Greiðsla óheppileg fyrir lífeyrissjóðinn 4. nóvember 2006 09:30 Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, segir óheppilegt að ekki hafi verið greitt fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun með bréfum sem hægt væri að selja á markaði. „Ég neita því ekki að það hefði verið heppilegra að fá einhvern hluta greiddan með bréfum sem hægt væri að selja á markaði. En það var ekki stjórn lífeyrissjóðsins sem kom að því að ákveða það heldur borgarstjórn.“ Gengið var frá kaupum íslenska ríkisins á helmingshlut í Landsvirkjun 1. nóvember síðastliðinn, en hluturinn var áður 45 prósent í eigu Reykjavíkurborgar og fimm prósent í eigu Akureyrarbæjar. Ríkið greiðir fyrir hlutinn með skuldabréfi til 28 ára en þrír milljarðar eru greiddir beint út. Samningarnir, sem undirritaðir voru 1. nóvember, taka gildi 1. janúar á næsta ári. Samtals greiddi ríkið rúma 30 milljarða fyrir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir vandlega hafa verið farið yfir þessi mál áður en fallist var á það greiðsluform sem varð ofan á. „Sigurður Snævarr borgarhagfræðingur og Birgir Finnbogason fjármálastjóri áttu viðræður við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna áður en fallist var á þetta greiðsluform. Það var farið vandlega yfir þessa þætti og ákvarðanir teknar að vel athuguðu máli.“ Alfreð segist sáttur við söluna á hlut Reykjavíkurborgar nú en segir einkavæðingarhugmyndir ráðherra í ríkisstjórn hafa gert út um frekari viðræður. „Salan á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun var tímabær af ýmsum ástæðum. Ekki síst vegna þess að það er ekki skynsamlegt að Reykjavíkurborg liggi með fjármuni bundna í tveimur stórum orkufyrirtækjum. Ég kom að viðræðum um þessa sölu í tíð Reykjavíkurlistans og það var ágætis samstaða um málið þangað til tveir ráðherrar, Geir H. Haarde sem þá var fjármálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, viðruðu hugmyndir um að einkavæða fyrirtækið. Þá sigldu viðræðurnar í strand.“ Innlent Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Sjá meira
Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, segir óheppilegt að ekki hafi verið greitt fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun með bréfum sem hægt væri að selja á markaði. „Ég neita því ekki að það hefði verið heppilegra að fá einhvern hluta greiddan með bréfum sem hægt væri að selja á markaði. En það var ekki stjórn lífeyrissjóðsins sem kom að því að ákveða það heldur borgarstjórn.“ Gengið var frá kaupum íslenska ríkisins á helmingshlut í Landsvirkjun 1. nóvember síðastliðinn, en hluturinn var áður 45 prósent í eigu Reykjavíkurborgar og fimm prósent í eigu Akureyrarbæjar. Ríkið greiðir fyrir hlutinn með skuldabréfi til 28 ára en þrír milljarðar eru greiddir beint út. Samningarnir, sem undirritaðir voru 1. nóvember, taka gildi 1. janúar á næsta ári. Samtals greiddi ríkið rúma 30 milljarða fyrir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir vandlega hafa verið farið yfir þessi mál áður en fallist var á það greiðsluform sem varð ofan á. „Sigurður Snævarr borgarhagfræðingur og Birgir Finnbogason fjármálastjóri áttu viðræður við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna áður en fallist var á þetta greiðsluform. Það var farið vandlega yfir þessa þætti og ákvarðanir teknar að vel athuguðu máli.“ Alfreð segist sáttur við söluna á hlut Reykjavíkurborgar nú en segir einkavæðingarhugmyndir ráðherra í ríkisstjórn hafa gert út um frekari viðræður. „Salan á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun var tímabær af ýmsum ástæðum. Ekki síst vegna þess að það er ekki skynsamlegt að Reykjavíkurborg liggi með fjármuni bundna í tveimur stórum orkufyrirtækjum. Ég kom að viðræðum um þessa sölu í tíð Reykjavíkurlistans og það var ágætis samstaða um málið þangað til tveir ráðherrar, Geir H. Haarde sem þá var fjármálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, viðruðu hugmyndir um að einkavæða fyrirtækið. Þá sigldu viðræðurnar í strand.“
Innlent Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Sjá meira