Hvalveiðar vekja athygli um allan heim 19. október 2006 06:15 Hvalur 9 Hvalveiðiskipið sigldi til hvalveiða í fyrsta skipti í mörg ár á þriðjudag. Veiðarnar hafa vakið mikla athygli en ekki eins hörð viðbrögð og margir bjuggust við. MYND/GVA Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar hefur vakið mikla athygli erlendis. Allar helstu fréttastofur vestan hafs og austan hafa fjallað um málið síðan á þriðjudag. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði við utandagskrárumræður á Alþingi í gær að hann gerði ráð fyrir mótmælum. Mótmæli Breta, sem bárust áður en ákvörðunin um atvinnuhvalveiðar var tilkynnt, sagði hann ekki hafa komið sér á óvart og að hann teldi líklegt að fleiri þjóðir myndu fylgja í kjölfar þeirra á næstu dögum. Einar segir viðbrögðin við fréttunum hafa verið fyrirsjáanleg og ekki eins harkaleg og margir hefðu haldið að þau yrðu. Norsk og grænlensk stjórnvöld fagna ákvörðun Íslendinga og í viðtali við norska blaðið Fiskaren segir Helga Pedersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, það fagnaðarefni að íslensk stjórnvöld skuli hafa heimilað hvalveiðar í atvinnuskyni. Hún segir Íslendinga hafa vistfræðilegar forsendur til að hefja hvalveiðar og Norðmenn fagni því að fá félagsskap á hvalveiðisviðinu. Hörðustu mótmælin koma frá stjórnvöldum í Nýja-Sjálandi sem kalla ákvörðunina aumkunarverða. Áströlsk stjórnvöld gagnrýna Íslendinga einnig hart. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins áttu í gær fund með sendiherrum þeirra landa, sem hafa sendiráð hér á landi, til að kynna málstað Íslendinga. Þar ítrekaði breski sendiherrann andstöðu Breta við veiðarnar og í sama streng tók sendiherra Bandaríkjanna. Erlendir fjölmiðlar hafa farið mikinn í umfjöllun sinni um hvalveiðarnar. Málið var fyrirferðarmikið á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar er í inngangi greint frá ákvörðun stjórnvalda og ranglega sagt að langreyður væri í útrýmingarhættu. Fréttastofan greindi einnig frá sögu hvalveiða hér við land og aðkomu að Alþjóðahvalveiðiráðinu, ræddi auk þess við talsmenn Grænfriðunga og annarra umhverfisverndarsamtaka. Sérstaklega er þar rætt um markaðsmál. Myndskeið fylgir fréttinni þar sem hvalveiðar eru sýndar en varað við því að myndirnar geti valdið óhug. Fréttastofurnar Reuters og AP tóku málið sérstaklega fyrir og bandarísku dagblöðin Washington Post, New York Times og fleiri birtu grein AP um málið. Málsvarar umhverfisverndarsamtaka eru áberandi í allri umfjöllun um veiðarnar. Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar hefur vakið mikla athygli erlendis. Allar helstu fréttastofur vestan hafs og austan hafa fjallað um málið síðan á þriðjudag. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði við utandagskrárumræður á Alþingi í gær að hann gerði ráð fyrir mótmælum. Mótmæli Breta, sem bárust áður en ákvörðunin um atvinnuhvalveiðar var tilkynnt, sagði hann ekki hafa komið sér á óvart og að hann teldi líklegt að fleiri þjóðir myndu fylgja í kjölfar þeirra á næstu dögum. Einar segir viðbrögðin við fréttunum hafa verið fyrirsjáanleg og ekki eins harkaleg og margir hefðu haldið að þau yrðu. Norsk og grænlensk stjórnvöld fagna ákvörðun Íslendinga og í viðtali við norska blaðið Fiskaren segir Helga Pedersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, það fagnaðarefni að íslensk stjórnvöld skuli hafa heimilað hvalveiðar í atvinnuskyni. Hún segir Íslendinga hafa vistfræðilegar forsendur til að hefja hvalveiðar og Norðmenn fagni því að fá félagsskap á hvalveiðisviðinu. Hörðustu mótmælin koma frá stjórnvöldum í Nýja-Sjálandi sem kalla ákvörðunina aumkunarverða. Áströlsk stjórnvöld gagnrýna Íslendinga einnig hart. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins áttu í gær fund með sendiherrum þeirra landa, sem hafa sendiráð hér á landi, til að kynna málstað Íslendinga. Þar ítrekaði breski sendiherrann andstöðu Breta við veiðarnar og í sama streng tók sendiherra Bandaríkjanna. Erlendir fjölmiðlar hafa farið mikinn í umfjöllun sinni um hvalveiðarnar. Málið var fyrirferðarmikið á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar er í inngangi greint frá ákvörðun stjórnvalda og ranglega sagt að langreyður væri í útrýmingarhættu. Fréttastofan greindi einnig frá sögu hvalveiða hér við land og aðkomu að Alþjóðahvalveiðiráðinu, ræddi auk þess við talsmenn Grænfriðunga og annarra umhverfisverndarsamtaka. Sérstaklega er þar rætt um markaðsmál. Myndskeið fylgir fréttinni þar sem hvalveiðar eru sýndar en varað við því að myndirnar geti valdið óhug. Fréttastofurnar Reuters og AP tóku málið sérstaklega fyrir og bandarísku dagblöðin Washington Post, New York Times og fleiri birtu grein AP um málið. Málsvarar umhverfisverndarsamtaka eru áberandi í allri umfjöllun um veiðarnar.
Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira