Sundrung Sjálfstæðisflokksins 6. nóvember 2006 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kemur lemstraður og blóðrisa út úr prófkjöri sínu. Þar sáðu sigurvegarar til sundrungar sem líkleg er til að kalla fram langvinn átök einsog þau sem áratugum saman skóku flokkinn milli Gunnars Thoroddsen og Geirs Hallgrímssonar. Í eftirleik prófkjörsins ganga harðar ásakanir um óheiðarleg vinnubrögð sem kunni að hafa ráðið úrslitum. Pöntuð rannsóknGísli Freyr Valdórsson, kosningastjóri eins þeirra sem var píndur til að ganga svipugöng skæruliðanna í Valhöll, lýsti í Kastljósi hvernig tveir sigursælustu frambjóðendur prófkjörsins hefðu haft undir höndum öflugri og ítarlegri kjörgögn en aðrir. Hvaðan komu þessi gögn, sem hugsanlegt er að hafi ráðið úrslitum í þeirri miklu símasmölun sem átti sér stað? Ritstjóri Morgunblaðsins segir í gær að spyrja megi „hvort einhver gögn hafi verið tekin ófrjálsri hendi úr tölvukerfum Sjálfstæðisflokksins og notuð í prófkjörinu." NFS hafði eftir Kjartani Gunnarssyni að það væri „hreinn stuldur" hafi einhver frambjóðenda í prófkjörinu komist yfir aðra flokksskrá en þá sem var í boði fyrir alla frambjóðendur.Innan Sjálfstæðisflokksins hlykkjast réttlætið eftir sérkennilegum krákustígum. Í yfirlýsingu frá þeim sem klagaður var sagði: „Að beiðni þeirra sem stjórnuðu úthringingum fyrir framboð mitt, voru þessar ávirðingar rannsakaðar af starfsfólki Valhallar. Niðurstaðan var afgerandi á þá leið að enginn grunur væri uppi um misnotkun." Það er nefnilega það.Sá, sem kvað upp úrskurðinn, er nýr framkvæmdastjóri flokksins, Andri Óttarsson. Í kjölfar „rannsóknarinnar" sendi hann frambjóðendum bréf þar sem hann birti eftirfarandi sýknudóm: „Ekkert kom fram í þeirri úttekt sem bendir til þess að misnotkun á upplýsingum hafi átt sér stað." Andri Óttarsson var auglýstur sem stuðningsmaður á heimasíðu frambjóðandans sem kæran beindist að. Flokkur, sem kallar til mikilla valda og ábyrgðar, verður að hreinsa upp mál af þessum toga með öðrum hætti - ef kjósendur eiga að geta treyst honum. Þegar opinber ráðherraefni eiga í hlut varðar málið fleiri en félaga í Sjálfstæðisflokknum.Arfleifð Davíðs husluðMarkmið hinna stjórnlausu skæruliða sem ráða Valhöll í skjóli velviljaðs afskiptaleysis Geirs H. Haarde virðist vera að husla sem skjótast pólitískt dánarbú Davíðs Oddssonar. Einni reku var kastað þegar Kjartan Gunnarsson var rekinn einsog fallinn erkiengill úr Paradís Valhallar. Í staðinn var Andri ráðinn, sem þá var þekktur fyrir að hafa skrifað meitlaðar árásargreinar á Björn Bjarnason, á vefriti fóstursonar formannsins. Í kjölfarið var steypt undan prófkjöri Björns með meistaralegri eldsprengjuárás korteri fyrir kosningu í formi alræmdrar ályktunar stjórnar SUS, sem minnti helst á Tet-sókn skæruliða Viet-kong á sínum tíma.Skæruliðar Geirs létu sér ekki nægja að hlaða Birni einum. Þeir unnu með virkum hætti gegn ungum þingmönnum sem Davíð sagði að hefðu einir gengið með sér undir höggið í fjölmiðlamálinu. Sigurði Kára og Birgi Ármannssyni var refsað grimmilega fyrir að hafa stutt Davíð Oddsson þegar launráðum í bland við eitrað vald var beitt til að sölsa leiðtogasætið í borginni frá Ingu Jónu Þórðardóttur, móður Borgars Bjarnarbana, og því smellt undir Björn Bjarnason. Prófkjörið snerist um hefnd fyrir þann verknað.Fullhefnt er RáðhússinsÍ Sturlungu kölluðu hefndir einatt á ný vígaferli og nýjar hefndir. Í leiðangri Þórðunga í prófkjörinu í Reykjavík var því sáð til nýrra og langvinnra átaka. Á Alþingi situr nú ættarlaukur Engeyinga og bíður færis. Hann veit, að sá kann allt sem bíða kann. Ungu þingmennirnir sem nú ganga frá prófkjöri pústrum þrútnir munu vitaskuld veita Engeyingum gegn hinum nýju Þórðungum þegar tími uppgjörsins rennur upp. Hann kemur.Á meðan sleikir gamalt ljón pólitísk sár í myrkum hæðum Seðlabankans og undrast þá heift sem arfleifð hans mætir eftir áralanga þjónustu við flokk, sem honum tókst að berja saman, en skæruliðar Valhallar hafa nú lamið sundur. Björn Bjarnason sagði að flokksmenn væru með óbragð í munni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kemur lemstraður og blóðrisa út úr prófkjöri sínu. Þar sáðu sigurvegarar til sundrungar sem líkleg er til að kalla fram langvinn átök einsog þau sem áratugum saman skóku flokkinn milli Gunnars Thoroddsen og Geirs Hallgrímssonar. Í eftirleik prófkjörsins ganga harðar ásakanir um óheiðarleg vinnubrögð sem kunni að hafa ráðið úrslitum. Pöntuð rannsóknGísli Freyr Valdórsson, kosningastjóri eins þeirra sem var píndur til að ganga svipugöng skæruliðanna í Valhöll, lýsti í Kastljósi hvernig tveir sigursælustu frambjóðendur prófkjörsins hefðu haft undir höndum öflugri og ítarlegri kjörgögn en aðrir. Hvaðan komu þessi gögn, sem hugsanlegt er að hafi ráðið úrslitum í þeirri miklu símasmölun sem átti sér stað? Ritstjóri Morgunblaðsins segir í gær að spyrja megi „hvort einhver gögn hafi verið tekin ófrjálsri hendi úr tölvukerfum Sjálfstæðisflokksins og notuð í prófkjörinu." NFS hafði eftir Kjartani Gunnarssyni að það væri „hreinn stuldur" hafi einhver frambjóðenda í prófkjörinu komist yfir aðra flokksskrá en þá sem var í boði fyrir alla frambjóðendur.Innan Sjálfstæðisflokksins hlykkjast réttlætið eftir sérkennilegum krákustígum. Í yfirlýsingu frá þeim sem klagaður var sagði: „Að beiðni þeirra sem stjórnuðu úthringingum fyrir framboð mitt, voru þessar ávirðingar rannsakaðar af starfsfólki Valhallar. Niðurstaðan var afgerandi á þá leið að enginn grunur væri uppi um misnotkun." Það er nefnilega það.Sá, sem kvað upp úrskurðinn, er nýr framkvæmdastjóri flokksins, Andri Óttarsson. Í kjölfar „rannsóknarinnar" sendi hann frambjóðendum bréf þar sem hann birti eftirfarandi sýknudóm: „Ekkert kom fram í þeirri úttekt sem bendir til þess að misnotkun á upplýsingum hafi átt sér stað." Andri Óttarsson var auglýstur sem stuðningsmaður á heimasíðu frambjóðandans sem kæran beindist að. Flokkur, sem kallar til mikilla valda og ábyrgðar, verður að hreinsa upp mál af þessum toga með öðrum hætti - ef kjósendur eiga að geta treyst honum. Þegar opinber ráðherraefni eiga í hlut varðar málið fleiri en félaga í Sjálfstæðisflokknum.Arfleifð Davíðs husluðMarkmið hinna stjórnlausu skæruliða sem ráða Valhöll í skjóli velviljaðs afskiptaleysis Geirs H. Haarde virðist vera að husla sem skjótast pólitískt dánarbú Davíðs Oddssonar. Einni reku var kastað þegar Kjartan Gunnarsson var rekinn einsog fallinn erkiengill úr Paradís Valhallar. Í staðinn var Andri ráðinn, sem þá var þekktur fyrir að hafa skrifað meitlaðar árásargreinar á Björn Bjarnason, á vefriti fóstursonar formannsins. Í kjölfarið var steypt undan prófkjöri Björns með meistaralegri eldsprengjuárás korteri fyrir kosningu í formi alræmdrar ályktunar stjórnar SUS, sem minnti helst á Tet-sókn skæruliða Viet-kong á sínum tíma.Skæruliðar Geirs létu sér ekki nægja að hlaða Birni einum. Þeir unnu með virkum hætti gegn ungum þingmönnum sem Davíð sagði að hefðu einir gengið með sér undir höggið í fjölmiðlamálinu. Sigurði Kára og Birgi Ármannssyni var refsað grimmilega fyrir að hafa stutt Davíð Oddsson þegar launráðum í bland við eitrað vald var beitt til að sölsa leiðtogasætið í borginni frá Ingu Jónu Þórðardóttur, móður Borgars Bjarnarbana, og því smellt undir Björn Bjarnason. Prófkjörið snerist um hefnd fyrir þann verknað.Fullhefnt er RáðhússinsÍ Sturlungu kölluðu hefndir einatt á ný vígaferli og nýjar hefndir. Í leiðangri Þórðunga í prófkjörinu í Reykjavík var því sáð til nýrra og langvinnra átaka. Á Alþingi situr nú ættarlaukur Engeyinga og bíður færis. Hann veit, að sá kann allt sem bíða kann. Ungu þingmennirnir sem nú ganga frá prófkjöri pústrum þrútnir munu vitaskuld veita Engeyingum gegn hinum nýju Þórðungum þegar tími uppgjörsins rennur upp. Hann kemur.Á meðan sleikir gamalt ljón pólitísk sár í myrkum hæðum Seðlabankans og undrast þá heift sem arfleifð hans mætir eftir áralanga þjónustu við flokk, sem honum tókst að berja saman, en skæruliðar Valhallar hafa nú lamið sundur. Björn Bjarnason sagði að flokksmenn væru með óbragð í munni.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun