Bretar með hótanir vegna hvalveiðanna 21. október 2006 08:00 Hvalur 9 Hvalskipið hefur nú verið á miðunum í fjóra sólarhringa án þess að setja í hval. Sjávarútvegsráðherra segir kollega sinn hafa í illa dulbúnum hótunum við Íslendinga vegna veiðanna. MYND/GVA Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að erfitt sé annað en að skilja orð Bens Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Breta, í fjölmiðlum undanfarið en sem dulbúna hótun. Bradshaw sagði Íslendinga barnalega ef þeir ímynduðu sér að ákvörðun um að hefja atvinnuhvalveiðar myndi ekki hafa áhrif á tvíhliða samskipti þjóðanna. Einar spyr sig hvort Bradshaw hafi haft uppi svipuð mótmæli við hvalveiðiþjóðirnar Japan, Bandaríkin, Noreg og Rússland. „Ég trúi ekki öðru en hann hafi verið samkvæmur sjálfum sér og hafi haft uppi svipuð varnaðarorð um áhrif hvalveiða þessara þjóða á tvíhliðasamskipti við Breta,“ segir sjávarútvegsráðherra. Aðspurður segist Einar ekki geta gert sér það í hugarlund hvernig þetta myndi hafa áhrif á samskipti þjóðanna. „Ég veit það ekki og vil ekki vera með neinar getgátur í þeim efnum.“ Hitt segist Einar hafa vitað lengi að Ben Bradshaw sé eindregið á móti hvalveiðum. „Breski sendiherrann túlkaði það þannig að breska ríkisstjórnin væri á móti hvalveiðum af öllu tagi og á þá greinilega við að Bretar séu ekki fylgjandi sjálfbærri auðlindanýtingu. Það er heilmikil yfirlýsing í sjálfu sér og hlýtur að stugga við raunverulegum náttúruverndarsinnum í heiminum.“ Bradshaw hefur í orðræðu sinni um atvinnuhvalveiðar Íslendinga á síðustu dögum kosið að nýta ekki upplýsingar vísindamanna um stofnstærð hvala við Íslandsstrendur; upplýsingar sem Atlantshafssjávarspendýraráðið (NAMMCO) og vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins hafa staðfest að séu réttar. Þetta segir Einar vera mjög eftirtektarvert. „Það liggur fyrir vísindalegt mat þeirra sem best til þekkja og ljóst að ef breski ráðherrann kýs að virða þessar upplýsingar að vettugi og tala út frá öðru sem ekki eru vísindalegar staðreyndir þá er ekki að furða að hann hafi lent inn á þær villugötur sem raun ber vitni.“ Einar telur að það sama megi segja um mótmæli Evrópusambandsins sem í gær fordæmdu hvalveiðar Íslendinga. „Það getur ekki verið að svo virðuleg stofnun byggi á bestu fáanlegu vísindalegri þekkingu um hvalveiðar fyrst hún ályktar með þeim hætti sem hún gerir. Mér finnst viðbrögð Bandaríkjanna hins vegar hófstillt á margan hátt.“ Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að erfitt sé annað en að skilja orð Bens Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Breta, í fjölmiðlum undanfarið en sem dulbúna hótun. Bradshaw sagði Íslendinga barnalega ef þeir ímynduðu sér að ákvörðun um að hefja atvinnuhvalveiðar myndi ekki hafa áhrif á tvíhliða samskipti þjóðanna. Einar spyr sig hvort Bradshaw hafi haft uppi svipuð mótmæli við hvalveiðiþjóðirnar Japan, Bandaríkin, Noreg og Rússland. „Ég trúi ekki öðru en hann hafi verið samkvæmur sjálfum sér og hafi haft uppi svipuð varnaðarorð um áhrif hvalveiða þessara þjóða á tvíhliðasamskipti við Breta,“ segir sjávarútvegsráðherra. Aðspurður segist Einar ekki geta gert sér það í hugarlund hvernig þetta myndi hafa áhrif á samskipti þjóðanna. „Ég veit það ekki og vil ekki vera með neinar getgátur í þeim efnum.“ Hitt segist Einar hafa vitað lengi að Ben Bradshaw sé eindregið á móti hvalveiðum. „Breski sendiherrann túlkaði það þannig að breska ríkisstjórnin væri á móti hvalveiðum af öllu tagi og á þá greinilega við að Bretar séu ekki fylgjandi sjálfbærri auðlindanýtingu. Það er heilmikil yfirlýsing í sjálfu sér og hlýtur að stugga við raunverulegum náttúruverndarsinnum í heiminum.“ Bradshaw hefur í orðræðu sinni um atvinnuhvalveiðar Íslendinga á síðustu dögum kosið að nýta ekki upplýsingar vísindamanna um stofnstærð hvala við Íslandsstrendur; upplýsingar sem Atlantshafssjávarspendýraráðið (NAMMCO) og vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins hafa staðfest að séu réttar. Þetta segir Einar vera mjög eftirtektarvert. „Það liggur fyrir vísindalegt mat þeirra sem best til þekkja og ljóst að ef breski ráðherrann kýs að virða þessar upplýsingar að vettugi og tala út frá öðru sem ekki eru vísindalegar staðreyndir þá er ekki að furða að hann hafi lent inn á þær villugötur sem raun ber vitni.“ Einar telur að það sama megi segja um mótmæli Evrópusambandsins sem í gær fordæmdu hvalveiðar Íslendinga. „Það getur ekki verið að svo virðuleg stofnun byggi á bestu fáanlegu vísindalegri þekkingu um hvalveiðar fyrst hún ályktar með þeim hætti sem hún gerir. Mér finnst viðbrögð Bandaríkjanna hins vegar hófstillt á margan hátt.“
Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira