Góð reynsla af einkarekinni öryggisleit 16. nóvember 2006 06:30 LEIFSSTÖÐ Lögð er áhersla á að gæði öryggisleitarinnar verði sem mest og jafnframt að orðið sé við kröfum sem gerðar eru um hana á sem hagkvæmastan hátt. Góð reynsla er af einkarekinni öryggisleit í Leifsstöð, að sögn Stefáns Thordersen, yfirmanns öryggissviðs Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Um áramót rennur út sex mánaða reynslutímabil einkarekinnar öryggisleitar í flugstöðinni. Framkvæmdin er unnin undir eftirliti og stjórn öryggissviðs Flugmálastjórnar, en er á ábyrgð flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli. Flugmálastjórn ákvað í júlí að ganga til samstarfs við Securitas og Öryggismiðstöð Íslands við útvegun starfsmanna í skimun á komu- og skiptifarþegum þegar ljóst var að ekki tækist að ráða í allar stöður eftir hefðbundnum leiðum. Um 40 manns vinna nú við öryggisleit á vegum fyrirtækjanna í Leifsstöð. „Þetta fyrirkomulag hefur reynst afskaplega vel,“ segir Stefán. „Innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa ítrekað tekið þetta út og það hefur verið algjörlega án athugasemda. Auk þess hefur þetta reynst mjög hagkvæmt fjárhagslega.“ Stefán segir að þetta fyrirkomulag hafi verið við lýði í nágrannalöndunum, þannig að það sé ekki nýtt af nálinni. Hins vegar hafi tilkoma þess 4. júlí haft talsverðar breytingar í för með sér í Leifsstöð. Fyrir þann tíma hafi upprunaleit verið á hendi öryggisvarða frá sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli og þá hafi hún verið einskorðuð við flugstöðvarbygginguna. „Vegna kröfu frá Evrópubandalaginu þurfa allir farþegar utan þess, til að mynda farþegar frá Bandaríkjunum, Tyrklandi, Kúbu, Búlgaríu og fleiri löndum nú að sæta leit við komuna til landsins. Flugvöllurinn fékk á sig áminningu frá Eftirlitsstofnun EFTA meðan ekki var farið að þeim kröfum, sem hafði í för með sér að farþegar frá Leifsstöð til Evrópubandalagslanda urðu að sæta leit áður en þeir fóru inn og blönduðust öðrum farþegum. Þessu var aflétt eftir að núverandi framkvæmd öryggisleitar var tekin út af Eftirlitsstofnun EFTA. Í þessu tilliti er horft til þess að gæðin verði sem mest og jafnframt að orðið sé við kröfum um öyggisleitina á sem hagkvæmastan hátt,“ bætir Stefán við. „Eigi flugvöllurinn að vera samkeppnisfær og álögur sem minnstar á farþega þarf ávallt að leita leiða til þess að framkvæmdin sé af sem mestri ráðdeildarsemi.“ Innlent Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Góð reynsla er af einkarekinni öryggisleit í Leifsstöð, að sögn Stefáns Thordersen, yfirmanns öryggissviðs Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Um áramót rennur út sex mánaða reynslutímabil einkarekinnar öryggisleitar í flugstöðinni. Framkvæmdin er unnin undir eftirliti og stjórn öryggissviðs Flugmálastjórnar, en er á ábyrgð flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli. Flugmálastjórn ákvað í júlí að ganga til samstarfs við Securitas og Öryggismiðstöð Íslands við útvegun starfsmanna í skimun á komu- og skiptifarþegum þegar ljóst var að ekki tækist að ráða í allar stöður eftir hefðbundnum leiðum. Um 40 manns vinna nú við öryggisleit á vegum fyrirtækjanna í Leifsstöð. „Þetta fyrirkomulag hefur reynst afskaplega vel,“ segir Stefán. „Innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa ítrekað tekið þetta út og það hefur verið algjörlega án athugasemda. Auk þess hefur þetta reynst mjög hagkvæmt fjárhagslega.“ Stefán segir að þetta fyrirkomulag hafi verið við lýði í nágrannalöndunum, þannig að það sé ekki nýtt af nálinni. Hins vegar hafi tilkoma þess 4. júlí haft talsverðar breytingar í för með sér í Leifsstöð. Fyrir þann tíma hafi upprunaleit verið á hendi öryggisvarða frá sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli og þá hafi hún verið einskorðuð við flugstöðvarbygginguna. „Vegna kröfu frá Evrópubandalaginu þurfa allir farþegar utan þess, til að mynda farþegar frá Bandaríkjunum, Tyrklandi, Kúbu, Búlgaríu og fleiri löndum nú að sæta leit við komuna til landsins. Flugvöllurinn fékk á sig áminningu frá Eftirlitsstofnun EFTA meðan ekki var farið að þeim kröfum, sem hafði í för með sér að farþegar frá Leifsstöð til Evrópubandalagslanda urðu að sæta leit áður en þeir fóru inn og blönduðust öðrum farþegum. Þessu var aflétt eftir að núverandi framkvæmd öryggisleitar var tekin út af Eftirlitsstofnun EFTA. Í þessu tilliti er horft til þess að gæðin verði sem mest og jafnframt að orðið sé við kröfum um öyggisleitina á sem hagkvæmastan hátt,“ bætir Stefán við. „Eigi flugvöllurinn að vera samkeppnisfær og álögur sem minnstar á farþega þarf ávallt að leita leiða til þess að framkvæmdin sé af sem mestri ráðdeildarsemi.“
Innlent Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira