Gaza-ströndin 14. nóvember 2006 09:30 Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir sýningu á kvikmyndinni Gaza Strip á Kaffi Kúltúra í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, í kvöld. Hljómsveitin Retro Stefson mun leika nokkur lög áður en sýningin hefst og Sveinn Rúnar Hauksson læknir heldur stutta tölu um aðskilnaðarmúrinn sem risinn er á herteknu palestínsku landi og ástandið á Gaza. Gaza Strip er 74 mínútna heimildarmynd frá árinu 2002 sem vakið hefur verðskuldaða athygli, m.a. á kvikmyndahátíðum víða um heim. Myndin er á arabísku, en með enskum texta. Í henni gefur leikstjórinn James Longley áhorfandanum innsýn inn í daglegt líf íbúa Gaza-strandarinnar og þær hörmungar sem venjulegir Palestínumenn mega þola í skugga átaka og hernáms. Myndin er tekin yfir þriggja mánaða tímabil sumarið 2001 og varð tökuliðið tvisvar fyrir skotárásum hernámsliðsins meðan á tökum stóð. Síðan hún var gerð hefur herinn hörfað að landamærum Gaza og yfirgefið ísraelskar landránsbyggðir á svæðinu. Rúmlega milljón Palestínumönnum á svæðinu er hins vegar enn haldið í heljargreipum með innilokunum og árásum, enda Gaza-ströndinni stundum lýst sem stærsta fangelsi heims. Dagskráin hefst kl. 20.00 með nokkrum lögum Retro Stefson, sem leika órafmagnað. Kvikmyndasýningin hefst kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir sýningu á kvikmyndinni Gaza Strip á Kaffi Kúltúra í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, í kvöld. Hljómsveitin Retro Stefson mun leika nokkur lög áður en sýningin hefst og Sveinn Rúnar Hauksson læknir heldur stutta tölu um aðskilnaðarmúrinn sem risinn er á herteknu palestínsku landi og ástandið á Gaza. Gaza Strip er 74 mínútna heimildarmynd frá árinu 2002 sem vakið hefur verðskuldaða athygli, m.a. á kvikmyndahátíðum víða um heim. Myndin er á arabísku, en með enskum texta. Í henni gefur leikstjórinn James Longley áhorfandanum innsýn inn í daglegt líf íbúa Gaza-strandarinnar og þær hörmungar sem venjulegir Palestínumenn mega þola í skugga átaka og hernáms. Myndin er tekin yfir þriggja mánaða tímabil sumarið 2001 og varð tökuliðið tvisvar fyrir skotárásum hernámsliðsins meðan á tökum stóð. Síðan hún var gerð hefur herinn hörfað að landamærum Gaza og yfirgefið ísraelskar landránsbyggðir á svæðinu. Rúmlega milljón Palestínumönnum á svæðinu er hins vegar enn haldið í heljargreipum með innilokunum og árásum, enda Gaza-ströndinni stundum lýst sem stærsta fangelsi heims. Dagskráin hefst kl. 20.00 með nokkrum lögum Retro Stefson, sem leika órafmagnað. Kvikmyndasýningin hefst kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira