Þjóðarframleiðsla og þjóðarvelferð? 22. október 2006 00:01 Þjóðarframleiðsla er ekki beint spennandi orð, ég held að ef það er endurtekið nógu oft megi drepa niður hvaða mannfögnuð sem er. Samt er þetta hugtak gríðarlega mikilvægt og einn mest notaði mælikvarði á velmegun þjóða. Aukin þjóðarframleiðsla er að öllu jöfnu af hinu góða og eftirsóknarverð. Þjóðarframleiðslan gefur almennt ágæta mynd af því hvort vel gengur hjá okkur í efnahagsmálunum eða ekki. En þessi mælikvarði er vandmeðfarinn og nauðsynlegt að skilja að hann er ekki upphaf og endir alls. Árið 1991 varð gríðarlegt mengunarslys í Kanada, kennt við Exxon Valdes. Þá lak út óhemjumikið magn af olíu með hörmulegum afleiðingum fyrir allt umhverfið. Dýralíf á svæðinu hefur enn ekki náð sér á strik, þjóðgarðar eyðilögðust og enn þann dag í dag eru að koma fram afleiðingar slyssins. Hreinsunarvinnan var mjög umfangsmikil, dýr og vandasöm. Því gerðist það að þjóðarframleiðsla Kanada óx vegna Exxon Valdes slyssins, skaðinn á náttúrunni, menningarverðmætum og dýralífi var ekki dreginn frá. Þetta dæmi sýnir okkur að þjóðarframleiðsla ein og sér er ekki algildur mælikvarði, Kanadamenn hefðu örugglega viljað sleppa við mengunina og gefa eftir þessa aukningu á þjóðarframleiðslu. Ég er ekki með þessu að segja að þjóðarframleiðsla sé ómögulegur mælikvarði á framfarir, þvert á móti þá er þjóðarframleiðsla einn skásti tölulegi mælikvarðinn sem við höfum yfir að ráða. En það er nauðsynlegt að horfa á þessa hluti í víðara samhengi; vellíðan okkar, samspil við náttúruna og afkoma eru flóknari fyrirbæri en svo að þau verði fönguð í einni tölu. Hvernig sem við mælum framfarir þá er ljóst að möguleikar okkar Íslendinga felast fyrst og fremst í því að menntakerfið okkar og vísindastarfsemi haldi áfram að eflast. Aukin menntun, hvort sem hún er fengin í skóla eða annars staðar, er gæði í sjálfu sér. Það er nauðsynlegt að skólakerfið okkar sé sveigjanlegt og fjölbreytt því það er enginn handhafi einhvers stóra sannleika um hvernig best sé að kenna eða hvað sé best að kenna. Samspil sjálfstætt rekinna skóla og skóla hins opinbera er mikilvægt og við eigum að fara að fyrirmynd annarra Norðurlanda og auka hlut sjálfstætt rekinna skóla á grunnskólastiginu. Vísindastarfsemi okkar á að vera drifin áfram af samkeppni um það fjármagn sem hið opinbera leggur til, peningarnir eiga að renna til þeirra sem ná árangri á sínu sviði. Samvinna atvinnulífs og háskóla hefur vaxið undanfarið og hún mun vaxa enn frekar á næstu árum. Hagvöxtur sem knúinn er áfram af vísindastarfsemi og menntun er líklegri en annars til að vera reistur á traustum og varanlegum grunni. En til þess að svo megi vera þarf að tryggja að efnahagsstarfsemin sé í samræmi við umhverfið og náttúruna. Náttúruvernd og náttúrunýting verða að haldast í hendur. Eitt helsta verkefni þeirrar kynslóðar sem nú er að hasla sér völl í stjórnmálum á Íslandi er að finna leiðir til að vinna með markaðnum þannig að náttúruvernd verði óaðskiljanlegur hluti markaðsskipulagsins. Umhverfisvernd og markaðsbúskapur eiga ekki að vera tvö hugtök, þau eiga að vera eitt. Hægri grænir gera sér grein fyrir þessu og vilja leita leiða til að virkja markaðinn með umhverfinu. Aukin umhverfisvitund almennings hvetur alla þá sem framleiða vörur og þjónustu til að tryggja að starfemi þeirra sé í sátt við náttúruna og ekki sé mengað að óþörfu. Þeir sem ekki grípa þetta munu smám saman missa markaðshlutdeild og að lokum öll viðskipti. Hagvöxtur framtíðarinnar verður að vera í sátt við náttúruna, um það er ekkert val. Umferðartafir draga mjög úr velferð okkar. Sá tími sem við eyðum í bílum að óþörfu á leið til vinnu eða fjölskyldu er illa nýttur og má jafnvel líta á sem neikvæða velferð, ekki ósvipað eins og mengun. Þjóðarframleiðslan metur fjárfestingar í vegum en hún leggur ekkert mat á þau auknu lífsgæði sem felast í því að eiga til dæmis meiri tíma með sínum nánustu. Þjóðarframleiðslan á líka erfitt með að mæla menningarleg verðmæti, þó hún telji selda miða, bækur og annað slíkt sem í krónum má telja. En hún getur ekki mælt nema hluta þeirra jákvæðu áhrifa sem menningar- og listastarfsemi hefur í för með sér. Sama gildir um velferð eldri borgara. Þjóðarframleiðslan mælir kostnaðinn við að byggja elliheimili o.s.frv. En hún mælir ekki hvernig eldri borgurum líður inni á sömu elliheimilum, hvort þeir taki þátt í samfélaginu eða lokist þar inni. Ég tel að í umræðum um stjórnmál og þjóðfélagsmál almennt eigum við ekki bara að horfa á þjóðarframleiðsluna. Við eigum líka að líta til þjóðarvelferðar þó ekki sé hægt að mæla það hugtak í krónum og aurum. Kosturinn við það hugtak er að með það að vopni myndi enginn mæla olíuslys sem jákvæða frétt fyrir hagkerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun
Þjóðarframleiðsla er ekki beint spennandi orð, ég held að ef það er endurtekið nógu oft megi drepa niður hvaða mannfögnuð sem er. Samt er þetta hugtak gríðarlega mikilvægt og einn mest notaði mælikvarði á velmegun þjóða. Aukin þjóðarframleiðsla er að öllu jöfnu af hinu góða og eftirsóknarverð. Þjóðarframleiðslan gefur almennt ágæta mynd af því hvort vel gengur hjá okkur í efnahagsmálunum eða ekki. En þessi mælikvarði er vandmeðfarinn og nauðsynlegt að skilja að hann er ekki upphaf og endir alls. Árið 1991 varð gríðarlegt mengunarslys í Kanada, kennt við Exxon Valdes. Þá lak út óhemjumikið magn af olíu með hörmulegum afleiðingum fyrir allt umhverfið. Dýralíf á svæðinu hefur enn ekki náð sér á strik, þjóðgarðar eyðilögðust og enn þann dag í dag eru að koma fram afleiðingar slyssins. Hreinsunarvinnan var mjög umfangsmikil, dýr og vandasöm. Því gerðist það að þjóðarframleiðsla Kanada óx vegna Exxon Valdes slyssins, skaðinn á náttúrunni, menningarverðmætum og dýralífi var ekki dreginn frá. Þetta dæmi sýnir okkur að þjóðarframleiðsla ein og sér er ekki algildur mælikvarði, Kanadamenn hefðu örugglega viljað sleppa við mengunina og gefa eftir þessa aukningu á þjóðarframleiðslu. Ég er ekki með þessu að segja að þjóðarframleiðsla sé ómögulegur mælikvarði á framfarir, þvert á móti þá er þjóðarframleiðsla einn skásti tölulegi mælikvarðinn sem við höfum yfir að ráða. En það er nauðsynlegt að horfa á þessa hluti í víðara samhengi; vellíðan okkar, samspil við náttúruna og afkoma eru flóknari fyrirbæri en svo að þau verði fönguð í einni tölu. Hvernig sem við mælum framfarir þá er ljóst að möguleikar okkar Íslendinga felast fyrst og fremst í því að menntakerfið okkar og vísindastarfsemi haldi áfram að eflast. Aukin menntun, hvort sem hún er fengin í skóla eða annars staðar, er gæði í sjálfu sér. Það er nauðsynlegt að skólakerfið okkar sé sveigjanlegt og fjölbreytt því það er enginn handhafi einhvers stóra sannleika um hvernig best sé að kenna eða hvað sé best að kenna. Samspil sjálfstætt rekinna skóla og skóla hins opinbera er mikilvægt og við eigum að fara að fyrirmynd annarra Norðurlanda og auka hlut sjálfstætt rekinna skóla á grunnskólastiginu. Vísindastarfsemi okkar á að vera drifin áfram af samkeppni um það fjármagn sem hið opinbera leggur til, peningarnir eiga að renna til þeirra sem ná árangri á sínu sviði. Samvinna atvinnulífs og háskóla hefur vaxið undanfarið og hún mun vaxa enn frekar á næstu árum. Hagvöxtur sem knúinn er áfram af vísindastarfsemi og menntun er líklegri en annars til að vera reistur á traustum og varanlegum grunni. En til þess að svo megi vera þarf að tryggja að efnahagsstarfsemin sé í samræmi við umhverfið og náttúruna. Náttúruvernd og náttúrunýting verða að haldast í hendur. Eitt helsta verkefni þeirrar kynslóðar sem nú er að hasla sér völl í stjórnmálum á Íslandi er að finna leiðir til að vinna með markaðnum þannig að náttúruvernd verði óaðskiljanlegur hluti markaðsskipulagsins. Umhverfisvernd og markaðsbúskapur eiga ekki að vera tvö hugtök, þau eiga að vera eitt. Hægri grænir gera sér grein fyrir þessu og vilja leita leiða til að virkja markaðinn með umhverfinu. Aukin umhverfisvitund almennings hvetur alla þá sem framleiða vörur og þjónustu til að tryggja að starfemi þeirra sé í sátt við náttúruna og ekki sé mengað að óþörfu. Þeir sem ekki grípa þetta munu smám saman missa markaðshlutdeild og að lokum öll viðskipti. Hagvöxtur framtíðarinnar verður að vera í sátt við náttúruna, um það er ekkert val. Umferðartafir draga mjög úr velferð okkar. Sá tími sem við eyðum í bílum að óþörfu á leið til vinnu eða fjölskyldu er illa nýttur og má jafnvel líta á sem neikvæða velferð, ekki ósvipað eins og mengun. Þjóðarframleiðslan metur fjárfestingar í vegum en hún leggur ekkert mat á þau auknu lífsgæði sem felast í því að eiga til dæmis meiri tíma með sínum nánustu. Þjóðarframleiðslan á líka erfitt með að mæla menningarleg verðmæti, þó hún telji selda miða, bækur og annað slíkt sem í krónum má telja. En hún getur ekki mælt nema hluta þeirra jákvæðu áhrifa sem menningar- og listastarfsemi hefur í för með sér. Sama gildir um velferð eldri borgara. Þjóðarframleiðslan mælir kostnaðinn við að byggja elliheimili o.s.frv. En hún mælir ekki hvernig eldri borgurum líður inni á sömu elliheimilum, hvort þeir taki þátt í samfélaginu eða lokist þar inni. Ég tel að í umræðum um stjórnmál og þjóðfélagsmál almennt eigum við ekki bara að horfa á þjóðarframleiðsluna. Við eigum líka að líta til þjóðarvelferðar þó ekki sé hægt að mæla það hugtak í krónum og aurum. Kosturinn við það hugtak er að með það að vopni myndi enginn mæla olíuslys sem jákvæða frétt fyrir hagkerfið.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun