Olíumengun var í Glúmsstaðadalsá 23. október 2006 07:45 Rykmý horfið Skýrsla Náttúrustofu Austurlands sýnir að rykmý hvarf síðari hluta sumars. Umhverfismál Glúmsstaðadalsá var ekki inni í umhverfismati vegna Kárahnjúkavirkjunar þar sem ekki var talið að framkvæmdirnar hefðu nein áhrif á hana. Nú hefur komið í ljós að vatnsrennsli og aur úr borgöngum þrjú hafa neikvæð áhrif á dýralífið í ánni auk þess sem olíumengun var í henni í ágúst. Náttúrustofa Austurlands hefur rannsakað áhrif vatns og aurs úr borgöngum á dýralíf í Glúmsstaðadalsá, sem ásamt jökulánni Grjótá rennur í Hrafnkelu og er mikilvæg fyrir lífríki Hrafnkelu. Í skýrslunni segir að dýralíf í ánni hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum, rykmý hafi horfið nær alveg síðari hluta sumars og ánum og áttfætlumaurum hafi fjölgað verulega. „Erfitt er að meta hver áhrif slíkrar mengunar eru á dýralíf og hvort þau vari lengi,“ segir í skýrslu Náttúrustofunnar. Ekki sé hægt að segja til um hvað áhrifanna gætir langt niður eftir ánni. Viðameiri athugun hefði þurft til að svara því hvort þeirra gæti í Hrafnkelu. „En það verður þó að teljast líklegt að einhverra áhrifa gæti þar miðað við hversu aurug áin er á sýnatökustöðum.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að nokkur olíumengun hafi verið í ánni í ágúst en ekkert sagt um það hvernig sú mengun hafi átt sér stað, hvers vegna eða hversu mikil hún hafi verið. Hilmar Malmquist, vatnalíffræðingur hjá Náttúrustofu Kópavogs, segir að gróskumikið líf sé í Hrafnkelu og því sé hugsanlegt að neikvæð áhrif frá Glúmsstaðadalsá nái niður í hana og hafi áhrif á lífríkið þar. Olíumengunin geti jafnvel haft áhrif á bleikjuna í Hrafnkelu en erfitt sé að segja um það. „Olía er ekki góð fyrir bleikjur eða aðrar lífverur,“ segir hann. Sigurður Aðalsteinsson, bóndi í Vaðbrekku, telur að olían komi frá bornum í göngunum og mengunin sé stormur í vatnsglasi. Gríðarlegt vatnsveður og aurskriða í sumar hafi haft meiri áhrif á Glúmsstaðadalsá en vatnið frá göngunum. Áin taki lit eftir því í hvernig bergi borinn sé að vinna. Borinn slái í gegn í nóvember og þá hætti rennslið í ána. Í skýrslunni er lagt til að sýni verði tekin úr ánni fimm árum eftir að framkvæmdum við aðgöngin er lokið til að kanna hvort vatnsrennsli og aur hafi áhrif til langframa. Innlent Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira
Umhverfismál Glúmsstaðadalsá var ekki inni í umhverfismati vegna Kárahnjúkavirkjunar þar sem ekki var talið að framkvæmdirnar hefðu nein áhrif á hana. Nú hefur komið í ljós að vatnsrennsli og aur úr borgöngum þrjú hafa neikvæð áhrif á dýralífið í ánni auk þess sem olíumengun var í henni í ágúst. Náttúrustofa Austurlands hefur rannsakað áhrif vatns og aurs úr borgöngum á dýralíf í Glúmsstaðadalsá, sem ásamt jökulánni Grjótá rennur í Hrafnkelu og er mikilvæg fyrir lífríki Hrafnkelu. Í skýrslunni segir að dýralíf í ánni hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum, rykmý hafi horfið nær alveg síðari hluta sumars og ánum og áttfætlumaurum hafi fjölgað verulega. „Erfitt er að meta hver áhrif slíkrar mengunar eru á dýralíf og hvort þau vari lengi,“ segir í skýrslu Náttúrustofunnar. Ekki sé hægt að segja til um hvað áhrifanna gætir langt niður eftir ánni. Viðameiri athugun hefði þurft til að svara því hvort þeirra gæti í Hrafnkelu. „En það verður þó að teljast líklegt að einhverra áhrifa gæti þar miðað við hversu aurug áin er á sýnatökustöðum.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að nokkur olíumengun hafi verið í ánni í ágúst en ekkert sagt um það hvernig sú mengun hafi átt sér stað, hvers vegna eða hversu mikil hún hafi verið. Hilmar Malmquist, vatnalíffræðingur hjá Náttúrustofu Kópavogs, segir að gróskumikið líf sé í Hrafnkelu og því sé hugsanlegt að neikvæð áhrif frá Glúmsstaðadalsá nái niður í hana og hafi áhrif á lífríkið þar. Olíumengunin geti jafnvel haft áhrif á bleikjuna í Hrafnkelu en erfitt sé að segja um það. „Olía er ekki góð fyrir bleikjur eða aðrar lífverur,“ segir hann. Sigurður Aðalsteinsson, bóndi í Vaðbrekku, telur að olían komi frá bornum í göngunum og mengunin sé stormur í vatnsglasi. Gríðarlegt vatnsveður og aurskriða í sumar hafi haft meiri áhrif á Glúmsstaðadalsá en vatnið frá göngunum. Áin taki lit eftir því í hvernig bergi borinn sé að vinna. Borinn slái í gegn í nóvember og þá hætti rennslið í ána. Í skýrslunni er lagt til að sýni verði tekin úr ánni fimm árum eftir að framkvæmdum við aðgöngin er lokið til að kanna hvort vatnsrennsli og aur hafi áhrif til langframa.
Innlent Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira