Meðferð átröskunarsjúklinga 29. nóvember 2006 05:00 Í sjónvarpsþættinum 6 til sjö á Skjá einum hinn 14. nóvember sl. var viðtal við tvær ungar konur sem veita átröskunarsjúklingum og aðstandendum þeirra ráðgjöf. Í þættinum kölluðu þær eftir fjármagni til samtaka sinna til að geta sinnt starfi sínu og sögðu að það ríkti neyðarástand í málefnum átröskunarsjúklinga hérlendis. Í viðtalinu kom fram að litlu fjármagni hefði verið veitt til málaflokksins af hálfu ríkisins, að biðlistar eftir meðferð væru fyrir átröskunarsjúklinga hjá ríkinu, að þeirri meðferð væri mjög ábótavant og ætti ekki að fara fram á geðdeild nema sem síðasta úrræðið. Hvað varðar þjónustu við einstaklinga með lystarstol (anorexia nervosa) og lotugræðgi (bulimia nervosa) á geðdeild LSH finnum við okkur knúnar til að leiðrétta ofangreindar fullyrðingar. Átröskunarteymi LSH hefur starfað frá upphafi árs 2001. Í því eru geðlæknir, félagsráðgjafi, sálfræðingur, næringarfræðingur, listmeðferðarfræðingur, hjúkrunarfræðingar og stuðningsfulltrúar. Félagsráðgjafi og annar af tveimur hjúkrunarfræðingum eru líka fjölskyldufræðingar. Ofangreindar fagstéttir hafa undanfarin ár unnið að sérþekkingu á átröskunarsjúkdómum sem eru skilyrði fyrir góðri greiningar- og meðferðarvinnu. Á þessu ári var fjármagni veitt í málaflokkinn sem hefur orðið til þess að frá marsmánuði hefur verið starfrækt sértæk göngu- og dagdeild fyrir átröskunarsjúklinga á göngudeild geðdeildar LSH. Þrátt fyrir margar tilvísanir hafa engir biðlistar myndast og teymið getað sinnt öllum tilvísunum. Þjónustan sem LSH veitir átröskunarsjúklingum og aðstandendum þeirra fer fram á mismunandi þjónustustigum; göngudeild, dagdeild og innlagnardeild. Flestir koma á göngudeild þar sem í boði eru einstaklings- og hópmeðferðir, fjölskylduviðtöl, aðstandendahópar og fræðsla. Sumir njóta þjónustunnar tímabundið með daglegum viðtölum meðan aðrir koma sjaldnar. Flestir koma einu sinni til tvisvar í viku yfir ákveðið tímabil. Dagdeild fyrir 6-8 átröskunarsjúklinga tók til starfa í mars á þessu ári. Hún er opin alla virka daga. Þar fer fram margvísleg meðferðarvinna og getur verið val um að nýta sér þjónustuna allt frá 2-5 daga í viku. Það sem af er ári hafa einstaklingarnir sem sækja meðferð á dagdeild nýtt sér hana 5 daga vikunnar. Ef sjúklingar þurfa innlögn vegna alvarlegs ástands þá leggjast þeir inn á almennar bráðageðdeildir, en sérhæfð legudeild fyrir átröskunarsjúklinga er því miður ekki til á landinu. Ofangreind þjónusta stendur einstaklingum sem eru 18 ára og eldri til boða. Þjónusta fyrir 18 ára og yngri fer fram á Barna-og unglingageðdeild. Aðrir sem veita átröskunarsjúklingum þjónustu eru heilsugæslustöðvar og meðferðaraðilar á einkastofum. Varðandi „neyðarkall“ ofangreinda viðmælenda um aukið fjármagn vegna aukningar á tíðni átraskana, eru engar vísbendingar um að aukning hafi orðið á tíðni lystarstols í hinum vestræna heimi síðustu árin. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að mun algengara er að unglingar og ungt fólk sé óánægt með útlit sitt og holdafar og ýtir það undir óheilbrigt mataræði og megrun. Þetta hefur líklega aukið tíðni á lotu-græðgi og blönduðum átröskunum. Þó er ekki vitað hvort aukning sé á átröskunum á Íslandi síðastliðin ár. Við fögnum allri umræðu um bætta meðferðarþjónustu við átröskunarsjúklinga og fleiri og fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir þá eru kærkomin viðbót. Hins vegar er eðlilegt að slík uppbygging fari fram undir forystu fagaðila með sérþekkingu á átröskunarsjúkdómum, í samvinnu við notendur þjónustunnar. Áslaug er félagsráðgjafi MSW, fjölskyldufræðingur og með sérnám í átröskunarsjúkdómum. Sigurlaug María er sálfræðingur, Cand.Psych. Varðandi „neyðarkall“ ofangreindra viðmælenda um aukið fjármagn vegna aukningar á tíðni átraskana, eru engar vísbendingar um að aukning hafi orðið á tíðni lystarstols í hinum vestræna heimi síðustu árin. Sigurlaug María Jónsdóttir . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsþættinum 6 til sjö á Skjá einum hinn 14. nóvember sl. var viðtal við tvær ungar konur sem veita átröskunarsjúklingum og aðstandendum þeirra ráðgjöf. Í þættinum kölluðu þær eftir fjármagni til samtaka sinna til að geta sinnt starfi sínu og sögðu að það ríkti neyðarástand í málefnum átröskunarsjúklinga hérlendis. Í viðtalinu kom fram að litlu fjármagni hefði verið veitt til málaflokksins af hálfu ríkisins, að biðlistar eftir meðferð væru fyrir átröskunarsjúklinga hjá ríkinu, að þeirri meðferð væri mjög ábótavant og ætti ekki að fara fram á geðdeild nema sem síðasta úrræðið. Hvað varðar þjónustu við einstaklinga með lystarstol (anorexia nervosa) og lotugræðgi (bulimia nervosa) á geðdeild LSH finnum við okkur knúnar til að leiðrétta ofangreindar fullyrðingar. Átröskunarteymi LSH hefur starfað frá upphafi árs 2001. Í því eru geðlæknir, félagsráðgjafi, sálfræðingur, næringarfræðingur, listmeðferðarfræðingur, hjúkrunarfræðingar og stuðningsfulltrúar. Félagsráðgjafi og annar af tveimur hjúkrunarfræðingum eru líka fjölskyldufræðingar. Ofangreindar fagstéttir hafa undanfarin ár unnið að sérþekkingu á átröskunarsjúkdómum sem eru skilyrði fyrir góðri greiningar- og meðferðarvinnu. Á þessu ári var fjármagni veitt í málaflokkinn sem hefur orðið til þess að frá marsmánuði hefur verið starfrækt sértæk göngu- og dagdeild fyrir átröskunarsjúklinga á göngudeild geðdeildar LSH. Þrátt fyrir margar tilvísanir hafa engir biðlistar myndast og teymið getað sinnt öllum tilvísunum. Þjónustan sem LSH veitir átröskunarsjúklingum og aðstandendum þeirra fer fram á mismunandi þjónustustigum; göngudeild, dagdeild og innlagnardeild. Flestir koma á göngudeild þar sem í boði eru einstaklings- og hópmeðferðir, fjölskylduviðtöl, aðstandendahópar og fræðsla. Sumir njóta þjónustunnar tímabundið með daglegum viðtölum meðan aðrir koma sjaldnar. Flestir koma einu sinni til tvisvar í viku yfir ákveðið tímabil. Dagdeild fyrir 6-8 átröskunarsjúklinga tók til starfa í mars á þessu ári. Hún er opin alla virka daga. Þar fer fram margvísleg meðferðarvinna og getur verið val um að nýta sér þjónustuna allt frá 2-5 daga í viku. Það sem af er ári hafa einstaklingarnir sem sækja meðferð á dagdeild nýtt sér hana 5 daga vikunnar. Ef sjúklingar þurfa innlögn vegna alvarlegs ástands þá leggjast þeir inn á almennar bráðageðdeildir, en sérhæfð legudeild fyrir átröskunarsjúklinga er því miður ekki til á landinu. Ofangreind þjónusta stendur einstaklingum sem eru 18 ára og eldri til boða. Þjónusta fyrir 18 ára og yngri fer fram á Barna-og unglingageðdeild. Aðrir sem veita átröskunarsjúklingum þjónustu eru heilsugæslustöðvar og meðferðaraðilar á einkastofum. Varðandi „neyðarkall“ ofangreinda viðmælenda um aukið fjármagn vegna aukningar á tíðni átraskana, eru engar vísbendingar um að aukning hafi orðið á tíðni lystarstols í hinum vestræna heimi síðustu árin. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að mun algengara er að unglingar og ungt fólk sé óánægt með útlit sitt og holdafar og ýtir það undir óheilbrigt mataræði og megrun. Þetta hefur líklega aukið tíðni á lotu-græðgi og blönduðum átröskunum. Þó er ekki vitað hvort aukning sé á átröskunum á Íslandi síðastliðin ár. Við fögnum allri umræðu um bætta meðferðarþjónustu við átröskunarsjúklinga og fleiri og fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir þá eru kærkomin viðbót. Hins vegar er eðlilegt að slík uppbygging fari fram undir forystu fagaðila með sérþekkingu á átröskunarsjúkdómum, í samvinnu við notendur þjónustunnar. Áslaug er félagsráðgjafi MSW, fjölskyldufræðingur og með sérnám í átröskunarsjúkdómum. Sigurlaug María er sálfræðingur, Cand.Psych. Varðandi „neyðarkall“ ofangreindra viðmælenda um aukið fjármagn vegna aukningar á tíðni átraskana, eru engar vísbendingar um að aukning hafi orðið á tíðni lystarstols í hinum vestræna heimi síðustu árin. Sigurlaug María Jónsdóttir .
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar