170 kannabisplöntur gerðar upptækar 17. október 2006 06:45 Kannabisplöntur bornar út Lögreglumenn sjást hér bera kannabisplöntur út úr iðnaðarhúsnæði sem notað var til ræktunar á kannabisplöntum, fyrr á þessu ári. Lögreglan hefur gert upptækt umtalsvert magn af kannabisplöntum sem ræktaðar hafa verið hér á landi. MYND/Pjetur Lögreglan í Hafnarfirði lagði hald á 170 kannabisplöntur í húsleit í iðnarhúsnæði síðastliðinn sunnudag. Iðnaðarhúsnæðið er í suðurhluta Hafnarfjarðar en vísbendingar höfðu borist til lögreglu um að kannabisræktun færi fram í húsinu. Tveir karlmenn voru handteknir í húsleitinni en þeir voru báðir staddir í húsinu þegar lögreglan í Hafnarfirði, með aðstoð lögreglumanna úr Kópavogi og sérsveitar Ríkislögreglustjóra, gerði húsleitina. Kristján Ó. Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar í Hafnarfirði og yfirmaður rannsóknardeildar, segir stórfellda ræktun hafa farið fram í húsinu. Við framkvæmdum húsleitina eftir að hafa fengið vísbendingar um að það færi fram kannabisræktun í húsinu. Svo kom í ljós að þarna fór greinilega fram stórfelld ræktun, sem var nægilega tækjum búin til þess að rækta upp plöntur sem voru allt að 190 sentimetra háar. Í húsleitinni var einnig lagt hald á annan tug kílóa af niðurskornu marijúana en greining á efninu er ekki lokið ennþá. Þau hafa verið send til tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík til greiningar. Lögreglan í Hafnarfirði verst frekari frétta af málinu en ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. Við töldum það ekki þjóna rannsóknarhagsmunum að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir mönnunum. Rannsókn málsins er langt komin og hefur gengið vel. Lögreglan verst frekari frétta af málinu, sem er eitt umfangsmesta fíkniefnamál sem upp hefur komið í Hafnarfirði. Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Lögreglan í Hafnarfirði lagði hald á 170 kannabisplöntur í húsleit í iðnarhúsnæði síðastliðinn sunnudag. Iðnaðarhúsnæðið er í suðurhluta Hafnarfjarðar en vísbendingar höfðu borist til lögreglu um að kannabisræktun færi fram í húsinu. Tveir karlmenn voru handteknir í húsleitinni en þeir voru báðir staddir í húsinu þegar lögreglan í Hafnarfirði, með aðstoð lögreglumanna úr Kópavogi og sérsveitar Ríkislögreglustjóra, gerði húsleitina. Kristján Ó. Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar í Hafnarfirði og yfirmaður rannsóknardeildar, segir stórfellda ræktun hafa farið fram í húsinu. Við framkvæmdum húsleitina eftir að hafa fengið vísbendingar um að það færi fram kannabisræktun í húsinu. Svo kom í ljós að þarna fór greinilega fram stórfelld ræktun, sem var nægilega tækjum búin til þess að rækta upp plöntur sem voru allt að 190 sentimetra háar. Í húsleitinni var einnig lagt hald á annan tug kílóa af niðurskornu marijúana en greining á efninu er ekki lokið ennþá. Þau hafa verið send til tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík til greiningar. Lögreglan í Hafnarfirði verst frekari frétta af málinu en ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. Við töldum það ekki þjóna rannsóknarhagsmunum að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir mönnunum. Rannsókn málsins er langt komin og hefur gengið vel. Lögreglan verst frekari frétta af málinu, sem er eitt umfangsmesta fíkniefnamál sem upp hefur komið í Hafnarfirði.
Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira