Af hverju vilja sjálfstæðismenn ekki konur? 4. nóvember 2006 06:00 Þegar rætt er um stöðu kynjanna innan stjórnmálaflokka á Íslandi þá er hún að mörgu leyti býsna góð. Í þremur stjórnmálaflokkum, Vinstrihreyfingunni-grænu framboði, Samfylkingu og Framsóknarflokki, er forystusveitin þéttskipuð konum. Allir hafa þessir flokkar sett einhverjar reglur til að tryggja jafna stöðu kynjanna á framboðslistum og búast má við því að í þingkosningum vorið 2007 muni þessir flokkar tryggja kjósendum nægt framboð af hæfum konum til að velja um, við hlið margra hæfra karla sem einnig munu verða í framboði. Samt sem áður er staða kvenna í íslenskum stjórnmálum í uppnámi. Væntingar kjósenda virðast vera þær að konum á alþingi muni fækka eftir næstu kosningar. Hvernig má það vera þegar litið er til góðrar stöðu kvenna innan þriggja stjórnmálaflokka? Enginn vafi er á því hverju um er að kenna. Innan Sjálfstæðisflokksins eru hlutföll kynjanna engan veginn þau sömu og innan annarra flokka. Þar ná konur ekki því að vera hálfdrættingar á við karlmenn á framboðslistum. Og á meðan 40% þjóðarinnar styður þennan karlveldisflokk þá er það hann sem mestu ræður um að hlutföll kynjanna á löggjafarþinginu eru ekki í meira jafnvægi en raun ber vitni. Flestir sjálfstæðismenn sem þurfa að svara fyrir þetta eru sammála um að þetta sé óæskilegt. Að þeir vilji hlut kvenna meiri í íslenskum stjórnmálum. Engin ástæða er til að efast um að þetta sé mælt af heilindum og þeir meini það sem þeir segja um þessi mál. En hvers vegna eru sjálfstæðismenn þá ófærir um að breyta ástandinu? Af hverju viðhelst þar misrétti þar sem búið er að útrýma í öðrum flokkum? Orðræða sjálfstæðismanna veitir vísbendingu um svarið. Þeir vilja velja "hæfustu einstaklingana" til forystu. Í sjálfu sér er ekkert athugavert við það sjónarmið en ég á hins vegar erfitt með að ímynda sér slíkan hóp án þess að í honum séu kynjahlutföll í jafnvægi. Ef sjálfstæðismenn ráða við það þá er skýringin líklega sú að þeir sækja fyrirmyndir í eina átt: Til hins alráða markaðar Á Íslandi er misrétti kynjanna hvergi meira áberandi en þegar kemur að atvinnutekjum. Atvinnutekjur kvenna eru ríflega 60% af tekjum karla og hefur það hlutfall ekkert haggast áratugum saman þrátt fyrir öfluga og skelegga jafnréttisbaráttu. Enda hefur hún beinst í annan farveg; það sem einkum hefur verið leiðrétt er staða kynjanna innan hins opinbera geira. Sú jafnréttisbarátta hefur litlu skilað vegna þess að undanfarna áratugi hefur margt sem áður tilheyrði opinberri þjónustu verið fært inn á svið einkageirans, til viðskiptalífsins. Innan viðskiptalífsins ríkir grímulaus mismunun sem formgerist í launaleyndinni, valdi forstjóranna til að leyna því hvernig sumum starfsmönnum er hampað á kostnað annarra. Launaleyndin er ein leið til að viðhalda mismunun kynjanna en þær eru fleiri. Nægir þar að líta á stjórnunarstöður hjá viðskiptalífinu. Þar kemst ein og ein kona á blað en hlutfallstölur ljúga ekki: Íslenskt viðskiptalíf er karlveldissamfélag. Að mati sjálfstæðismanna er enginn æðri dómstóll en markaðurinn og það sem viðgengst á markaði er alltaf rétt. Þess vegna vilja þeir jafnan skerða hlut opinberra aðila sem mest enda er sá hlutur í hugum þeirra frávik sem truflar hina ósýnilegu og alvitru hönd. Þar af leiðir sjálfkrafa að karlveldissamfélag innan viðskiptalífsins, þar sem karlar púkka upp á aðra karla undir því yfirskyni að þeir séu "hæfustu einstaklingarnir", hlýtur að vera bein eða óbein fyrirmynd í flokksstarfinu. Til hvers ættu sjálfstæðismenn að haga málum öðruvísi í eigin samfélagi en því samfélagi sem þeir skilgreina sem fyrirmynd allra annarra, samfélagi stórfyritækisins? Umræðan um það hvort lítið framboð sé á hæfum konum í Sjálfstæðisflokknum, eða þá hvort lítil eftirspurn sé eftir þeim sem þó eru í boði, er að mínu mati einungis hliðarspor frá stærri umræðu, um stöðu kvenna innan íslensks viðskiptalífs. Flokkur sem trúir á viðskiptalífið sem hina einu réttu fyrirmynd mun aldrei laga heimsmynd sína að öðru módeli sem hann fyrirlítur, jafnréttissamfélagi hins opinbera. Þess vegna voru úrslitin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um seinustu helgi ekki óvænt. En ef við, kjósendur og almenningur í landinu, viljum breyta þessu þá nægir ekki að skammast út í íhaldið. Við ættum frekar að líta gagnrýnum augum til hinna raunverulegu valdhafa á Íslandi, viðskiptamógúlanna. Það eru þeir sem viðhalda karlveldinu á Íslandi. Innan Sjálfstæðisflokksins eru hlutföll kynjanna engan veginn þau sömu og innan annarra flokka. Þar ná konur ekki því að vera hálfdrættingar á við karlmenn á framboðslistum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Sverrir Jakobsson Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Þegar rætt er um stöðu kynjanna innan stjórnmálaflokka á Íslandi þá er hún að mörgu leyti býsna góð. Í þremur stjórnmálaflokkum, Vinstrihreyfingunni-grænu framboði, Samfylkingu og Framsóknarflokki, er forystusveitin þéttskipuð konum. Allir hafa þessir flokkar sett einhverjar reglur til að tryggja jafna stöðu kynjanna á framboðslistum og búast má við því að í þingkosningum vorið 2007 muni þessir flokkar tryggja kjósendum nægt framboð af hæfum konum til að velja um, við hlið margra hæfra karla sem einnig munu verða í framboði. Samt sem áður er staða kvenna í íslenskum stjórnmálum í uppnámi. Væntingar kjósenda virðast vera þær að konum á alþingi muni fækka eftir næstu kosningar. Hvernig má það vera þegar litið er til góðrar stöðu kvenna innan þriggja stjórnmálaflokka? Enginn vafi er á því hverju um er að kenna. Innan Sjálfstæðisflokksins eru hlutföll kynjanna engan veginn þau sömu og innan annarra flokka. Þar ná konur ekki því að vera hálfdrættingar á við karlmenn á framboðslistum. Og á meðan 40% þjóðarinnar styður þennan karlveldisflokk þá er það hann sem mestu ræður um að hlutföll kynjanna á löggjafarþinginu eru ekki í meira jafnvægi en raun ber vitni. Flestir sjálfstæðismenn sem þurfa að svara fyrir þetta eru sammála um að þetta sé óæskilegt. Að þeir vilji hlut kvenna meiri í íslenskum stjórnmálum. Engin ástæða er til að efast um að þetta sé mælt af heilindum og þeir meini það sem þeir segja um þessi mál. En hvers vegna eru sjálfstæðismenn þá ófærir um að breyta ástandinu? Af hverju viðhelst þar misrétti þar sem búið er að útrýma í öðrum flokkum? Orðræða sjálfstæðismanna veitir vísbendingu um svarið. Þeir vilja velja "hæfustu einstaklingana" til forystu. Í sjálfu sér er ekkert athugavert við það sjónarmið en ég á hins vegar erfitt með að ímynda sér slíkan hóp án þess að í honum séu kynjahlutföll í jafnvægi. Ef sjálfstæðismenn ráða við það þá er skýringin líklega sú að þeir sækja fyrirmyndir í eina átt: Til hins alráða markaðar Á Íslandi er misrétti kynjanna hvergi meira áberandi en þegar kemur að atvinnutekjum. Atvinnutekjur kvenna eru ríflega 60% af tekjum karla og hefur það hlutfall ekkert haggast áratugum saman þrátt fyrir öfluga og skelegga jafnréttisbaráttu. Enda hefur hún beinst í annan farveg; það sem einkum hefur verið leiðrétt er staða kynjanna innan hins opinbera geira. Sú jafnréttisbarátta hefur litlu skilað vegna þess að undanfarna áratugi hefur margt sem áður tilheyrði opinberri þjónustu verið fært inn á svið einkageirans, til viðskiptalífsins. Innan viðskiptalífsins ríkir grímulaus mismunun sem formgerist í launaleyndinni, valdi forstjóranna til að leyna því hvernig sumum starfsmönnum er hampað á kostnað annarra. Launaleyndin er ein leið til að viðhalda mismunun kynjanna en þær eru fleiri. Nægir þar að líta á stjórnunarstöður hjá viðskiptalífinu. Þar kemst ein og ein kona á blað en hlutfallstölur ljúga ekki: Íslenskt viðskiptalíf er karlveldissamfélag. Að mati sjálfstæðismanna er enginn æðri dómstóll en markaðurinn og það sem viðgengst á markaði er alltaf rétt. Þess vegna vilja þeir jafnan skerða hlut opinberra aðila sem mest enda er sá hlutur í hugum þeirra frávik sem truflar hina ósýnilegu og alvitru hönd. Þar af leiðir sjálfkrafa að karlveldissamfélag innan viðskiptalífsins, þar sem karlar púkka upp á aðra karla undir því yfirskyni að þeir séu "hæfustu einstaklingarnir", hlýtur að vera bein eða óbein fyrirmynd í flokksstarfinu. Til hvers ættu sjálfstæðismenn að haga málum öðruvísi í eigin samfélagi en því samfélagi sem þeir skilgreina sem fyrirmynd allra annarra, samfélagi stórfyritækisins? Umræðan um það hvort lítið framboð sé á hæfum konum í Sjálfstæðisflokknum, eða þá hvort lítil eftirspurn sé eftir þeim sem þó eru í boði, er að mínu mati einungis hliðarspor frá stærri umræðu, um stöðu kvenna innan íslensks viðskiptalífs. Flokkur sem trúir á viðskiptalífið sem hina einu réttu fyrirmynd mun aldrei laga heimsmynd sína að öðru módeli sem hann fyrirlítur, jafnréttissamfélagi hins opinbera. Þess vegna voru úrslitin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um seinustu helgi ekki óvænt. En ef við, kjósendur og almenningur í landinu, viljum breyta þessu þá nægir ekki að skammast út í íhaldið. Við ættum frekar að líta gagnrýnum augum til hinna raunverulegu valdhafa á Íslandi, viðskiptamógúlanna. Það eru þeir sem viðhalda karlveldinu á Íslandi. Innan Sjálfstæðisflokksins eru hlutföll kynjanna engan veginn þau sömu og innan annarra flokka. Þar ná konur ekki því að vera hálfdrættingar á við karlmenn á framboðslistum.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun