Eimskip kaupir finnska félagið Containerships 29. september 2006 00:01 Baldur Guðnason forstjóri Eimskipa Baldur segir ekkert hafa verið ákveðið um hvort starfsemi skipafélaganna muni síðar meir verða sameinuð undir einu vörumerki, það verði tíminn að leiða í ljós. MYND/E.ÓL. Eimskip hefur gengið frá kaupum á meirihluta í finnska skipafélaginu Containerships. Félögin taka höndum saman um að mynda eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum. Eimskip, dótturfélag Avion Group, hefur gengið frá kaupum á 65 prósenta hlut í finnska skipafélaginu Containerships. Stofnað hefur verið til nýs félags, Containerships Group, þar sem einnig er innanborðs litháenska skipafélagið Kursiu Linija sem Eimskip keypti fyrr á árinu. Með samstarfinu mynda fyrirtækin eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum, með 41 skip og hafa yfir þrjátíu þúsund gámaeiningum að ráða. Að ósk seljenda finnska félagsins er kaupverðið ekki gefið upp, en kaupin eru fjármögnuð með eigin fé og lánsfé. Þau 35 prósent sem eftir eru í Containerships Group verða í eigu Container Finance Ltd. Oy og hefur Eimskip kauprétt að hlutnum innan tveggja til þriggja ára. Það sem í raun gerist er að við kaupum þennan 65 prósenta hlut í Containerships, sem á móti kaupir af okkur Kursiu Linija og það verður dótturfélag. Þannig samþættum við starfsemi þessara tveggja félaga sem bæði hafa mjög sterka stöðu á Eystrasaltssvæðinu, annað mjög sterkt í Finnlandi og í Sankti Pétursborg og hitt sunnan megin, segir Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips. Hann segir kaupin styrkja stöðu félagsins á ört vaxandi markaði þar sem spáð sé fimmtán til tuttugu prósenta vexti næstu árin. Baldur segir verða að koma í ljós hvort félagið nýti sér kaupréttinn á því sem eftir standi í Containerships. Ljóst er að mikil verðmæti eru í þessum partnerum okkar. Sama fjölskyldan hefur rekið þetta frá upphafi og fyrirtækið fagnar fjörutíu ára afmæli í desember. Síðan er þetta aðalgámaskipafélagið í Finnlandi, svona hálfgert Eimskip þeirra þar. Tveir lykilstarfsmenn Eimskipa hverfa til starfa hjá Containerships Group, Sigurjón Markússon sem um áramót tekur við starfi forstjóra félagsins og Hilmar Pétur Valgarðsson sem stýrt hefur bókhaldi og hagdeild Eimskipa. Við leggjum áherslu á að setja þarna inn öfluga menn til liðs við það góða fólk sem þar er fyrir, segir Baldur. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort til greina komi að sameina starfsemi skipafélaganna undir einu merki þegar fram líða stundir. En auðvitað kemur allt til greina í því, segir Baldur. Eitt skipa Containerships Kimmo Nordström, forstjóri Containerships sem verður stjórnarformaður nýja félagsins um áramót, segir ákvörðunina um þátttöku í samstarfinu ekki hafa verið léttvæga. En Eimskip hefur hins vegar sannfært okkur um virðisaukann sem af því hlýst. Hann bendir á að reksturinn gangi betur en nokkru sinni. Áherslur á heildarlausnir fyrir viðskiptavini okkar, ásamt miklum fjárfestingum í Rússlandi, hafa reynst réttar. Fjölskyldurekið fyrirtæki hefur hins vegar takmarkaðar auðlindir fjárhagslega. Með Eimskipum verður Containerships betur í stakk búið til að fjárfesta í vexti og viðhalda útrás okkar. Containerships Group koma til með að reka ellefu skip á Eystrasaltssvæðinu, með 200 milljón evra veltu, sex prósent í EBITDA og rúmlega 500 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar verða í Helsinki í Finnlandi. Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Eimskip hefur gengið frá kaupum á meirihluta í finnska skipafélaginu Containerships. Félögin taka höndum saman um að mynda eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum. Eimskip, dótturfélag Avion Group, hefur gengið frá kaupum á 65 prósenta hlut í finnska skipafélaginu Containerships. Stofnað hefur verið til nýs félags, Containerships Group, þar sem einnig er innanborðs litháenska skipafélagið Kursiu Linija sem Eimskip keypti fyrr á árinu. Með samstarfinu mynda fyrirtækin eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum, með 41 skip og hafa yfir þrjátíu þúsund gámaeiningum að ráða. Að ósk seljenda finnska félagsins er kaupverðið ekki gefið upp, en kaupin eru fjármögnuð með eigin fé og lánsfé. Þau 35 prósent sem eftir eru í Containerships Group verða í eigu Container Finance Ltd. Oy og hefur Eimskip kauprétt að hlutnum innan tveggja til þriggja ára. Það sem í raun gerist er að við kaupum þennan 65 prósenta hlut í Containerships, sem á móti kaupir af okkur Kursiu Linija og það verður dótturfélag. Þannig samþættum við starfsemi þessara tveggja félaga sem bæði hafa mjög sterka stöðu á Eystrasaltssvæðinu, annað mjög sterkt í Finnlandi og í Sankti Pétursborg og hitt sunnan megin, segir Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips. Hann segir kaupin styrkja stöðu félagsins á ört vaxandi markaði þar sem spáð sé fimmtán til tuttugu prósenta vexti næstu árin. Baldur segir verða að koma í ljós hvort félagið nýti sér kaupréttinn á því sem eftir standi í Containerships. Ljóst er að mikil verðmæti eru í þessum partnerum okkar. Sama fjölskyldan hefur rekið þetta frá upphafi og fyrirtækið fagnar fjörutíu ára afmæli í desember. Síðan er þetta aðalgámaskipafélagið í Finnlandi, svona hálfgert Eimskip þeirra þar. Tveir lykilstarfsmenn Eimskipa hverfa til starfa hjá Containerships Group, Sigurjón Markússon sem um áramót tekur við starfi forstjóra félagsins og Hilmar Pétur Valgarðsson sem stýrt hefur bókhaldi og hagdeild Eimskipa. Við leggjum áherslu á að setja þarna inn öfluga menn til liðs við það góða fólk sem þar er fyrir, segir Baldur. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort til greina komi að sameina starfsemi skipafélaganna undir einu merki þegar fram líða stundir. En auðvitað kemur allt til greina í því, segir Baldur. Eitt skipa Containerships Kimmo Nordström, forstjóri Containerships sem verður stjórnarformaður nýja félagsins um áramót, segir ákvörðunina um þátttöku í samstarfinu ekki hafa verið léttvæga. En Eimskip hefur hins vegar sannfært okkur um virðisaukann sem af því hlýst. Hann bendir á að reksturinn gangi betur en nokkru sinni. Áherslur á heildarlausnir fyrir viðskiptavini okkar, ásamt miklum fjárfestingum í Rússlandi, hafa reynst réttar. Fjölskyldurekið fyrirtæki hefur hins vegar takmarkaðar auðlindir fjárhagslega. Með Eimskipum verður Containerships betur í stakk búið til að fjárfesta í vexti og viðhalda útrás okkar. Containerships Group koma til með að reka ellefu skip á Eystrasaltssvæðinu, með 200 milljón evra veltu, sex prósent í EBITDA og rúmlega 500 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar verða í Helsinki í Finnlandi.
Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira