Hvaða tilgang hafa fréttir? 9. september 2006 00:01 Ekki er nema öld síðan að samtíminn kom til Íslands. Það gerðist í einni andrá þegar fréttir af andláti Kristjáns IX bárust hingað í janúar 1906. Kristján hafði þá verið konungur Íslands í rúm 42 ár. Hann tók við þeirri tign haustið 1863 en Íslendingar fréttu ekki af því fyrr en vorið eftir - þegar póstskipið kom loksins til Íslands. Þegar gamli kóngurinn dó eftir langa ævi fréttu landsmenn hins vegar af því samdægurs því að ritsímatæknin var þá nýkomin til landsins. Sama ár kom önnur ný uppfinning til Íslands, kvikmyndirnar. Danskur maður að nafni Pedersen (oft kallaður Bíó-Pedersen) hóf kvikmyndasýningar í Fjalakettinum við Aðalstræti. Nú gátu Íslendingar séð kvikmyndir af fólki og atburðum úti í löndum. Samtíminn var ekki einungis kominn til Íslands. Hann var á stöðugri hreyfingu. „Fréttir dagsins" eru því tiltölulega nýtt sögulegt fyrirbæri. Þær hafa einungis verið til í öld eða svo. Þegar í upphafi kom hins vegar í ljós að hið nýja fyrirbæri hafði ekki einungis kosti heldur einnig galla. Fréttirnar sem bárust með ritsímanum voru yfirborðskenndari en gömlu fréttirnar. Þær höfðu ritstjórar blaðanna fengið með póstinum, lagst yfir þær, myndað sér skoðun og rituðu svo um þær ítarlegar skýringar. Í afar skemmtilegri bók eftir sagnfræðinginn Þórunni Valdimarsdóttur, Horfinn heimur, segir t.d. frá því hvernig íslenskir ritstjórar skrifuðu um stórviðburði ársins 1900, Búastríðið og Boxarauppreisnina. Skoðanirnar voru margar og misjafnar, í samræmi við viðhorf og bakgrunn ritstjóranna. Sannleikurinn var ekki einn heldur margfaldur. Frá upphafi báru fréttaskeytin í för með sér þá hættu að veruleikinn utan landsteinanna yrði hraðsoðnari og einfaldari. Þar með er ekki sagt að íslensk fjölmiðlun hafi endilega borið þess merki á 20. öld. Sjónarhornin héldu áfram að vera mörg, en þau voru í einstefnufarvegi. Menn voru með eða á móti sósíalisma, frjálshyggju, byggðastefnu, her, heimsvaldastefnu, vestrænni samvinnu og svo framvegis. Oft var kvartað yfir „flokkspólitískum viðjum" umræðunnar og með nokkrum rétti, en þegar þær viðjar losnuðu urðu sjónarhornin ekki fjölbreyttari. Þvert á móti. Núna segja allir fjölmiðlar á Íslandi sömu fréttirnar. Fréttirnar sem eru lesnar eftir erlendu fréttaskeytunum eru raunar oft engar fréttir. Eins og vélar endursegja fréttamennirnir hvernig Bush segir eitt, Ahmadinejad annað, Evrópusambandið fordæmir lýðræðisskort í Hvíta-Rússlandi en gefur kosningasvindlurum í Mexíkó hreint sakavottorð. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna gefa út skýrslur og stundum koma léttar fréttir um það hvaða þjóð sé nú ríkust, bjartsýnust og langlífust. Allt felur þetta í sér mötun að meira eða minna leyti. En við getum ekki kennt alþjóðlegum fréttaskeytum um þetta: Íslensku fréttirnar eru eins: Davíð Oddsson gagnrýnir efnahagsstjórnina, Ingibjörg Sólrún hneykslast á Davíð, Steingrímur J. gagnrýnir Kárahnjúkavirkjun, Geir Haarde hneykslast á Steingrími. Framsóknarmenn líkja öllum sem gagnrýna flokkinn við stríðsglæpamenn nasista, hneykslast á skrifum 11 ára gamalla barna og þjóðinni almennt fyrir að vera „á lægra þekkingarstigi". Það eru auðvitað engar fréttir að Bush hatist við Ahmadinejad eða Ingibjörg Sólrún við Davíð. Þar með er ekki sagt að við fréttum aldrei neitt í fjölmiðlum en þó eru þeir misjafnlega gagnlegir. Sjálfur frétti ég margt af netsíðum fjölmiðla úti í heimi og stundum frétti ég eitthvað í Útvarpinu. Sjónvarpsfréttir eru hins vegar löngu hættar að vera annað en „frekar slappur veruleikasjónvarpsþáttur" (svo vitnað sé í nýjasta hefti Skírnis). Fréttamennirnir segja allar sömu fréttirnar vegna þess að þeir eru svo stutt komnir í vísindalegri hugsun að þeir telja að sannleikurinn sé aðeins einn og að hann megi finna með dulspekiaðferð sem kallast „fréttamat". Í sjónvarpsfréttum er einungis eitt sjónarhorn, í Útvarpinu eru þau sárafá eða jafnvel aðeins það sama og í sjónvarpsfréttum og það þarf meira að segja að leita af töluverðum dugnaði á netinu til þess að finna þau, en þau finnast samt sem áður einkum þar. Þarf þetta að vera svona? Auðvitað ekki og ritstjórarnir á fréttastofum samtímans mættu margt læra af kollegum sínum sem voru uppi fyrir 100 árum. Þeir skildu mun betur að veruleikinn snýst um ólík sjónarhorn þó að Guð væri nýlátinn og Nietzsche í andarslitrunum. Það er veruleikinn sem „fréttamatið" kæfir þannig að allir fréttamenn festast í sama farinu í ímyndaðri fagmennsku sem er ekki annað en ófrumleg endurtekning á vanahugsun. Fréttamatið hefur ekki tryggt okkur betri fréttir, einungis staðlaðri og leiðinlegri fréttir. Fréttamennirnir segja allar sömu fréttirnar vegna þess að þeir eru svo stutt komnir í vísindalegri hugsun að þeir telja að sannleikurinn sé bara einn og að hann megi finna með mystískri aðferð sem kallast „fréttamat". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Sverrir Jakobsson Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun
Ekki er nema öld síðan að samtíminn kom til Íslands. Það gerðist í einni andrá þegar fréttir af andláti Kristjáns IX bárust hingað í janúar 1906. Kristján hafði þá verið konungur Íslands í rúm 42 ár. Hann tók við þeirri tign haustið 1863 en Íslendingar fréttu ekki af því fyrr en vorið eftir - þegar póstskipið kom loksins til Íslands. Þegar gamli kóngurinn dó eftir langa ævi fréttu landsmenn hins vegar af því samdægurs því að ritsímatæknin var þá nýkomin til landsins. Sama ár kom önnur ný uppfinning til Íslands, kvikmyndirnar. Danskur maður að nafni Pedersen (oft kallaður Bíó-Pedersen) hóf kvikmyndasýningar í Fjalakettinum við Aðalstræti. Nú gátu Íslendingar séð kvikmyndir af fólki og atburðum úti í löndum. Samtíminn var ekki einungis kominn til Íslands. Hann var á stöðugri hreyfingu. „Fréttir dagsins" eru því tiltölulega nýtt sögulegt fyrirbæri. Þær hafa einungis verið til í öld eða svo. Þegar í upphafi kom hins vegar í ljós að hið nýja fyrirbæri hafði ekki einungis kosti heldur einnig galla. Fréttirnar sem bárust með ritsímanum voru yfirborðskenndari en gömlu fréttirnar. Þær höfðu ritstjórar blaðanna fengið með póstinum, lagst yfir þær, myndað sér skoðun og rituðu svo um þær ítarlegar skýringar. Í afar skemmtilegri bók eftir sagnfræðinginn Þórunni Valdimarsdóttur, Horfinn heimur, segir t.d. frá því hvernig íslenskir ritstjórar skrifuðu um stórviðburði ársins 1900, Búastríðið og Boxarauppreisnina. Skoðanirnar voru margar og misjafnar, í samræmi við viðhorf og bakgrunn ritstjóranna. Sannleikurinn var ekki einn heldur margfaldur. Frá upphafi báru fréttaskeytin í för með sér þá hættu að veruleikinn utan landsteinanna yrði hraðsoðnari og einfaldari. Þar með er ekki sagt að íslensk fjölmiðlun hafi endilega borið þess merki á 20. öld. Sjónarhornin héldu áfram að vera mörg, en þau voru í einstefnufarvegi. Menn voru með eða á móti sósíalisma, frjálshyggju, byggðastefnu, her, heimsvaldastefnu, vestrænni samvinnu og svo framvegis. Oft var kvartað yfir „flokkspólitískum viðjum" umræðunnar og með nokkrum rétti, en þegar þær viðjar losnuðu urðu sjónarhornin ekki fjölbreyttari. Þvert á móti. Núna segja allir fjölmiðlar á Íslandi sömu fréttirnar. Fréttirnar sem eru lesnar eftir erlendu fréttaskeytunum eru raunar oft engar fréttir. Eins og vélar endursegja fréttamennirnir hvernig Bush segir eitt, Ahmadinejad annað, Evrópusambandið fordæmir lýðræðisskort í Hvíta-Rússlandi en gefur kosningasvindlurum í Mexíkó hreint sakavottorð. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna gefa út skýrslur og stundum koma léttar fréttir um það hvaða þjóð sé nú ríkust, bjartsýnust og langlífust. Allt felur þetta í sér mötun að meira eða minna leyti. En við getum ekki kennt alþjóðlegum fréttaskeytum um þetta: Íslensku fréttirnar eru eins: Davíð Oddsson gagnrýnir efnahagsstjórnina, Ingibjörg Sólrún hneykslast á Davíð, Steingrímur J. gagnrýnir Kárahnjúkavirkjun, Geir Haarde hneykslast á Steingrími. Framsóknarmenn líkja öllum sem gagnrýna flokkinn við stríðsglæpamenn nasista, hneykslast á skrifum 11 ára gamalla barna og þjóðinni almennt fyrir að vera „á lægra þekkingarstigi". Það eru auðvitað engar fréttir að Bush hatist við Ahmadinejad eða Ingibjörg Sólrún við Davíð. Þar með er ekki sagt að við fréttum aldrei neitt í fjölmiðlum en þó eru þeir misjafnlega gagnlegir. Sjálfur frétti ég margt af netsíðum fjölmiðla úti í heimi og stundum frétti ég eitthvað í Útvarpinu. Sjónvarpsfréttir eru hins vegar löngu hættar að vera annað en „frekar slappur veruleikasjónvarpsþáttur" (svo vitnað sé í nýjasta hefti Skírnis). Fréttamennirnir segja allar sömu fréttirnar vegna þess að þeir eru svo stutt komnir í vísindalegri hugsun að þeir telja að sannleikurinn sé aðeins einn og að hann megi finna með dulspekiaðferð sem kallast „fréttamat". Í sjónvarpsfréttum er einungis eitt sjónarhorn, í Útvarpinu eru þau sárafá eða jafnvel aðeins það sama og í sjónvarpsfréttum og það þarf meira að segja að leita af töluverðum dugnaði á netinu til þess að finna þau, en þau finnast samt sem áður einkum þar. Þarf þetta að vera svona? Auðvitað ekki og ritstjórarnir á fréttastofum samtímans mættu margt læra af kollegum sínum sem voru uppi fyrir 100 árum. Þeir skildu mun betur að veruleikinn snýst um ólík sjónarhorn þó að Guð væri nýlátinn og Nietzsche í andarslitrunum. Það er veruleikinn sem „fréttamatið" kæfir þannig að allir fréttamenn festast í sama farinu í ímyndaðri fagmennsku sem er ekki annað en ófrumleg endurtekning á vanahugsun. Fréttamatið hefur ekki tryggt okkur betri fréttir, einungis staðlaðri og leiðinlegri fréttir. Fréttamennirnir segja allar sömu fréttirnar vegna þess að þeir eru svo stutt komnir í vísindalegri hugsun að þeir telja að sannleikurinn sé bara einn og að hann megi finna með mystískri aðferð sem kallast „fréttamat".
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun