Um Jón og séra Jón 10. október 2006 00:01 Því er ekki að neita að kona veltir því fyrir sér hvort skrif hennar verði lesin öðrum augum þegar hún hefur boðið sig fram til opinberra starfa. Það er svo sem ekki óeðlilegt að svo sé og rétt að fólk geri þá kröfu að pistlahöfundur haldi áfram að vera hún sjálf og breytist ekki í sjálfhverfan frambjóðanda - og svo ekki meira um það. Óréttlætið sem ríkir hér á landi í lífeyrismálum birtist nú síðast í málshöfðun Öryrkjabandalagsins vegna skerðingar lífeyrisgreiðslna sem á að koma til framkvæmda 1. nóvember. Tvö þúsund og þrjú hundruð öryrkjar hafa fengið bréf þar sem þeim er tilkynnt að greiðslur til þeirra úr lífeyrisjóðum, sem 10% af launum þeirra runnu til á meðan þeir gátu unnið fulla vinnu og gera enn ef þeir eru vinnufærir, verði lækkaðar. Þetta er flókið mál og ég læt mér ekki detta í hug að ég geti skýrt það í þessum pistli. Niðurstaða málsins er hins vegar einföld, hún er sú að búið er að setja hámark á tekjur sem öryrkjar mega hafa. Það er trúlegast það sem liggur mest á að gera hér í landinu, að ákveða í eitt skipti fyrir öll að öryrkjar séu og verði fátæklingar. Daginn eftir að ég las um þessa málshöfðun voru fréttir af annarri málshöfðun Öryrkjabandalagsins. Nú voru fréttirnar af réttarhöldum um mál Öryrkjabandalagsins vegna loforðs sem ríkisstjórnin gaf öryrkjum um að hækka bætur til þeirra sem yrðu ungir öryrkjar. Ríkisvaldið heldur því fram að öllum hafi verið ljóst að milljarður átti að renna í þetta verkefni, en Öryrkjabandalagið segir að engin hámarksupphæð hafi verið nefnd. Ég veit ekki nákvæmlega hve mikla peninga þarf til efna þau loforð sem öryrkjar telja að þeim hafi verið gefin, ég þykist þó vita að einhvern tímann hafi verið nefndur hálfur milljarður, en það er svolítið langt síðan og vextir á Íslandi háir eins og við vitum öll. Í fréttum í vikulokin var upplýst að tekjur ríkissjóðs verði 40 - fjörutíu - milljörðum hærri á árinu en ráð var fyrir gert í fjárlögum. Gjöldin hækka um 14 milljarða þannig að útkoma ríkisins er 26 - tuttugu og sex - milljörðum betri en ráð var fyrir gert. Samt er ekki hægt að efna loforð við þá sem lifa af öryrkjubótum. Það finnst konu alveg óskiljanlegt. Á sama tíma og þessi varfærni með fjármuni ríkisins birtist í samskiptum ríkisvaldsins við öryrkja eru sumir launahæstu starfsmenn ríkisins á eftirlaunum og vinnulaunum það er að segja ef þeir einhvern tímann á ævinni hafa verið ráðherrar eða þingmenn. Það er nefnilega ekki sama að vera Jón og séra Jón þegar kemur að lífeyrisgreiðslum. Hvernig getur staðið á því að óhæfa þykir að greiðslur úr lífeyrissjóði bæti afkomu öryrkja frá því sem fyrir var, en fyrrverandi ráðherrar fá greiddar háar upphæðir úr lífeyrissjóðum þó þeir séu enn í fullu starfi hjá okkur skattborgurum. Ég lýsi eftir því að einhver útskýri þetta fyrir mér. En þetta er svo sem ekki það eina sem ég ekki skil. Mér er einnig óskiljanlegt hvernig Framsóknarflokkurinn getur aftur verið að eignast hálft Ísland. Stærsta gjaldþrot sögunnar var þegar SÍS fór á hausinn fyrir einhverjum árum. Nú er komið annað SÍS sem hefur heitið VÍS og nú veit ég ekki alveg hvað það heitir sem kaupir hér og þar. Formaður bankaráðs Seðlabankans, sem samkvæmt því, eða kannski ætti að segja stöðu sinnar vegna, hlýtur að vera með tryggari framsóknarmönnum, ber af sér að hann komi nálægt kaupunum. Það er stjórnarformaður Samvinnutrygginga segir hann, sem stendur að kaupunum, sá er að vísu sami maður og formaður bankaráðsins, en samt ekki sami maðurinn segir bankaráðsformaðurinn. Samvinnutryggingar eru sem sagt ennþá til og núna er það hins vegar ekki tryggingafélag heldur það sem heitir eignarhaldsfélag. Mér fyndist fróðlegt að vita hvaða eignir félagið heldur utan um, eru það eignir sem tókst að forða frá SÍS gjaldþrotinu? Það er vissulega ánægjulegt að viðskipti eru blómleg í landinu. Það er hins vegar dapurlegt að mestu auðæfin virðast tilkomin af skrítilegum ástæðum. Þau fengu fiskinn í sjónum sem áttu skip, bankarnir voru seldir fyrir slikk, grunnetið selt með Símanum og Samvinnutryggingar lifa enn góðu lífi þó SÍS hafi farið á hausinn. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Því er ekki að neita að kona veltir því fyrir sér hvort skrif hennar verði lesin öðrum augum þegar hún hefur boðið sig fram til opinberra starfa. Það er svo sem ekki óeðlilegt að svo sé og rétt að fólk geri þá kröfu að pistlahöfundur haldi áfram að vera hún sjálf og breytist ekki í sjálfhverfan frambjóðanda - og svo ekki meira um það. Óréttlætið sem ríkir hér á landi í lífeyrismálum birtist nú síðast í málshöfðun Öryrkjabandalagsins vegna skerðingar lífeyrisgreiðslna sem á að koma til framkvæmda 1. nóvember. Tvö þúsund og þrjú hundruð öryrkjar hafa fengið bréf þar sem þeim er tilkynnt að greiðslur til þeirra úr lífeyrisjóðum, sem 10% af launum þeirra runnu til á meðan þeir gátu unnið fulla vinnu og gera enn ef þeir eru vinnufærir, verði lækkaðar. Þetta er flókið mál og ég læt mér ekki detta í hug að ég geti skýrt það í þessum pistli. Niðurstaða málsins er hins vegar einföld, hún er sú að búið er að setja hámark á tekjur sem öryrkjar mega hafa. Það er trúlegast það sem liggur mest á að gera hér í landinu, að ákveða í eitt skipti fyrir öll að öryrkjar séu og verði fátæklingar. Daginn eftir að ég las um þessa málshöfðun voru fréttir af annarri málshöfðun Öryrkjabandalagsins. Nú voru fréttirnar af réttarhöldum um mál Öryrkjabandalagsins vegna loforðs sem ríkisstjórnin gaf öryrkjum um að hækka bætur til þeirra sem yrðu ungir öryrkjar. Ríkisvaldið heldur því fram að öllum hafi verið ljóst að milljarður átti að renna í þetta verkefni, en Öryrkjabandalagið segir að engin hámarksupphæð hafi verið nefnd. Ég veit ekki nákvæmlega hve mikla peninga þarf til efna þau loforð sem öryrkjar telja að þeim hafi verið gefin, ég þykist þó vita að einhvern tímann hafi verið nefndur hálfur milljarður, en það er svolítið langt síðan og vextir á Íslandi háir eins og við vitum öll. Í fréttum í vikulokin var upplýst að tekjur ríkissjóðs verði 40 - fjörutíu - milljörðum hærri á árinu en ráð var fyrir gert í fjárlögum. Gjöldin hækka um 14 milljarða þannig að útkoma ríkisins er 26 - tuttugu og sex - milljörðum betri en ráð var fyrir gert. Samt er ekki hægt að efna loforð við þá sem lifa af öryrkjubótum. Það finnst konu alveg óskiljanlegt. Á sama tíma og þessi varfærni með fjármuni ríkisins birtist í samskiptum ríkisvaldsins við öryrkja eru sumir launahæstu starfsmenn ríkisins á eftirlaunum og vinnulaunum það er að segja ef þeir einhvern tímann á ævinni hafa verið ráðherrar eða þingmenn. Það er nefnilega ekki sama að vera Jón og séra Jón þegar kemur að lífeyrisgreiðslum. Hvernig getur staðið á því að óhæfa þykir að greiðslur úr lífeyrissjóði bæti afkomu öryrkja frá því sem fyrir var, en fyrrverandi ráðherrar fá greiddar háar upphæðir úr lífeyrissjóðum þó þeir séu enn í fullu starfi hjá okkur skattborgurum. Ég lýsi eftir því að einhver útskýri þetta fyrir mér. En þetta er svo sem ekki það eina sem ég ekki skil. Mér er einnig óskiljanlegt hvernig Framsóknarflokkurinn getur aftur verið að eignast hálft Ísland. Stærsta gjaldþrot sögunnar var þegar SÍS fór á hausinn fyrir einhverjum árum. Nú er komið annað SÍS sem hefur heitið VÍS og nú veit ég ekki alveg hvað það heitir sem kaupir hér og þar. Formaður bankaráðs Seðlabankans, sem samkvæmt því, eða kannski ætti að segja stöðu sinnar vegna, hlýtur að vera með tryggari framsóknarmönnum, ber af sér að hann komi nálægt kaupunum. Það er stjórnarformaður Samvinnutrygginga segir hann, sem stendur að kaupunum, sá er að vísu sami maður og formaður bankaráðsins, en samt ekki sami maðurinn segir bankaráðsformaðurinn. Samvinnutryggingar eru sem sagt ennþá til og núna er það hins vegar ekki tryggingafélag heldur það sem heitir eignarhaldsfélag. Mér fyndist fróðlegt að vita hvaða eignir félagið heldur utan um, eru það eignir sem tókst að forða frá SÍS gjaldþrotinu? Það er vissulega ánægjulegt að viðskipti eru blómleg í landinu. Það er hins vegar dapurlegt að mestu auðæfin virðast tilkomin af skrítilegum ástæðum. Þau fengu fiskinn í sjónum sem áttu skip, bankarnir voru seldir fyrir slikk, grunnetið selt með Símanum og Samvinnutryggingar lifa enn góðu lífi þó SÍS hafi farið á hausinn. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun