Clint og Drottningin verðlaunuð 12. desember 2006 16:00 The queen fékk fjögur verðlaun í heildina, meðal annars fyrir bestu leikkonu og besta handrit. Kvikmyndin Letters From Iwo Jima eftir Clint Eastwood var valin kvikmynd ársins af Samtökum gagnrýnenda í Los Angeles, en þeirra árlega verðlaunaafhending fór fram um helgina. Verðlaunin þykja gefa góða vísbendingu um hvaða kvikmyndir það verði sem lenda efst á blaði þegar kemur að því að velja Óskarsverðlaunin og því fygldust margir spenntir með. Letters from Iwo Jima fjallar um seinni heimsstyrjöldina frá sjónarhorni Japana, hún er næstum því öll á japönsku og var einnig tilnefnd sem besta erlenda kvikmyndin. Það var kvikmyndin The Queen sem lenti í öðru sæti, en hún var einnig atkvæðamikil á afhendingunni og sópaði til sín fjórum verðlaunum allt í allt, meðal annars fékk Helen Mirren verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki og Peter Morgan fyrir besta handrit. Það vakti mikla athygli að Letter from Iwo Jima hafi þótt besta myndin en í flokknum var einnig myndin FLags of Our Fathers, sem líka er eftir Eastwood og var eins og margir muna tekin að stórum hluta upp hér á landi. Besti leikstjórinn var valinn Paul Greengras fyrir kvikmyndina United 93 og í öðru sæti var Eastwood sjálfur fyrir stríðsmyndirnar tvær. Óvæntasti verðlaunahafi hátíðarinnar var án nokkurs vafa leikarinn Sacha Baron Cohen, en hann var valinn besti leikari ársins fyrir persónu sína Borat, en verðlaunum deildi hann með Íslandsvininum Forrest Whitaker, en hann þykir skara fram úr fyrir túlkun sína á Idi Amin Dada í kvikmyndinni The Last King of Scotland. Besta erlenda kvikmyndin var valin The Lives of Others eftir Florian Henckel von Donnersmarck, en kvikmyndin Volver eftir Pedrp Almodovar fylgdi fast á hæla hennar. Af öðrum verðlaunum ber að nefna kvikmynd Al Gores An Inconvenient Truth sem sigraði í flokki heimildarmynda og fjölskyldumyndina Happy Feet sem þótti besta teiknimyndin. Þess ber að geta að kvikmyndin Letters from Iwo Jima átti ekki að koma út fyrr en snemma á næsta ári, en forsprakkar Warner Brothers ákváðu í flýti að frumsýna hana núna í desember. Clint Eastwood. Kvikmyndin Letters from Iwo Jima var valin besta mynd, en Flags of Our Fathers sem einnig er eftir Clint var líka tilnefnd. . Baron Sacha Cohen þótti besti leikarinn þetta árið, fyrir persónu sína Borat í samnefndri mynd. . Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndin Letters From Iwo Jima eftir Clint Eastwood var valin kvikmynd ársins af Samtökum gagnrýnenda í Los Angeles, en þeirra árlega verðlaunaafhending fór fram um helgina. Verðlaunin þykja gefa góða vísbendingu um hvaða kvikmyndir það verði sem lenda efst á blaði þegar kemur að því að velja Óskarsverðlaunin og því fygldust margir spenntir með. Letters from Iwo Jima fjallar um seinni heimsstyrjöldina frá sjónarhorni Japana, hún er næstum því öll á japönsku og var einnig tilnefnd sem besta erlenda kvikmyndin. Það var kvikmyndin The Queen sem lenti í öðru sæti, en hún var einnig atkvæðamikil á afhendingunni og sópaði til sín fjórum verðlaunum allt í allt, meðal annars fékk Helen Mirren verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki og Peter Morgan fyrir besta handrit. Það vakti mikla athygli að Letter from Iwo Jima hafi þótt besta myndin en í flokknum var einnig myndin FLags of Our Fathers, sem líka er eftir Eastwood og var eins og margir muna tekin að stórum hluta upp hér á landi. Besti leikstjórinn var valinn Paul Greengras fyrir kvikmyndina United 93 og í öðru sæti var Eastwood sjálfur fyrir stríðsmyndirnar tvær. Óvæntasti verðlaunahafi hátíðarinnar var án nokkurs vafa leikarinn Sacha Baron Cohen, en hann var valinn besti leikari ársins fyrir persónu sína Borat, en verðlaunum deildi hann með Íslandsvininum Forrest Whitaker, en hann þykir skara fram úr fyrir túlkun sína á Idi Amin Dada í kvikmyndinni The Last King of Scotland. Besta erlenda kvikmyndin var valin The Lives of Others eftir Florian Henckel von Donnersmarck, en kvikmyndin Volver eftir Pedrp Almodovar fylgdi fast á hæla hennar. Af öðrum verðlaunum ber að nefna kvikmynd Al Gores An Inconvenient Truth sem sigraði í flokki heimildarmynda og fjölskyldumyndina Happy Feet sem þótti besta teiknimyndin. Þess ber að geta að kvikmyndin Letters from Iwo Jima átti ekki að koma út fyrr en snemma á næsta ári, en forsprakkar Warner Brothers ákváðu í flýti að frumsýna hana núna í desember. Clint Eastwood. Kvikmyndin Letters from Iwo Jima var valin besta mynd, en Flags of Our Fathers sem einnig er eftir Clint var líka tilnefnd. . Baron Sacha Cohen þótti besti leikarinn þetta árið, fyrir persónu sína Borat í samnefndri mynd. .
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira