Auður Lilja Erlingsdóttir: Hæfasti einstaklingurinn kosinn? 16. nóvember 2006 05:00 Kosningabaráttan er hafin og tími prófkjöranna er runninn upp. Sú umræða sem alltaf virðist fylgja prófkjörsbaráttu er á sínum stað. Umræðan um hvort það skipti máli að kjósa konur eða karla eða hvort markmiðið sé einfaldlega að kjósa hæfasta einstaklinginn óháð kyni. Ég undrast alltaf þessa umræðu. Auðvitað eigum við að kjósa hæfasta fólkið eða öllu heldur það fólk sem við teljum hæfast. Satt best að segja þekki ég fáa sem kjósa konur eingöngu vegna þess að þær eru kvenkyns. Hins vegar þekki ég marga sem kjósa konur vegna þess að hlutur kvenna í stjórnmálum er of lítill og vegna þess að konur eiga erfiðara með að komast að í stjórnmálum en karlar. Það sem ég undrast helst er að fólkið sem hefur hæst um að kjósa skuli hæfasta fólkið vill sjaldnast heyra minnst á kynjakvóta eða fléttulista. Fólkið sem segist eingöngu kjósa eftir hæfni einstaklinga hlýtur þá að telja að verri staða kvenna á listum endurspegli það að karlar séu hæfari en konur. Er ekkert athugavert við slíka niðurstöðu? Út frá henni má álykta að konur í Sjálfstæðisflokknum séu sérstaklega óhæfar í samanburði við karlana þar. Kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík settu til dæmis aðeins tvær konur í sæti sem geta talist örugg þingsæti á móti sjö körlum. Yfir þetta er svo reynt að breiða með fyrirsögninni 5 konur í 12 efstu sætunum! Það að stilla konum upp í neðri sæti lista mun ekki leiðrétta hlut kvenna á Alþingi. Þetta sést glögglega á því að í síðustu kosningum var hlutfall kvenkyns frambjóðenda um 42 prósent en hlutfall kvenna sem rataði inn á Alþingi talsvert lægra eða um 30 prósent. Svo lengi sem ekki er gengið út frá þeirri forsendu að konur séu ekki jafn hæfar og karlmenn hljótum við að velta fyrir okkar hvort að það sé ekki eitthvað að kerfinu sem notast er við þegar frambjóðendur eru valdir, þ.e. prófkjörunum, og í raun virðist uppstilling ekkert vera betri hvað þetta varðar. Það er aðeins eitt sem dugar. Það er það að stjórnmálaflokkar taki sér tak og setji reglur til að tryggja jafnt kynjahlutfall á framboðslistum sínum. Ekki eingöngu á neðri hluta framboðslistans, einnig í efstu sæti. Konur eru jafn hæfar körlum og eiga þessa meðferð ekki skilið. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna (UVG). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningabaráttan er hafin og tími prófkjöranna er runninn upp. Sú umræða sem alltaf virðist fylgja prófkjörsbaráttu er á sínum stað. Umræðan um hvort það skipti máli að kjósa konur eða karla eða hvort markmiðið sé einfaldlega að kjósa hæfasta einstaklinginn óháð kyni. Ég undrast alltaf þessa umræðu. Auðvitað eigum við að kjósa hæfasta fólkið eða öllu heldur það fólk sem við teljum hæfast. Satt best að segja þekki ég fáa sem kjósa konur eingöngu vegna þess að þær eru kvenkyns. Hins vegar þekki ég marga sem kjósa konur vegna þess að hlutur kvenna í stjórnmálum er of lítill og vegna þess að konur eiga erfiðara með að komast að í stjórnmálum en karlar. Það sem ég undrast helst er að fólkið sem hefur hæst um að kjósa skuli hæfasta fólkið vill sjaldnast heyra minnst á kynjakvóta eða fléttulista. Fólkið sem segist eingöngu kjósa eftir hæfni einstaklinga hlýtur þá að telja að verri staða kvenna á listum endurspegli það að karlar séu hæfari en konur. Er ekkert athugavert við slíka niðurstöðu? Út frá henni má álykta að konur í Sjálfstæðisflokknum séu sérstaklega óhæfar í samanburði við karlana þar. Kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík settu til dæmis aðeins tvær konur í sæti sem geta talist örugg þingsæti á móti sjö körlum. Yfir þetta er svo reynt að breiða með fyrirsögninni 5 konur í 12 efstu sætunum! Það að stilla konum upp í neðri sæti lista mun ekki leiðrétta hlut kvenna á Alþingi. Þetta sést glögglega á því að í síðustu kosningum var hlutfall kvenkyns frambjóðenda um 42 prósent en hlutfall kvenna sem rataði inn á Alþingi talsvert lægra eða um 30 prósent. Svo lengi sem ekki er gengið út frá þeirri forsendu að konur séu ekki jafn hæfar og karlmenn hljótum við að velta fyrir okkar hvort að það sé ekki eitthvað að kerfinu sem notast er við þegar frambjóðendur eru valdir, þ.e. prófkjörunum, og í raun virðist uppstilling ekkert vera betri hvað þetta varðar. Það er aðeins eitt sem dugar. Það er það að stjórnmálaflokkar taki sér tak og setji reglur til að tryggja jafnt kynjahlutfall á framboðslistum sínum. Ekki eingöngu á neðri hluta framboðslistans, einnig í efstu sæti. Konur eru jafn hæfar körlum og eiga þessa meðferð ekki skilið. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna (UVG).
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar