Aumur blettur í frístundamálum? 29. nóvember 2006 05:00 Þau eru merkileg viðbrögð sumra framsóknarmanna við litlu viðtali sem Fréttablaðið birti í gær við Dofra Hermannsson, varaborgarfulltrúa og föður barns á biðlista eftir plássi á frístundaheimili í Grafarvoginum. Netmiðlaskríbentar flokksins hófu strax stórsókn eftir því sem mér er tjáð og foringinn í borgarstjórn svarar fyrir sig á tveimur stöðum í Fréttablaðinu í dag. Það er út af fyrir sig skiljanlegt að sumir framsóknarmenn séu aumir fyrir ábendingum af því tagi að hundruð barna hafi verið á biðlista í haust. Það vill svo til að ástandið hefur verið verst í Grafarvoginum, en þar hefur Dofri og fleiri foreldrar verið ötulir í því að reyna að finna leiðir til að leysa úr og meðal annars tekið upp hugmynd sem áður hafði verið rætt um sem bráðabirgðalausn fyrir þá sem ekki þurfa fulla vistun. Dofri á skilið lof fyrir innlegg sitt í þeirri baráttu sem fulltrúar Samfylkingar áréttuðu í íþrótta- og tómstundaráði og skilaði sér m.a. í því að starfsmenn ÍTR fóru þessa leið. Fyrir vikið hefur m.a. tekist að vinna á biðlistanum. Ég get alveg tekið undir það að það er ánægjulegt að nú í nóvember fór tala þeirra barna sem eru á biðlista undir þá tölu sem var um svipað leyti í fyrra. Fram að því var fjöldi barna á biðlista mun meiri. Vandi foreldra og barna sem ekki fá umbeðin pláss getur verið talsverður. Fram hefur komið að þriðjungur barna sem ekki hefur fengið vistun er einn heima sem ekki er gott. Það vita allir í hverju vandinn liggur. Það vantar starfsfólk. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, beitti sér fyrir launahækkun þessa starfsfólks. Sú aðgerð hefur án efa haft talsvert að segja. Það er hins vegar eftirtektarvert að sjálfstæðismenn hafast lítið að í ljósi þess að fulltrúar þeirra í borgarstjórn fyrir ári fóru nánast hamförum yfir stöðunni sem þá var í biðlistamálum og gáfu í skyn að það væri lítið mál að eyða biðlistum, bara ef þeir fengju að stjórna. Reynslan sýnir nú annað ef litið er á biðlista eftir plássum á dagheimili og frístundaheimili. Það er svo athyglisvert út af fyrir sig að nýverið samþykktu framsóknarmenn og sjálfstæðismenn hækkun á ýmsum gjöldum upp á 8,8%, meðal annars fyrir frístundaheimili. Þetta er meiri hækkun en mér sýnist hægt að réttlæta út frá almennum verðlagsbreytingum. Það var reyndar athyglisvert að á síðasta fundi vissu fulltrúar meirihlutans í ÍTR ekki hvernig þessi tala væri til fundin. Þetta væru einungis boð úr Ráðhúsinu. Og þau boð rýra kjör þeirra foreldra sem þurfa að borga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þau eru merkileg viðbrögð sumra framsóknarmanna við litlu viðtali sem Fréttablaðið birti í gær við Dofra Hermannsson, varaborgarfulltrúa og föður barns á biðlista eftir plássi á frístundaheimili í Grafarvoginum. Netmiðlaskríbentar flokksins hófu strax stórsókn eftir því sem mér er tjáð og foringinn í borgarstjórn svarar fyrir sig á tveimur stöðum í Fréttablaðinu í dag. Það er út af fyrir sig skiljanlegt að sumir framsóknarmenn séu aumir fyrir ábendingum af því tagi að hundruð barna hafi verið á biðlista í haust. Það vill svo til að ástandið hefur verið verst í Grafarvoginum, en þar hefur Dofri og fleiri foreldrar verið ötulir í því að reyna að finna leiðir til að leysa úr og meðal annars tekið upp hugmynd sem áður hafði verið rætt um sem bráðabirgðalausn fyrir þá sem ekki þurfa fulla vistun. Dofri á skilið lof fyrir innlegg sitt í þeirri baráttu sem fulltrúar Samfylkingar áréttuðu í íþrótta- og tómstundaráði og skilaði sér m.a. í því að starfsmenn ÍTR fóru þessa leið. Fyrir vikið hefur m.a. tekist að vinna á biðlistanum. Ég get alveg tekið undir það að það er ánægjulegt að nú í nóvember fór tala þeirra barna sem eru á biðlista undir þá tölu sem var um svipað leyti í fyrra. Fram að því var fjöldi barna á biðlista mun meiri. Vandi foreldra og barna sem ekki fá umbeðin pláss getur verið talsverður. Fram hefur komið að þriðjungur barna sem ekki hefur fengið vistun er einn heima sem ekki er gott. Það vita allir í hverju vandinn liggur. Það vantar starfsfólk. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, beitti sér fyrir launahækkun þessa starfsfólks. Sú aðgerð hefur án efa haft talsvert að segja. Það er hins vegar eftirtektarvert að sjálfstæðismenn hafast lítið að í ljósi þess að fulltrúar þeirra í borgarstjórn fyrir ári fóru nánast hamförum yfir stöðunni sem þá var í biðlistamálum og gáfu í skyn að það væri lítið mál að eyða biðlistum, bara ef þeir fengju að stjórna. Reynslan sýnir nú annað ef litið er á biðlista eftir plássum á dagheimili og frístundaheimili. Það er svo athyglisvert út af fyrir sig að nýverið samþykktu framsóknarmenn og sjálfstæðismenn hækkun á ýmsum gjöldum upp á 8,8%, meðal annars fyrir frístundaheimili. Þetta er meiri hækkun en mér sýnist hægt að réttlæta út frá almennum verðlagsbreytingum. Það var reyndar athyglisvert að á síðasta fundi vissu fulltrúar meirihlutans í ÍTR ekki hvernig þessi tala væri til fundin. Þetta væru einungis boð úr Ráðhúsinu. Og þau boð rýra kjör þeirra foreldra sem þurfa að borga.
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar