Flug lá niðri og skip slitnuðu úr festum í aftakaveðri 6. nóvember 2006 05:45 Meðal þess sem fauk um víðan völl í gær voru trampólín. Lögregla og björgunarsveitarmenn unnu sleitulaust við að aðstoða þá sem urðu fyrir barðinu á óveðrinu í gær. Aftakaveður olli miklu tjóni um allt land í gær. Millilanda- og innanlandsflug lá niðri fram eftir degi og má búast við seinkunum á millilandaflugi í dag. Þrjú skip slitu landfestar, tvö í Hafnarfirði og eitt á Skagaströnd. Rúður brotnuðu í bílum í grjótfoki á Möðrudals-öræfum. Ekki er vitað til þess að nein teljandi slys hafi orðið á fólki. Keflavíkurflugvelli var lokað vegna veðurs í gærmorgun og öllu flugi til landsins beint til Glasgow, en slíkt hefur ekki gerst í fjögur ár. Hundruð farþega biðu í Leifsstöð eftir að flug hæfist á ný, sem gerðist upp úr klukkan þrjú. Innanlandsflug lá niðri í gærdag og hófst ekki á ný fyrr en í gærkvöldi. Nokkuð var um að skip slitnuðu frá í óveðrinu. Um níuleytið í gærmorgun var tilkynnt um tvö skip, togara og stálbát, sem rak frá bryggju í Hafnarfirði og strönduðu á klöpp. Björgunarsveitarmenn og starfsmenn hafnarinnar unnu við að koma þeim aftur upp að bryggju og var því lokið seinnipartinn. Togarinn Margrét SK-20 slitnaði einnig frá bryggju á Skagaströnd en björgunarsveitarmenn náðu að binda skipið við bryggju á ný. Fljúgandi grjót braut rúður í fólksbílum sem voru á ferð á Möðrudalsöræfum snemma í gær. Björgunarsveitarbíll Landsbjargar varð einnig fyrir skemmdum vegna grjótfoks þegar hann kom á staðinn til aðstoðar. Veginum var lokað upp úr hádegi vegna veðurofsans og var ekki opnaður aftur fyrr en í gærkvöld. Lögregla og björgunarsveitarmenn um land allt áttu fullt í fangi með að aðstoða þá sem urðu fyrir barðinu á óveðrinu. Meðal annars losnuðu þakplötur af húsum, hjólhýsi fuku um koll og fiskikör ásamt öðrum lauslegum munum fuku. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, höfðu björgunarsveitarmenn sinnt hátt í tvö hundruð útköllum um hádegisbil í gær. Talsmaður lögreglunnar í Reykjavík beinir þeim tilmælum til fólks að ganga betur frá lausum hlutum úti við enda hefði verið vitað af óveðrinu nokkru áður en það skall á. Innlent Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira
Aftakaveður olli miklu tjóni um allt land í gær. Millilanda- og innanlandsflug lá niðri fram eftir degi og má búast við seinkunum á millilandaflugi í dag. Þrjú skip slitu landfestar, tvö í Hafnarfirði og eitt á Skagaströnd. Rúður brotnuðu í bílum í grjótfoki á Möðrudals-öræfum. Ekki er vitað til þess að nein teljandi slys hafi orðið á fólki. Keflavíkurflugvelli var lokað vegna veðurs í gærmorgun og öllu flugi til landsins beint til Glasgow, en slíkt hefur ekki gerst í fjögur ár. Hundruð farþega biðu í Leifsstöð eftir að flug hæfist á ný, sem gerðist upp úr klukkan þrjú. Innanlandsflug lá niðri í gærdag og hófst ekki á ný fyrr en í gærkvöldi. Nokkuð var um að skip slitnuðu frá í óveðrinu. Um níuleytið í gærmorgun var tilkynnt um tvö skip, togara og stálbát, sem rak frá bryggju í Hafnarfirði og strönduðu á klöpp. Björgunarsveitarmenn og starfsmenn hafnarinnar unnu við að koma þeim aftur upp að bryggju og var því lokið seinnipartinn. Togarinn Margrét SK-20 slitnaði einnig frá bryggju á Skagaströnd en björgunarsveitarmenn náðu að binda skipið við bryggju á ný. Fljúgandi grjót braut rúður í fólksbílum sem voru á ferð á Möðrudalsöræfum snemma í gær. Björgunarsveitarbíll Landsbjargar varð einnig fyrir skemmdum vegna grjótfoks þegar hann kom á staðinn til aðstoðar. Veginum var lokað upp úr hádegi vegna veðurofsans og var ekki opnaður aftur fyrr en í gærkvöld. Lögregla og björgunarsveitarmenn um land allt áttu fullt í fangi með að aðstoða þá sem urðu fyrir barðinu á óveðrinu. Meðal annars losnuðu þakplötur af húsum, hjólhýsi fuku um koll og fiskikör ásamt öðrum lauslegum munum fuku. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, höfðu björgunarsveitarmenn sinnt hátt í tvö hundruð útköllum um hádegisbil í gær. Talsmaður lögreglunnar í Reykjavík beinir þeim tilmælum til fólks að ganga betur frá lausum hlutum úti við enda hefði verið vitað af óveðrinu nokkru áður en það skall á.
Innlent Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira