Búlgarska sinfóníuhljómsveitin í íslenskri bíómynd 14. desember 2006 09:30 Þorvaldur Bjarni fær sinfóníuhljómsveit Búlgaríu til að leika tónverkið sem samið er fyrir Astrópíu. „Ég er ennþá að, fer í nótt og er umvafinn nótnapappír í hljóðverinu," segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem er í óða önn að leggja lokhönd á tónverk sitt fyrir kvikmyndina Astrópíu. Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu mun leika undir í myndinni. Þorvaldur segir það vissulega súrt í broti að geta ekki nýtt sér Sinfóníuhljómsveit Íslands en tækifærin séu einfaldlega ekki fyrir hendi og verðið sé of hátt. „Ég hef verið að ýta á menntamálaráðherrann að láta einhverjar vikur á ári fara í kvikmyndaiðnaðinn þannig að þeir geti nýtt sér krafta sveitarinnar fyrir kvikmyndatónlist sína," útskýrir Þorvaldur. „Enda er Sinfónían ríkistyrkt batterí," bætir hann við. „Ekki þar fyrir að Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu er einhver sú besta í heimi og verðmiðinn á henni er ekki hár," segir Þorvaldur og hlær. Kvikmyndin Astrópía fjallar um unga stúlku sem þarf óvænt að standa á eigin fótum þegar kærasti hennar er sendur í steininn. Hún fær sér vinnu í nördabúð og þar taka hlutirnir óvænta stefnu. Með aðalhlutverkin fara þau Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon, Snorri Engilbertsson og Sverrir Þór Sverrisson en leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson. Tónlist leikur stórt hlutverk í ævintýramyndum á borð við Astrópíu og þarf vart annað en að líta til snilldarverka Howard Shore fyrir hinar geysivinsælu kvikmyndir um Hringadrottinssögu eftir Peter Jackson. Þorvaldur viðurkennir líka að ekki hefði verið hægt að fara útí slíkar tónsmíðar án þess að kynna sér verk Shore. „Ég hef líka verið að hlusta á Stravinski sem er mjög góður í að búa til dramatíska spennutónlist og skapa grafískan hljóðvegg," útskýrir Þorvaldur sem augljóslega hefur mikla ástríðu fyrir gerð þessarar tónlistar. Þorvaldur segir kvikmyndatónlist vera síður en svo auðvelda í smíðum, í reynd sé hún það erfiðasta sem tónskáld fást við hverju sinni. „Maður verður að hugsa um hvert hljóðfæri sem einstakling. Þetta er svona svipað eins og spinna köngulóarvef," segir Þorvaldur og í bakgrunni má heyra dramatíska tóna sem vafalítið fá að hljóma undir þegar ævintýrin banka uppá í kvikmyndinni. Astrópía. Ævintýrin banka uppá hjá ungri stúlku eftir að hún fer að vinna í nördabúð. . Leikstjórinn Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir Astrópíu og verður Þorvaldi Bjarna innan handar þegar þeir hefja störf við gerð tónlistarinar. . Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Ég er ennþá að, fer í nótt og er umvafinn nótnapappír í hljóðverinu," segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem er í óða önn að leggja lokhönd á tónverk sitt fyrir kvikmyndina Astrópíu. Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu mun leika undir í myndinni. Þorvaldur segir það vissulega súrt í broti að geta ekki nýtt sér Sinfóníuhljómsveit Íslands en tækifærin séu einfaldlega ekki fyrir hendi og verðið sé of hátt. „Ég hef verið að ýta á menntamálaráðherrann að láta einhverjar vikur á ári fara í kvikmyndaiðnaðinn þannig að þeir geti nýtt sér krafta sveitarinnar fyrir kvikmyndatónlist sína," útskýrir Þorvaldur. „Enda er Sinfónían ríkistyrkt batterí," bætir hann við. „Ekki þar fyrir að Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu er einhver sú besta í heimi og verðmiðinn á henni er ekki hár," segir Þorvaldur og hlær. Kvikmyndin Astrópía fjallar um unga stúlku sem þarf óvænt að standa á eigin fótum þegar kærasti hennar er sendur í steininn. Hún fær sér vinnu í nördabúð og þar taka hlutirnir óvænta stefnu. Með aðalhlutverkin fara þau Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon, Snorri Engilbertsson og Sverrir Þór Sverrisson en leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson. Tónlist leikur stórt hlutverk í ævintýramyndum á borð við Astrópíu og þarf vart annað en að líta til snilldarverka Howard Shore fyrir hinar geysivinsælu kvikmyndir um Hringadrottinssögu eftir Peter Jackson. Þorvaldur viðurkennir líka að ekki hefði verið hægt að fara útí slíkar tónsmíðar án þess að kynna sér verk Shore. „Ég hef líka verið að hlusta á Stravinski sem er mjög góður í að búa til dramatíska spennutónlist og skapa grafískan hljóðvegg," útskýrir Þorvaldur sem augljóslega hefur mikla ástríðu fyrir gerð þessarar tónlistar. Þorvaldur segir kvikmyndatónlist vera síður en svo auðvelda í smíðum, í reynd sé hún það erfiðasta sem tónskáld fást við hverju sinni. „Maður verður að hugsa um hvert hljóðfæri sem einstakling. Þetta er svona svipað eins og spinna köngulóarvef," segir Þorvaldur og í bakgrunni má heyra dramatíska tóna sem vafalítið fá að hljóma undir þegar ævintýrin banka uppá í kvikmyndinni. Astrópía. Ævintýrin banka uppá hjá ungri stúlku eftir að hún fer að vinna í nördabúð. . Leikstjórinn Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir Astrópíu og verður Þorvaldi Bjarna innan handar þegar þeir hefja störf við gerð tónlistarinar. .
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira