Spákaupmaðurinn: Alltaf á floti 25. október 2006 00:01 Ég er búinn að stafla upp í Glitni að undanförnu með góðum árangri. Bankinn hefur verið að taka við sér undanfarin misseri, eftir að forstjórinn gat farið að einbeita sér að öðru en að passa bakið á sér. Glitnir hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu. Tekið stærstu dílanna og nýtur kjölfestuhluthafa í stórum verkefnum. Fyrirtækjasviðið hefur verið að koma í ljós og svo virðist þetta offshore dæmi sem enginn skilur, einmitt hafa þann kost að enginn skilur það og þeir þurfa því ekki að vera að atast í jafn mikilli samkeppni á því svæði fyrir vikið. Sniðugt hjá þeim. Hitt sem ég er að veðja á er að stórir hluthafar bankans sitja á óleystu vandamáli sem er eignin í Straumi - Burðaráss. Flestir á markaði eru á því að til einhvers konar uppgjörs muni koma. Líklegast verði uppskipti á eignum og Straumur sigli inn í FL Group, Glitni og Landsbankann. Aðrir segja að Kalli Werners muni taka hlut í Straumi. Þar leggja menn til grundvallar að Karl hefur unnið með Björgólfi Thor í Actavis og getur hugsanlega leyst hluti með Björgólfi sem hinir geta ekki. Hinn möguleikinn er að Karl kaupi ásamt fleirum Björgólf út úr Straumi og þar með verði eignarhaldið svipað og á Glitni. Kannski að nýtt fjárfestingarfélag undir stjórn fyrrverandi forstjóra Straums kæmi aftur að málum. Hver veit! Ég skal ekki segja hver verður niðurstaðan. Mér finnst einhvers konar uppgjör óumflýjanlegt, en það skiptir ekki öllu máli. Líklegt er að spenna muni skapast um fyrirtækið og það hefur áhrif á gengi bréfa. Mér finnst því góður möguleiki á að maður geti hagnast á þessu svæði vegna átaka og spennu. Mér er í sjálfu sér sama hver er ástæða þess að ég græði. Annars hef ég varann á mér. Ég er ekki viss um að markaðurinn eigi mikið inni í bili. Krónan er orðinn sterkari en innistæða er fyrir til lengdar og eignir í útlöndum gefa ágætlega af sér. Ég hef verið að bæta verulega við erlenda stöðu síðan í fyrra. Gerði smá hlé þegar krónan féll. Gamla reglan um eggin og körfuna er í fullu gildi og ég ætla ekki að fara á skjálftavaktina þótt krónan falli. Þegar grynnkar í einum vasanum, þá er gott að hafa annan sem fyllist hraðar en maður hefur tök á að tæma. Þannig er það nú með mann eins og mig sem alltaf er á floti þótt aðrir sökkvi. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Ég er búinn að stafla upp í Glitni að undanförnu með góðum árangri. Bankinn hefur verið að taka við sér undanfarin misseri, eftir að forstjórinn gat farið að einbeita sér að öðru en að passa bakið á sér. Glitnir hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu. Tekið stærstu dílanna og nýtur kjölfestuhluthafa í stórum verkefnum. Fyrirtækjasviðið hefur verið að koma í ljós og svo virðist þetta offshore dæmi sem enginn skilur, einmitt hafa þann kost að enginn skilur það og þeir þurfa því ekki að vera að atast í jafn mikilli samkeppni á því svæði fyrir vikið. Sniðugt hjá þeim. Hitt sem ég er að veðja á er að stórir hluthafar bankans sitja á óleystu vandamáli sem er eignin í Straumi - Burðaráss. Flestir á markaði eru á því að til einhvers konar uppgjörs muni koma. Líklegast verði uppskipti á eignum og Straumur sigli inn í FL Group, Glitni og Landsbankann. Aðrir segja að Kalli Werners muni taka hlut í Straumi. Þar leggja menn til grundvallar að Karl hefur unnið með Björgólfi Thor í Actavis og getur hugsanlega leyst hluti með Björgólfi sem hinir geta ekki. Hinn möguleikinn er að Karl kaupi ásamt fleirum Björgólf út úr Straumi og þar með verði eignarhaldið svipað og á Glitni. Kannski að nýtt fjárfestingarfélag undir stjórn fyrrverandi forstjóra Straums kæmi aftur að málum. Hver veit! Ég skal ekki segja hver verður niðurstaðan. Mér finnst einhvers konar uppgjör óumflýjanlegt, en það skiptir ekki öllu máli. Líklegt er að spenna muni skapast um fyrirtækið og það hefur áhrif á gengi bréfa. Mér finnst því góður möguleiki á að maður geti hagnast á þessu svæði vegna átaka og spennu. Mér er í sjálfu sér sama hver er ástæða þess að ég græði. Annars hef ég varann á mér. Ég er ekki viss um að markaðurinn eigi mikið inni í bili. Krónan er orðinn sterkari en innistæða er fyrir til lengdar og eignir í útlöndum gefa ágætlega af sér. Ég hef verið að bæta verulega við erlenda stöðu síðan í fyrra. Gerði smá hlé þegar krónan féll. Gamla reglan um eggin og körfuna er í fullu gildi og ég ætla ekki að fara á skjálftavaktina þótt krónan falli. Þegar grynnkar í einum vasanum, þá er gott að hafa annan sem fyllist hraðar en maður hefur tök á að tæma. Þannig er það nú með mann eins og mig sem alltaf er á floti þótt aðrir sökkvi. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira