Peningaskápurinn ... 27. október 2006 00:01 Auðkýfingar ásælast Bond-bílinnFranski auðkýfingurinn Bernard Arnault og belgíski milljarðamæringurinn Albert Frere eru sagðir íhuga að stofna fjárfestingasjóð sem mun meðal annars kaupa framleiðslu á Aston Martin-bílum frá bandaríska bílaframleiðandanum Ford.Bílarnir eru breskir og hefur kvennagullið og njósnari hennar hátignar, James Bond, ekið um í bifreiðum frá Aston Martin í nokkrum kvikmyndum um ævintýri hans, síðast í Die Another Day, sem tekin var upp að hluta hér á landi. Arnault og Frere eru með ríkustu mönnum Evrópu. Arnault er sjöundi ríkasti maður í heimi samkvæmt bandaríska viðskiptatímaritinu Forbes en Frere er ríkasti maður í Belgíu. Í fjárfestingasjóðnum verður einn milljarður evra, ríflega 86 milljarðar íslenskra króna.Sony hugsar um neytendurnaSony beitir nú öllum ráðum til að koma í veg fyrir að leikjatölvan PlayStation 3 berist strax til Evrópu. Tölvan fer hins vegar á markað í Japan og Bandaríkjunum í næsta mánuði, en á ekki að koma til Evrópu fyrr en í mars. Harðir leikjatölvuunnendur sem hér hafa beðið óþreyjufullir eru því skiljanlega sárir yfir því að verða með þeim síðustu til að fá leikjatölvuna. Talsmaður Sony segir fyrirtækið hins vegar bera hag neytenda fyrir brjósti, ekki sé enn hægt að spila leiki fyrir eldri útgáfur í þeirri nýju, auk þess sem ekki sé hægt að spila Blu-ray diska, sem gefnir hafa verið út í Evrópu í leikjatölvum frá Bandaríkjunum og Japan. Þeir sem keypt hafi tölvu þaðan og reyndu að nota í Evrópu sætu því uppi með leikjatölvu sem þeir gætu ekki notað. Í mars á hins vegar að vera búið að búa þannig um hnútana að tölvan ráði við evrópsku Blu-ray diskana. Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Auðkýfingar ásælast Bond-bílinnFranski auðkýfingurinn Bernard Arnault og belgíski milljarðamæringurinn Albert Frere eru sagðir íhuga að stofna fjárfestingasjóð sem mun meðal annars kaupa framleiðslu á Aston Martin-bílum frá bandaríska bílaframleiðandanum Ford.Bílarnir eru breskir og hefur kvennagullið og njósnari hennar hátignar, James Bond, ekið um í bifreiðum frá Aston Martin í nokkrum kvikmyndum um ævintýri hans, síðast í Die Another Day, sem tekin var upp að hluta hér á landi. Arnault og Frere eru með ríkustu mönnum Evrópu. Arnault er sjöundi ríkasti maður í heimi samkvæmt bandaríska viðskiptatímaritinu Forbes en Frere er ríkasti maður í Belgíu. Í fjárfestingasjóðnum verður einn milljarður evra, ríflega 86 milljarðar íslenskra króna.Sony hugsar um neytendurnaSony beitir nú öllum ráðum til að koma í veg fyrir að leikjatölvan PlayStation 3 berist strax til Evrópu. Tölvan fer hins vegar á markað í Japan og Bandaríkjunum í næsta mánuði, en á ekki að koma til Evrópu fyrr en í mars. Harðir leikjatölvuunnendur sem hér hafa beðið óþreyjufullir eru því skiljanlega sárir yfir því að verða með þeim síðustu til að fá leikjatölvuna. Talsmaður Sony segir fyrirtækið hins vegar bera hag neytenda fyrir brjósti, ekki sé enn hægt að spila leiki fyrir eldri útgáfur í þeirri nýju, auk þess sem ekki sé hægt að spila Blu-ray diska, sem gefnir hafa verið út í Evrópu í leikjatölvum frá Bandaríkjunum og Japan. Þeir sem keypt hafi tölvu þaðan og reyndu að nota í Evrópu sætu því uppi með leikjatölvu sem þeir gætu ekki notað. Í mars á hins vegar að vera búið að búa þannig um hnútana að tölvan ráði við evrópsku Blu-ray diskana.
Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira