Vísindi eða iðnaður? 24. nóvember 2006 06:00 Einn kosturinn við að kenna er, að nemendur spyrja gagnrýninna spurninga. Ég gat þess á dögunum í kennslustund, að sjálfur efaðist ég um nýjustu heimsendaspána, að jörðin sé að hlýna stórkostlega, sú hlýnun sé öll af mannavöldum, en koma verði í veg fyrir hana með takmörkunum á losun úrgangsefna út í andrúmsloftið. Þá spurði einn nemandinn, hvernig ég gæti hafnað niðurstöðu þorra vísindamanna. Ég svaraði því til, að heilbrigð skynsemi segði mér tvennt. Í fyrsta lagi væri loftslag undirorpið sífelldum breytingum. Áður fyrr hefði oft hlýnað jafnmikið eða meira en síðustu hundrað ár (en jörðin hefur að öllum líkindum hlýnað um eitt hitastig á því tímabili). Hvað olli því áður fyrr? Í öðru lagi hefðu allar fyrri spár umhverfisöfgamanna reynst rangar, til dæmis um það, að flest hráefni jarðar væru á þrotum og skóglendi hefði snarminnkað. Hvers vegna ætti nýjasta spáin að vera frábrugðin? Þetta svar mitt nægir þó auðvitað ekki. Hvernig get ég hafnað niðurstöðu þorra vísindamanna? Þeir geta ekki allir verið sneyddir heilbrigðri skynsemi. En til eru fleiri svör. Eitt er, að nokkur minni hluti vísindamanna er ekki sannfærður um þessar kenningar. Sumir telja óvíst, að jörðin sé að hlýna, þegar til langs tíma sé litið. Hitastig jarðar sveiflist upp og niður. Aðrir segja, að jörðin sé vissulega að hlýna eitthvað, en ósannað sé, að meginorsökin sé losun úrgangsefna út í andrúmsloftið. Til dæmis geti verið, að þessu valdi eldvirkni á yfirborði sólar. Enn aðrir halda því fram, að hömlur á losun úrgangsefna muni breyta sáralitlu um hlýnun jarðar, jafnvel þótt hún kunni að mestu leyti að vera af mannavöldum. Væri til dæmis farið eftir Kyoto-bókuninni svonefndu um slíkar hömlur, þá myndi það aðeins hafa í för með sér kólnun um 0,1 hitastig. Annað svar er, að forsenda spurningarinnar sé hæpin. Með henni er miðað við hina hefðbundnu mynd af vísindunum, þar sem óháðir einstaklingar stunda sannleiksleit. Þeir eru eins og Galileo Galilei, sem hélt fast við það gegn kirkjuvaldinu, að jörðin snerist kringum sólina, og Marie Curie, sem þreyttist ekki á að gera tilraunir með geislavirk efni, þótt það kostaði hana loks lífið. En hafa vísindin ekki breyst á tuttugustu öld? Nú líkjast þau helst iðnaði, þar sem metnaðargjarnir gáfumenn keppa um stöður og styrki. Tilgangurinn er ekki lengur að finna sannleikann, heldur að öðlast frama í háskólum. Til þess verða keppendur að bjóða upp á eitthvað, sem eftirspurn er eftir. Og miklu meiri eftirspurn er eftir spám um það, að heimurinn sé í hættu, en um hitt, að hann sé það ekki. Ef menn segja, að bráðnauðsynlegt sé að gera eitthvað gegn yfirvofandi hættu, þá fá þeir um sig fréttir og hljóta stöður og styrki. Ef þeir segja hins vegar, að ekkert þurfi að gera, þá dofnar áhuginn, stöðum fækkar og styrki þrýtur. Þetta sást vel á skýrslu, sem birtist fyrir skömmu í bandaríska tímaritinu Science um það, að fiskistofnar heimsins kynnu að hrynja á næstu fjörutíu árum. Hún þótti fréttnæm víða um heim og var forsíðuefni í Morgunblaðinu, sem átaldi síðar Jóhann Sigurjónsson, forstöðumann Hafrannsóknastofnunar, fyrir að gera lítið úr henni. Aðalhöfundur skýrslunnar er Boris Worm, ungur aðstoðarprófessor í Dalhousie-háskóla í Halifax í Nova Scotia. Fyrir misgáning sendi Worm tölvuskeyti til eins blaðamanns Seattle News, Hals Berntons, en það hafði aðeins verið ætlað samstarfsfólki hans. Þar viðurkennir Worm, að spáin um hrun fiskistofna hafi verið „fréttabeita til að vekja athygli". Þetta litla atvik segir mikla sögu. Vísindamenn láta jafnan svo heita, að þeim gangi ekkert til nema sannleiksást. En þeir eru mannlegir eins og aðrir. Til að veiða þurfa þeir að beita. Þeir vilja líka skipta máli. Ég fullyrði ekki, að sumir vísindamenn aðhyllist aðeins tilgátuna um loftslagsbreytingar af mannavöldum (og raunhæfa möguleika á að snúa þeim við), af því að eftirspurn sé eftir henni. Ég segi aðeins, að þessi tilgáta virðist enn ósönnuð og óeðlilegt sé á meðan að ætlast til þess, að við gerbreytum lífsháttum okkar hennar vegna. Eru vísindin ekki allt of mikilvæg til að láta vísindamönnunum einum þau eftir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun
Einn kosturinn við að kenna er, að nemendur spyrja gagnrýninna spurninga. Ég gat þess á dögunum í kennslustund, að sjálfur efaðist ég um nýjustu heimsendaspána, að jörðin sé að hlýna stórkostlega, sú hlýnun sé öll af mannavöldum, en koma verði í veg fyrir hana með takmörkunum á losun úrgangsefna út í andrúmsloftið. Þá spurði einn nemandinn, hvernig ég gæti hafnað niðurstöðu þorra vísindamanna. Ég svaraði því til, að heilbrigð skynsemi segði mér tvennt. Í fyrsta lagi væri loftslag undirorpið sífelldum breytingum. Áður fyrr hefði oft hlýnað jafnmikið eða meira en síðustu hundrað ár (en jörðin hefur að öllum líkindum hlýnað um eitt hitastig á því tímabili). Hvað olli því áður fyrr? Í öðru lagi hefðu allar fyrri spár umhverfisöfgamanna reynst rangar, til dæmis um það, að flest hráefni jarðar væru á þrotum og skóglendi hefði snarminnkað. Hvers vegna ætti nýjasta spáin að vera frábrugðin? Þetta svar mitt nægir þó auðvitað ekki. Hvernig get ég hafnað niðurstöðu þorra vísindamanna? Þeir geta ekki allir verið sneyddir heilbrigðri skynsemi. En til eru fleiri svör. Eitt er, að nokkur minni hluti vísindamanna er ekki sannfærður um þessar kenningar. Sumir telja óvíst, að jörðin sé að hlýna, þegar til langs tíma sé litið. Hitastig jarðar sveiflist upp og niður. Aðrir segja, að jörðin sé vissulega að hlýna eitthvað, en ósannað sé, að meginorsökin sé losun úrgangsefna út í andrúmsloftið. Til dæmis geti verið, að þessu valdi eldvirkni á yfirborði sólar. Enn aðrir halda því fram, að hömlur á losun úrgangsefna muni breyta sáralitlu um hlýnun jarðar, jafnvel þótt hún kunni að mestu leyti að vera af mannavöldum. Væri til dæmis farið eftir Kyoto-bókuninni svonefndu um slíkar hömlur, þá myndi það aðeins hafa í för með sér kólnun um 0,1 hitastig. Annað svar er, að forsenda spurningarinnar sé hæpin. Með henni er miðað við hina hefðbundnu mynd af vísindunum, þar sem óháðir einstaklingar stunda sannleiksleit. Þeir eru eins og Galileo Galilei, sem hélt fast við það gegn kirkjuvaldinu, að jörðin snerist kringum sólina, og Marie Curie, sem þreyttist ekki á að gera tilraunir með geislavirk efni, þótt það kostaði hana loks lífið. En hafa vísindin ekki breyst á tuttugustu öld? Nú líkjast þau helst iðnaði, þar sem metnaðargjarnir gáfumenn keppa um stöður og styrki. Tilgangurinn er ekki lengur að finna sannleikann, heldur að öðlast frama í háskólum. Til þess verða keppendur að bjóða upp á eitthvað, sem eftirspurn er eftir. Og miklu meiri eftirspurn er eftir spám um það, að heimurinn sé í hættu, en um hitt, að hann sé það ekki. Ef menn segja, að bráðnauðsynlegt sé að gera eitthvað gegn yfirvofandi hættu, þá fá þeir um sig fréttir og hljóta stöður og styrki. Ef þeir segja hins vegar, að ekkert þurfi að gera, þá dofnar áhuginn, stöðum fækkar og styrki þrýtur. Þetta sást vel á skýrslu, sem birtist fyrir skömmu í bandaríska tímaritinu Science um það, að fiskistofnar heimsins kynnu að hrynja á næstu fjörutíu árum. Hún þótti fréttnæm víða um heim og var forsíðuefni í Morgunblaðinu, sem átaldi síðar Jóhann Sigurjónsson, forstöðumann Hafrannsóknastofnunar, fyrir að gera lítið úr henni. Aðalhöfundur skýrslunnar er Boris Worm, ungur aðstoðarprófessor í Dalhousie-háskóla í Halifax í Nova Scotia. Fyrir misgáning sendi Worm tölvuskeyti til eins blaðamanns Seattle News, Hals Berntons, en það hafði aðeins verið ætlað samstarfsfólki hans. Þar viðurkennir Worm, að spáin um hrun fiskistofna hafi verið „fréttabeita til að vekja athygli". Þetta litla atvik segir mikla sögu. Vísindamenn láta jafnan svo heita, að þeim gangi ekkert til nema sannleiksást. En þeir eru mannlegir eins og aðrir. Til að veiða þurfa þeir að beita. Þeir vilja líka skipta máli. Ég fullyrði ekki, að sumir vísindamenn aðhyllist aðeins tilgátuna um loftslagsbreytingar af mannavöldum (og raunhæfa möguleika á að snúa þeim við), af því að eftirspurn sé eftir henni. Ég segi aðeins, að þessi tilgáta virðist enn ósönnuð og óeðlilegt sé á meðan að ætlast til þess, að við gerbreytum lífsháttum okkar hennar vegna. Eru vísindin ekki allt of mikilvæg til að láta vísindamönnunum einum þau eftir?
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun