkjar). Launafólk megi takast í hendur með aðkomufólki frá öðrum löndum um réttlát launakjör fyrir alla. Réttlæti í kvótamálum o.s.frv. Allt í einu skellur á stormur, fólk fer að tala með lítilsvirðingu hvort við annað, fólk í forystunni sem við höfum treyst til að halda fast við hugsjónir okkar. „Óttist ekki“ sagði röddin á Betlehemsvöllum fyrir meir en 2.000 árum. Við skulum minnast þess að þessi sama rödd segir í Biblíunni: „Óttist ekki, ég mun afhjúpa alla hluti, það sem er í myrkrinu mun koma fram í ljósið.“ Einmitt þetta er að gerast í kringum okkur „fátæka smáa“. Við fáum nú að sjá svart á hvítu hverjum í flokksforustunni við eigum að fylgja. Og við vitum að við eigum inni gleðileg jól og farsælt komandi ár, því röddin sem segir okkur að óttast ekki, ber umhyggju fyrir okkur og elskar okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Óttist ekki, yður er í dag frelsari fæddur,“ sögðu englarnir við fjárhirðana á Betlehemsvöllum. Veslings fjárhirðarnir voru miður sín af hræðslu, yfir öllum þeim undrum sem voru að gerast í kringum þá, á þeirra vinnustað sem allt hafði farið fram í sátt. Kindurnar þeirra voru þar í góðum haga, auðvitað hafði það kostað þá smá karp við hina hirðana, hvernig skipta átti landinu réttlátlega, svo hver hefði nóg með sína hjörð. Það var allt búið og gert, komin á hefð, sem alltaf er svo mikilvægt að sé fyrir hendi, ef hlutir ætla að rjúka upp í rifrildi yfir smámunum. En nú var friður hversdagsins úti, á venjulegri nóttu fylltist allt af yfirnáttúrlegri birtu, það var rétt eins og himinfestingin ætlaði að bresta, fegurðin og birtan gjörðist ógnvænleg þegar allt í kringum þá fylltist af fólki – ekki aðeins í kringum þá, einnig yfir þeim. Sungið var í röddum og hljóðfæri sem þeir höfðu aldrei heyrt í áður studdu sönginn. Var furða þótt þessir fátæku daglaunamenn hentu sér til jarðar í ofsahræðslu. Þá bættist við rödd af himni, falleg mjúk karlmannsrödd, rétt eins og Kristinn Sigmundsson væri mættur þar með Sinfóníuhljómsveit Íslands + Módettukór Hallgrímskirkju. Og röddin sagði full af umhyggju og ástúð: „Óttist ekki – yður er í dag frelsari fæddur.“ Einhvern veginn finnst mér að Frjálslyndi flokkurinn þurfi á svona rödd að halda. Rödd sem segir okkur að óttast ekki það stórviðri sem nú skellur á okkur. Við sem vorum svo ánægð með að tilheyra flokki sem á sér hugsjónir, vonir um betra líf hér á Íslandi fyrir þá sem minna mega sín (aldraðir og öryrkjar). Launafólk megi takast í hendur með aðkomufólki frá öðrum löndum um réttlát launakjör fyrir alla. Réttlæti í kvótamálum o.s.frv. Allt í einu skellur á stormur, fólk fer að tala með lítilsvirðingu hvort við annað, fólk í forystunni sem við höfum treyst til að halda fast við hugsjónir okkar. „Óttist ekki“ sagði röddin á Betlehemsvöllum fyrir meir en 2.000 árum. Við skulum minnast þess að þessi sama rödd segir í Biblíunni: „Óttist ekki, ég mun afhjúpa alla hluti, það sem er í myrkrinu mun koma fram í ljósið.“ Einmitt þetta er að gerast í kringum okkur „fátæka smáa“. Við fáum nú að sjá svart á hvítu hverjum í flokksforustunni við eigum að fylgja. Og við vitum að við eigum inni gleðileg jól og farsælt komandi ár, því röddin sem segir okkur að óttast ekki, ber umhyggju fyrir okkur og elskar okkur.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun