Hvar verður þú í kvöld? 6. nóvember 2006 05:00 Í dag 6. nóvember, ganga fermingarbörn í hús og safna til hjálparstarfs á vegum kirkjunnar sinnar. Vertu klár, ekki bara með budduna ef þú átt aur - heldur líka hvatningu. Það er ekki oft sem krakkar fá tækifæri til að hjálpa svo um muni. Þeim er frekar legið á hálsi fyrir að hugsa bara um sig - en unglingsárin eru jú umbrotatími á líkama og sál. En taktu undir með þeim þegar þau banka upp á hjá þér - hvort sem er með framlagi eða hvatningu. Fermingarbörnin hafa fengið fræðslu um örbirgð í þróunarlöndum og vítahring fátæktar. Þau hafa séð hvernig peningar frá Íslendingum skilað sér í hjálparstarfi kirkjunnar: Í brunnum, áveitum, skepnuhaldi og fiskiræktartjörnum sem gerir afkomuna öruggari og fæðuna fjölbreyttari - líka í menntun og mannréttindum fyrir fátækt fók sem gerir allt til að sjá sér farborða. Allt árið er unnið úr fjármunum sem fólk treystir Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir. Meira á www.help.is Eru unglingar latir og sjálfhverfir? Reynsla undanfarinna ára hefur ekki sýnt okkur þá hlið. Prestar í 66 sóknum um allt land sýna 3400 fermingarbörnum myndir frá hjálparstarfi kirkjunnar Afríku. Þeir fræða börnin um ábyrgð kristinna manna á velferð náunga síns. Og það kemur í ljós að þau hafa ríka réttlætiskennd. Og þau vilja gera eitthvað í málunum. Í dag skipta þau með sér götum í hverfinu sínu. Þau fara út um hálf sex leytið þegar flestir eru komnir heim úr vinnu, með merkta og innsiglaða bauka. Á eftir sitja þau lengi og skiptast á sögum: „Einn setti 5000-kall í!", „ég sá svo ógeðslega sætan hund í einu húsinu!", og sumir áttu ekki pening... og þá gefst tími til að ræða það. Það hafa það ekki allir gott á Íslandi og það eru svo margar ástæður fyrir því. Þess vegna styður Hjálparstarf kirkjunnar fjölda Íslendinga líka - sérstaklega um jólin. Ég hvet þig til að taka vel á móti fermingarbörnum sem koma til þín. Hvettu þau til dáða, því vinna þeirra skiptir miklu máli. Ef það sem safnaðist í söfnun fermingarbarna í fyrra, 6,8 milljónir króna, er umreiknað miðað við kostnað við einn brunn sem þjónað getur 1000 manns, þá fengu 56.000 manns aðgang að hreinu vatni til frambúðar. Hoppaðu á vagninn, þú gerir heilmikið gagn með því sem þú réttir yfir þröskuldinn. Höfundur er fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 6. nóvember, ganga fermingarbörn í hús og safna til hjálparstarfs á vegum kirkjunnar sinnar. Vertu klár, ekki bara með budduna ef þú átt aur - heldur líka hvatningu. Það er ekki oft sem krakkar fá tækifæri til að hjálpa svo um muni. Þeim er frekar legið á hálsi fyrir að hugsa bara um sig - en unglingsárin eru jú umbrotatími á líkama og sál. En taktu undir með þeim þegar þau banka upp á hjá þér - hvort sem er með framlagi eða hvatningu. Fermingarbörnin hafa fengið fræðslu um örbirgð í þróunarlöndum og vítahring fátæktar. Þau hafa séð hvernig peningar frá Íslendingum skilað sér í hjálparstarfi kirkjunnar: Í brunnum, áveitum, skepnuhaldi og fiskiræktartjörnum sem gerir afkomuna öruggari og fæðuna fjölbreyttari - líka í menntun og mannréttindum fyrir fátækt fók sem gerir allt til að sjá sér farborða. Allt árið er unnið úr fjármunum sem fólk treystir Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir. Meira á www.help.is Eru unglingar latir og sjálfhverfir? Reynsla undanfarinna ára hefur ekki sýnt okkur þá hlið. Prestar í 66 sóknum um allt land sýna 3400 fermingarbörnum myndir frá hjálparstarfi kirkjunnar Afríku. Þeir fræða börnin um ábyrgð kristinna manna á velferð náunga síns. Og það kemur í ljós að þau hafa ríka réttlætiskennd. Og þau vilja gera eitthvað í málunum. Í dag skipta þau með sér götum í hverfinu sínu. Þau fara út um hálf sex leytið þegar flestir eru komnir heim úr vinnu, með merkta og innsiglaða bauka. Á eftir sitja þau lengi og skiptast á sögum: „Einn setti 5000-kall í!", „ég sá svo ógeðslega sætan hund í einu húsinu!", og sumir áttu ekki pening... og þá gefst tími til að ræða það. Það hafa það ekki allir gott á Íslandi og það eru svo margar ástæður fyrir því. Þess vegna styður Hjálparstarf kirkjunnar fjölda Íslendinga líka - sérstaklega um jólin. Ég hvet þig til að taka vel á móti fermingarbörnum sem koma til þín. Hvettu þau til dáða, því vinna þeirra skiptir miklu máli. Ef það sem safnaðist í söfnun fermingarbarna í fyrra, 6,8 milljónir króna, er umreiknað miðað við kostnað við einn brunn sem þjónað getur 1000 manns, þá fengu 56.000 manns aðgang að hreinu vatni til frambúðar. Hoppaðu á vagninn, þú gerir heilmikið gagn með því sem þú réttir yfir þröskuldinn. Höfundur er fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun