Vandræði í borginni vegna snjóþyngsla 20. nóvember 2006 07:00 Alls 52 björgunarsveitarmenn sinntu um 200 verkefnum á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudagsins og í gærdag. Mikil snjóþyngsli voru á götum borgarinnar. Langflest útköllin voru vegna þess að fólk hafði fest bíla sína í snjónum, en björgunarsveitarmennirnir aðstoðuðu einnig starfsfólk á heilbrigðisstofnunum sem gekk erfiðlega að komast til vinnu sinnar í gærmorgun. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, voru fyrstu útköllin um klukkan fimm um nóttina og um fjórum tímum síðar höfðu björgunarveitarmenn sinnt rúmlega 120 verkefnum. Björgunarsveitirnar héldu áfram að sinna útköllum fram eftir degi, þótt færð hafi skánað þegar líða tók á daginn. Björgunarsveitarmennirnir luku störfum sínum um klukkan hálffimm í gærdag. Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að snjókoman sem gekk yfir Faxaflóasvæðið í fyrrinótt hafi byrjað um klukkan tvö um nóttina í Reykjavík en verið gengin yfir um klukkan sjö. Snjókoman náði ekki mikið austar en að Hveragerði. Kristín segir að snjókomubakki hafi gengið hægt yfir svæðið frá Snæfellsnesi til Reykjaness og það hafi snjóað mjög mikið úr honum á skömmum tíma. Um hádegisbilið var snjókomubakkinn genginn endanlega yfir Suðurnesin og færðist út á miðin vestur af landinu að sögn Kristínar. Vegna snjókomunnar átti fólk sem var statt í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins erfitt með að komast heim til sín því fáir leigubílar voru á ferli vegna ófærðarinnar. Um klukkan fimm brá lögreglan í Reykjavík á það ráð að kalla eftir aðstoð Strætós bs., svo fólk sem var í leigubílaröðinni í Lækjargötu þyrfti ekki að bíða eftir leigubílum úti í snjókomunni. Fljótlega áttaði lögreglan sig á því að ekki væru nægilega margir leigubílar í miðbænum til að koma öllu fólkinu til síns heima, og voru um 150 einstaklingar keyrðir heim í þremur strætisvögnum. Um klukkan níu í gærmorgun var lokið við að ferja fólkið heim. Gærdagurinn var erilssamur hjá lögreglunni í Reykjavík því tilkynnt var um 26 umferðar-óhöpp. Mikil ófærð var víða í borginni, sérstaklega í úthverfum og í íbúðargötum; margir bílar sátu til dæmis fastir í snjónum á Víkurvegi í Grafarvogi eftir hádegi í gær. Innlent Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Alls 52 björgunarsveitarmenn sinntu um 200 verkefnum á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudagsins og í gærdag. Mikil snjóþyngsli voru á götum borgarinnar. Langflest útköllin voru vegna þess að fólk hafði fest bíla sína í snjónum, en björgunarsveitarmennirnir aðstoðuðu einnig starfsfólk á heilbrigðisstofnunum sem gekk erfiðlega að komast til vinnu sinnar í gærmorgun. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, voru fyrstu útköllin um klukkan fimm um nóttina og um fjórum tímum síðar höfðu björgunarveitarmenn sinnt rúmlega 120 verkefnum. Björgunarsveitirnar héldu áfram að sinna útköllum fram eftir degi, þótt færð hafi skánað þegar líða tók á daginn. Björgunarsveitarmennirnir luku störfum sínum um klukkan hálffimm í gærdag. Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að snjókoman sem gekk yfir Faxaflóasvæðið í fyrrinótt hafi byrjað um klukkan tvö um nóttina í Reykjavík en verið gengin yfir um klukkan sjö. Snjókoman náði ekki mikið austar en að Hveragerði. Kristín segir að snjókomubakki hafi gengið hægt yfir svæðið frá Snæfellsnesi til Reykjaness og það hafi snjóað mjög mikið úr honum á skömmum tíma. Um hádegisbilið var snjókomubakkinn genginn endanlega yfir Suðurnesin og færðist út á miðin vestur af landinu að sögn Kristínar. Vegna snjókomunnar átti fólk sem var statt í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins erfitt með að komast heim til sín því fáir leigubílar voru á ferli vegna ófærðarinnar. Um klukkan fimm brá lögreglan í Reykjavík á það ráð að kalla eftir aðstoð Strætós bs., svo fólk sem var í leigubílaröðinni í Lækjargötu þyrfti ekki að bíða eftir leigubílum úti í snjókomunni. Fljótlega áttaði lögreglan sig á því að ekki væru nægilega margir leigubílar í miðbænum til að koma öllu fólkinu til síns heima, og voru um 150 einstaklingar keyrðir heim í þremur strætisvögnum. Um klukkan níu í gærmorgun var lokið við að ferja fólkið heim. Gærdagurinn var erilssamur hjá lögreglunni í Reykjavík því tilkynnt var um 26 umferðar-óhöpp. Mikil ófærð var víða í borginni, sérstaklega í úthverfum og í íbúðargötum; margir bílar sátu til dæmis fastir í snjónum á Víkurvegi í Grafarvogi eftir hádegi í gær.
Innlent Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira