Fimmbræðrasaga og meistari Voltaire 19. október 2006 16:30 Voltaire Umsaminn á íslensku af presti í Hvalfirði. Fjórar gamlar en nýjar íslenskrar skáldsögur frá nítjándu öld eru loksins komnar á prent. Nútíma Íslendingum er oft talin trú um að hér á landi hafi fyrr á öldum ríkt fátækleg bókmennt. Jón Oddsson Hjaltalín (1749-1835) var lengst af prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann var afkastamikill rithöfundur, sálmaskáld og þýðandi, en aðeins sálmar hans birtust á prenti meðan hann lifði. Eftir Jón liggja einnig í handritum kvæði hans af trúarlegum toga, rímur, tækifærisvísur og annars konar veraldlegur kveðskapur, auk frumsamdra og þýddra sagna. Nú eru komnar út á bók fjórar sögur frá hendi sr. Jóns, úrval sagnaritunar hans og varpar ljósi á skáldsagnagerð þessa tímabils í íslenskri bókmenntasögu; engin þeirra hefur áður verið prentuð. Marrons saga og Fimmbræðra saga, sem birtar eru í bókinni, voru frumsamdar af séra Jóni í hefðbundnum stíl riddara- og lygisagna, en Sagan af Zadig er þýðing hans úr dönsku á skáldsögunni Zadig ou la Destinée eftir franska skáldið Voltaire sem birtist fyrst á frummálinu árið 1747, tólf árum á undan Birtingi (Candide), en í báðum þessum sögum veltir Voltaire fyrir sér vonsku og þjáningu heimsins. Fjórða sagan, Ágrip af Heiðarvíga sögu, er sérstök gerð Heiðarvíga sögu sem séra Jón setti saman á grundvelli endursagnar Jóns Ólafssonar af þeim hluta sögunnar sem glataðist í Kaupmannahafnarbrunanum 1728 og eftirrits Hannesar Finnssonar af því broti sögunnar sem enn er varðveitt í Stokkhólmi í handriti frá miðöldum; við þetta jók séra Jón ýmsu efni, m.a. úr munnlegri geymd. Sögunum er fylgt úr hlaði með ítarlegum inngangi útgefandans Matthew J. Driscoll, sérfræðings við Árnasafn í Kaupmannahöfn. Háskólaútgáfan dreifir bókinni. Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Edrú í eitt ár Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira
Nútíma Íslendingum er oft talin trú um að hér á landi hafi fyrr á öldum ríkt fátækleg bókmennt. Jón Oddsson Hjaltalín (1749-1835) var lengst af prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann var afkastamikill rithöfundur, sálmaskáld og þýðandi, en aðeins sálmar hans birtust á prenti meðan hann lifði. Eftir Jón liggja einnig í handritum kvæði hans af trúarlegum toga, rímur, tækifærisvísur og annars konar veraldlegur kveðskapur, auk frumsamdra og þýddra sagna. Nú eru komnar út á bók fjórar sögur frá hendi sr. Jóns, úrval sagnaritunar hans og varpar ljósi á skáldsagnagerð þessa tímabils í íslenskri bókmenntasögu; engin þeirra hefur áður verið prentuð. Marrons saga og Fimmbræðra saga, sem birtar eru í bókinni, voru frumsamdar af séra Jóni í hefðbundnum stíl riddara- og lygisagna, en Sagan af Zadig er þýðing hans úr dönsku á skáldsögunni Zadig ou la Destinée eftir franska skáldið Voltaire sem birtist fyrst á frummálinu árið 1747, tólf árum á undan Birtingi (Candide), en í báðum þessum sögum veltir Voltaire fyrir sér vonsku og þjáningu heimsins. Fjórða sagan, Ágrip af Heiðarvíga sögu, er sérstök gerð Heiðarvíga sögu sem séra Jón setti saman á grundvelli endursagnar Jóns Ólafssonar af þeim hluta sögunnar sem glataðist í Kaupmannahafnarbrunanum 1728 og eftirrits Hannesar Finnssonar af því broti sögunnar sem enn er varðveitt í Stokkhólmi í handriti frá miðöldum; við þetta jók séra Jón ýmsu efni, m.a. úr munnlegri geymd. Sögunum er fylgt úr hlaði með ítarlegum inngangi útgefandans Matthew J. Driscoll, sérfræðings við Árnasafn í Kaupmannahöfn. Háskólaútgáfan dreifir bókinni.
Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Edrú í eitt ár Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira