Þingmenn segja Björgvin ljúga 16. nóvember 2006 06:15 Björgvin G. Sigurðsson Sagði Framsókn ekki geta vikið sér undan málinu með talnaleikjum. Þingmenn deildu hart í upphafi þingfundar á þriðjudag um kosningaloforð Framsóknarflokksins frá árinu 1999 um að veita milljarði til baráttunnar gegn fíkniefnum. Sæunn Stefánsdóttir, Framsóknarflokki, hóf umræðuna og ásakaði Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingunni, um að slá ryki í augu kjósenda með því að segja að ekki hefði verið staðið við loforðið. Hún bætti við að teknar hefðu verið saman upplýsingar um þróun fjárframlaga til málaflokksins árið 2003 og þá hafi komið í ljós að aukningin hefði verið 1,7 milljarðar. Björgvin sagði Framsókn vera að rjúka upp korteri fyrir kosningar við að reyna að tína saman til allt sem mögulega gæti fallið undir forvarnir og meðferðarúrræði í kerfinu. Hann sagði milljarðinn hafa verið táknræna tölu um átak sem aldrei hafi orðið og að Framsókn geti ekki vikið sér undan málinu með talnaleikjum. Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, sagði að ef einhver héldi öðru fram en að milljarði hefði verið varið í þennan málaflokk þá væri sá hinn sami að skrökva. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra tók í sama streng og sagði lygar ekki ganga á Suðurlandi þar sem mönnum væri kennt að segja sannleikann, en þeir eru báðir þingmenn kjördæmisins. „Ungir stjórnmálamenn og drengilegir menn sem lenda í þeirri ógæfu að bera ljúgvitni og fara með rangt mál eiga einfaldlega að biðjast afsökunar." Björgvin fór fram á að forseti Alþingis vítti Guðna fyrir að bera á sig ósannindi og vildi fá tækifæri til svara fyrir sig, en þingforseti varð ekki við ósk hans. Innlent Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Þingmenn deildu hart í upphafi þingfundar á þriðjudag um kosningaloforð Framsóknarflokksins frá árinu 1999 um að veita milljarði til baráttunnar gegn fíkniefnum. Sæunn Stefánsdóttir, Framsóknarflokki, hóf umræðuna og ásakaði Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingunni, um að slá ryki í augu kjósenda með því að segja að ekki hefði verið staðið við loforðið. Hún bætti við að teknar hefðu verið saman upplýsingar um þróun fjárframlaga til málaflokksins árið 2003 og þá hafi komið í ljós að aukningin hefði verið 1,7 milljarðar. Björgvin sagði Framsókn vera að rjúka upp korteri fyrir kosningar við að reyna að tína saman til allt sem mögulega gæti fallið undir forvarnir og meðferðarúrræði í kerfinu. Hann sagði milljarðinn hafa verið táknræna tölu um átak sem aldrei hafi orðið og að Framsókn geti ekki vikið sér undan málinu með talnaleikjum. Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, sagði að ef einhver héldi öðru fram en að milljarði hefði verið varið í þennan málaflokk þá væri sá hinn sami að skrökva. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra tók í sama streng og sagði lygar ekki ganga á Suðurlandi þar sem mönnum væri kennt að segja sannleikann, en þeir eru báðir þingmenn kjördæmisins. „Ungir stjórnmálamenn og drengilegir menn sem lenda í þeirri ógæfu að bera ljúgvitni og fara með rangt mál eiga einfaldlega að biðjast afsökunar." Björgvin fór fram á að forseti Alþingis vítti Guðna fyrir að bera á sig ósannindi og vildi fá tækifæri til svara fyrir sig, en þingforseti varð ekki við ósk hans.
Innlent Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira