Karlæg gildi kvenna 25. október 2006 00:01 Í síðustu viku voru birtar niðurstöður úr rannsókn sem Capacent gerði fyrir félagsmálaráðuneytið um launamyndun og kynbundinn launamun. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru vægast sagt köld kveðja til kvenna ári eftir að um 50 þúsund íslenskar konur sameinuðust í miðbæ Reykjavíkur um kröfuna um sömu laun fyrir sömu vinnu og 31 ári eftir að konur lögðu niður störf í heilan dag til að sýna fram á gildi vinnu kvenna. Óútskýrður munur á launum karla og kvenna, að teknu tilliti til starfsstéttar, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma, er hinn sami og fyrir tólf árum. Konur eru með 15,7% lægri laun en karlar árið 2006 en voru með 16% lægri laun en karlar árið 1994. Á sama tíma hefur þó allnokkur breyting átt sér stað í starfsumhverfu og starfsháttum þeirra fyrirtækja sem þátt tóku í rannsókn Capacent. Konum í fullu starfi hefur fjölgað og viðhorf kvenna til starfs síns hefur breyst en þetta hefur ekki skilað sér í minni kynbundnum launamun. 24. október í fyrra, daginn sem íslenskar konur sýndu í verki þá samstöðu sem ríkir um hina sjálfsögðu kröfu um jöfn laun karla og kvenna í sambærilegu starfi með sambærilega ábyrgð, kynnti félagsmálaráðherra jafnlaunavottunarkerfi. Þetta kerfi átti að veita fyrirtækjum gæðavottun um launajafnrétti. Markmiðið var að hvetja til þess að kynbundnum launamun yrði útrýmt. Skemst er frá að segja að lítið hefur spurst til þessa átaks síðan. Nú stendur yfir heildarendurskoðun laga um jafnan rétt kvenna og karla. Meðal verkefna nefndarinnar sem að þeirri endurskoðumn vinnur er að skoða þau ákvæði laganna sem taka til launajafnréttis. Endurskoðun laga og hugsanlegar breytingar á þeim, ásamt átaki og hvatningu til þess að konur og karlar fái sömu laun fyrir sambærileg störf eru góðra gjalda verð og jafnvel nauðsynleg. Þegar upp er staðið verða það þó ekki þessar formlegu leiðir sem munu leiða til þeirrar sjálfsögu niðurstöðu að óútskýranlegum launamun milli kynja verði útrýmt. Til þess þarf grundvallarviðhorfsbreytingu sem nær til karla og kvenna alls staðar í samfélaginu. Sem betur fer koma fram teikn í rannsókn Capacent um að slík viðhorfsbreyting eigi sér stað. Konur eru til dæmis mun líklegri nú en fyrir tólf árum til að hafa sóst eftir launahækkun og þær virðast einnig upplifa ábyrgð sína meiri en áður. Stjórnendur sem rætt var við í rannsókn Capacent mátu það líka sem svo að í yngsta aldurshópi kvenna á vinnumarkaði ríkti annað viðhorf en meðal hinna eldri. Stjórnendum þótti, að minnsta kosti sumum, sem yngri konur væru fylgnari sér en þær eldri og sýndu meira frumkvæði til starfsframa og krefjandi verkefna. Athygli vekur að stjórnendur flokka þessa eiginleika ungra kvenna sem karllæg gildi. Og kannski er það einmitt þarna sem hundurinn liggur grafinn. Árið 2006, 31 ári eftir að konur lögðu niður störf til að vekja athygli á vinnuframlagi sínu, er litið á sjálfsagðan hlut eins og að sækjast eftir ábyrgð og starfsframa sem karllæg gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Í síðustu viku voru birtar niðurstöður úr rannsókn sem Capacent gerði fyrir félagsmálaráðuneytið um launamyndun og kynbundinn launamun. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru vægast sagt köld kveðja til kvenna ári eftir að um 50 þúsund íslenskar konur sameinuðust í miðbæ Reykjavíkur um kröfuna um sömu laun fyrir sömu vinnu og 31 ári eftir að konur lögðu niður störf í heilan dag til að sýna fram á gildi vinnu kvenna. Óútskýrður munur á launum karla og kvenna, að teknu tilliti til starfsstéttar, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma, er hinn sami og fyrir tólf árum. Konur eru með 15,7% lægri laun en karlar árið 2006 en voru með 16% lægri laun en karlar árið 1994. Á sama tíma hefur þó allnokkur breyting átt sér stað í starfsumhverfu og starfsháttum þeirra fyrirtækja sem þátt tóku í rannsókn Capacent. Konum í fullu starfi hefur fjölgað og viðhorf kvenna til starfs síns hefur breyst en þetta hefur ekki skilað sér í minni kynbundnum launamun. 24. október í fyrra, daginn sem íslenskar konur sýndu í verki þá samstöðu sem ríkir um hina sjálfsögðu kröfu um jöfn laun karla og kvenna í sambærilegu starfi með sambærilega ábyrgð, kynnti félagsmálaráðherra jafnlaunavottunarkerfi. Þetta kerfi átti að veita fyrirtækjum gæðavottun um launajafnrétti. Markmiðið var að hvetja til þess að kynbundnum launamun yrði útrýmt. Skemst er frá að segja að lítið hefur spurst til þessa átaks síðan. Nú stendur yfir heildarendurskoðun laga um jafnan rétt kvenna og karla. Meðal verkefna nefndarinnar sem að þeirri endurskoðumn vinnur er að skoða þau ákvæði laganna sem taka til launajafnréttis. Endurskoðun laga og hugsanlegar breytingar á þeim, ásamt átaki og hvatningu til þess að konur og karlar fái sömu laun fyrir sambærileg störf eru góðra gjalda verð og jafnvel nauðsynleg. Þegar upp er staðið verða það þó ekki þessar formlegu leiðir sem munu leiða til þeirrar sjálfsögu niðurstöðu að óútskýranlegum launamun milli kynja verði útrýmt. Til þess þarf grundvallarviðhorfsbreytingu sem nær til karla og kvenna alls staðar í samfélaginu. Sem betur fer koma fram teikn í rannsókn Capacent um að slík viðhorfsbreyting eigi sér stað. Konur eru til dæmis mun líklegri nú en fyrir tólf árum til að hafa sóst eftir launahækkun og þær virðast einnig upplifa ábyrgð sína meiri en áður. Stjórnendur sem rætt var við í rannsókn Capacent mátu það líka sem svo að í yngsta aldurshópi kvenna á vinnumarkaði ríkti annað viðhorf en meðal hinna eldri. Stjórnendum þótti, að minnsta kosti sumum, sem yngri konur væru fylgnari sér en þær eldri og sýndu meira frumkvæði til starfsframa og krefjandi verkefna. Athygli vekur að stjórnendur flokka þessa eiginleika ungra kvenna sem karllæg gildi. Og kannski er það einmitt þarna sem hundurinn liggur grafinn. Árið 2006, 31 ári eftir að konur lögðu niður störf til að vekja athygli á vinnuframlagi sínu, er litið á sjálfsagðan hlut eins og að sækjast eftir ábyrgð og starfsframa sem karllæg gildi.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun