Sarunas segir að Virunas sé saklaus 31. október 2006 07:00 Hinir ákærðu Ásamt Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni annars þeirra. Þeim er gefið að sök að hafa reynt að smygla tólf kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu í júlí síðastliðnum. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli á hendur Sarunasi Budvytis og Virunasi Kavalciukas vegna stórfellds fíkniefnainnflutnings. Mönnunum, sem báðir eru frá Litháen, er gefið að sök að hafa í hagnaðarskyni reynt að flytja hingað til lands rétt tæp tólf kíló af amfetamíni. Efnin fundust í eldsneytistanki bifreiðar sem þeir voru á um borð í Norrænu þegar ferjan lagði að á Seyðisfirði snemma í júlí á þessu ári. Magn fíkniefnanna er það langmesta sem reynt hefur verið að smygla með Norrænu og er talið að söluverðmæti þeirra geti hlaupið á mörgum tugum milljóna króna. Sarunas sagði fyrir dómi að par í Litháen hefði beðið hann um að fara með bílinn til Íslands. Sagðist hann hafa haldið að efnin í eldsneytistankinum væru hestasterar. Átti hann að fá greidd 3.000 pund, eða um 390 þúsund krónur, fyrir innflutninginn auk alls ferðakostnaðar. Hann sagði að upprunalega hefði maður sem heitir Arvidas átt að fara með honum í ferðina en hann fótbrotnaði nokkrum dögum áður en þeir áttu að leggja í hann. Þar sem um langa ferð var að ræða vildi hann ekki fara einn og hefði því beðið Virunas um að koma með sér þegar hann rakst á hann á götu úti tveimur dögum áður en farið var af stað, en þeir þekktust frá fornu fari. Sarunas fullyrti að Virunas hefði ekki vitað hver tilgangur ferðarinnar væri og haldið að þeir ætluðu sem ferðamenn til Íslands. Hann væri því saklaus af öllu misjöfnu. Sarunas sagðist hafa haldið öllum kvittunum til haga vegna kostnaðar við ferðina til að fá endurgreitt síðar og geymt þær kvittanir í bílnum. Þær hafa hins vegar aldrei fundist og sagði Sarunas líklegast að tollverðir á Seyðisfirði hafi hirt þær. Þegar til Íslands væri komið átti hann að hringja í ákveðið símanúmer og fá leiðbeiningar um hvert hann ætti að fara með bílinn. Hann hafði engar frekari upplýsingar um það utan þess að um íslenskan sveitabæ væri að ræða. Eftir handtökuna hafi lögreglumenn reynt að hringja í það númer sem hann var með en enginn svarað. Virunas neitaði því að hafa vitað um nokkur efni í bílnum. Hann sagði Sarunas hafa boðið sér með sem ferðamanni og hann hefði þegið boðið vegna þess að ferðin væri honum að kostnaðarlausu. Hann væri því saklaus af ákærunni. Innlent Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fleiri fréttir Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli á hendur Sarunasi Budvytis og Virunasi Kavalciukas vegna stórfellds fíkniefnainnflutnings. Mönnunum, sem báðir eru frá Litháen, er gefið að sök að hafa í hagnaðarskyni reynt að flytja hingað til lands rétt tæp tólf kíló af amfetamíni. Efnin fundust í eldsneytistanki bifreiðar sem þeir voru á um borð í Norrænu þegar ferjan lagði að á Seyðisfirði snemma í júlí á þessu ári. Magn fíkniefnanna er það langmesta sem reynt hefur verið að smygla með Norrænu og er talið að söluverðmæti þeirra geti hlaupið á mörgum tugum milljóna króna. Sarunas sagði fyrir dómi að par í Litháen hefði beðið hann um að fara með bílinn til Íslands. Sagðist hann hafa haldið að efnin í eldsneytistankinum væru hestasterar. Átti hann að fá greidd 3.000 pund, eða um 390 þúsund krónur, fyrir innflutninginn auk alls ferðakostnaðar. Hann sagði að upprunalega hefði maður sem heitir Arvidas átt að fara með honum í ferðina en hann fótbrotnaði nokkrum dögum áður en þeir áttu að leggja í hann. Þar sem um langa ferð var að ræða vildi hann ekki fara einn og hefði því beðið Virunas um að koma með sér þegar hann rakst á hann á götu úti tveimur dögum áður en farið var af stað, en þeir þekktust frá fornu fari. Sarunas fullyrti að Virunas hefði ekki vitað hver tilgangur ferðarinnar væri og haldið að þeir ætluðu sem ferðamenn til Íslands. Hann væri því saklaus af öllu misjöfnu. Sarunas sagðist hafa haldið öllum kvittunum til haga vegna kostnaðar við ferðina til að fá endurgreitt síðar og geymt þær kvittanir í bílnum. Þær hafa hins vegar aldrei fundist og sagði Sarunas líklegast að tollverðir á Seyðisfirði hafi hirt þær. Þegar til Íslands væri komið átti hann að hringja í ákveðið símanúmer og fá leiðbeiningar um hvert hann ætti að fara með bílinn. Hann hafði engar frekari upplýsingar um það utan þess að um íslenskan sveitabæ væri að ræða. Eftir handtökuna hafi lögreglumenn reynt að hringja í það númer sem hann var með en enginn svarað. Virunas neitaði því að hafa vitað um nokkur efni í bílnum. Hann sagði Sarunas hafa boðið sér með sem ferðamanni og hann hefði þegið boðið vegna þess að ferðin væri honum að kostnaðarlausu. Hann væri því saklaus af ákærunni.
Innlent Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fleiri fréttir Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Sjá meira