Annað en við höfum 16. ágúst 2006 00:01 Einn sérstæðasti stjórnmálamaður sem ég hef hitt um ævina heitir Chamlong Srimuang. Þegar ég hitti manninn var hann borgarstjóri Bangkok. Undirsátar hans gengu í silkifötum og létu aka sér um á fínustu bílum, enda borgin vellauðug og óhemjustór. Chamlong gekk hins vegar um á lélegum sandölum og var í grófum bómullarstakk af því tagi sem hrísgrjónabændur klæðast á ökrunum. Skoðanir Chamlongs eru þannig að enginn stjórnmálafræðingur gæti flokkað þær niður í þægilega og vel merkta kassa en einlægnin í þeim var heillandi. Fólk treysti líka Chamlong og veitti honum yfirburðarsigur í Bangkok. Seinna leiddi hann mótmæli milljóna manna sem enduðu með falli síðustu einræðisstjórnar Thailands fyrir röskum áratug. Chamlong var herforingi á yngri árum og aðstoðarmaður forsætisráðherra en gerðist svo munkur í óvanalegri og strangri reglu innan búddadóms. Mér var sýnt frístundahúsið hans utan við Bangkok. Það reyndist ekki hús í venjulegum skilningi því veggi vantaði. Þetta voru fjórir fermetrar af trégólfi en súlur héldu stráþaki yfir því. Þarna var ekkert enda þurfti þessi maður einskis. Ég var minntur á Chamlong í vikunni því nú er þessi sérstæði munkur og stjórnmálamaður í þann veginn að koma núverandi forsætisráðherra frá völdum, hinum auðuga og spillta Thaksin. Það var raunar Chamlong sem kom Thaksin til valda á sínum tíma en hann segist ekki hafa áttað sig á því þá hvað maðurinn er spilltur. Það voru þó ekki thailensk stjórnmál sem fengu mig til að hugsa lengi um Chamlong, heldur stjórnmál miklu nær okkur. Stutt samtal við manninn þarna um árið og lengri fyrirlestur sem ég heyrði hann flytja leiddu í ljós að ég var Chamlong ekki sammála um margt. Ég fékk að hitta hann útá það eitt að aðstoðarmaður hans komst að því að ég borða ekki kjöt. Ég var kynntur fyrir borgarstjóranum sem grænmetisæta, búsett í Hollandi. Andúð á dýradrápi til manneldis reyndist líka ein af tiltölulega fáum veraldlegum skoðunum sem ég deildi með þessum sérstaka manni. Samt hefði ég kosið hann ef ég hefði búið í Bangkok. Sú minning leiddi til hugsana um hvers menn leita þegar þeir kjósa stjórnmálamenn. Svarið við því var augljóst hér áður. Menn kusu þann flokk sem varði hagsmuni þeirra eða fylgdi hugsjónum þeirra. Í seinni tíð hefur þeirri kenningu vaxið fylgi víða um heim að stórfelldur árgreininingur um skipulag efnahagslífsins sé úr sögunni og því skipti mestu að kjósa fólk sem líklegt er til að reka ríkiskerfið af kunnáttusemi, heiðarleika og fagmennsku. Auðvitað er enn munur á hægri flokkum og vinstri flokkum en hann hefur greinilega minnkað og þar sem flestir flokkar virðast líka geta unnið saman segja margir að mestu skipti að finna fólk sem sameinar þekkingu, kunnáttusemi og heiðarleika og getur með þeim hætti unnið af fagmennsku. Hvað skyldi ráða vali manna á Íslandi á stjórnmálaflokkum? Eru menn að leita að færum einstaklingum með mikla þekkingu og yfirsýn og í leiðinni að ósérplægnu fólki sem lætur ekki stjórnast af hagsmunum sínum eða vina sinna? Ef svo er virðist hafa komið upp óheppilegt misræmi á milli eftirspurnar og framboðs í íslenskum stjórnmálum. Eða finnst einhverjum það einkenni á íslenska stjórnmálaheiminum hvað hann er vel mannaður af fólki sem ber af í okkar þjóðfélagi fyrir þekkingu, ósérdrægni og fagmennsku? Eru það þá hugsjónir sem ráða vali manna? Þá væri Alþingi og ríkisstjórn væntanlega skipuð úrvali pólitískra hugsjónamanna í samfélaginu. Eða ráða kannski persónulegir hagsmunir mestu um val manna á fólki og flokkum? Sjálfsagt fyrir suma en örugglega ekki fyrir alla þó ekki væri nema fyrir það að hagsmunir manna hafa orðið flóknari og ógreinilegri en áður. Líklega er verulegt misræmi á milli framboðs og eftirspurnar í íslenskum stjórnmálum. Sem betur fer þurfum við ekki mann á borð við Chamlong sem allir treysta í gerspilltum heimi vegna þess eins að hann á ekki neitt og langar ekki í neitt. Slíkir menn eru líka nokkuð vandfundnir í samtímanum. En við þurfum eitthvað annað en við höfum. Kannski þurfum við blöndu af ólíkum hlutum. Meiri hugsjónir úr öllum áttum og meiri einlægni. Meiri þekkingu, kunnáttusemi og fagmennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun
Einn sérstæðasti stjórnmálamaður sem ég hef hitt um ævina heitir Chamlong Srimuang. Þegar ég hitti manninn var hann borgarstjóri Bangkok. Undirsátar hans gengu í silkifötum og létu aka sér um á fínustu bílum, enda borgin vellauðug og óhemjustór. Chamlong gekk hins vegar um á lélegum sandölum og var í grófum bómullarstakk af því tagi sem hrísgrjónabændur klæðast á ökrunum. Skoðanir Chamlongs eru þannig að enginn stjórnmálafræðingur gæti flokkað þær niður í þægilega og vel merkta kassa en einlægnin í þeim var heillandi. Fólk treysti líka Chamlong og veitti honum yfirburðarsigur í Bangkok. Seinna leiddi hann mótmæli milljóna manna sem enduðu með falli síðustu einræðisstjórnar Thailands fyrir röskum áratug. Chamlong var herforingi á yngri árum og aðstoðarmaður forsætisráðherra en gerðist svo munkur í óvanalegri og strangri reglu innan búddadóms. Mér var sýnt frístundahúsið hans utan við Bangkok. Það reyndist ekki hús í venjulegum skilningi því veggi vantaði. Þetta voru fjórir fermetrar af trégólfi en súlur héldu stráþaki yfir því. Þarna var ekkert enda þurfti þessi maður einskis. Ég var minntur á Chamlong í vikunni því nú er þessi sérstæði munkur og stjórnmálamaður í þann veginn að koma núverandi forsætisráðherra frá völdum, hinum auðuga og spillta Thaksin. Það var raunar Chamlong sem kom Thaksin til valda á sínum tíma en hann segist ekki hafa áttað sig á því þá hvað maðurinn er spilltur. Það voru þó ekki thailensk stjórnmál sem fengu mig til að hugsa lengi um Chamlong, heldur stjórnmál miklu nær okkur. Stutt samtal við manninn þarna um árið og lengri fyrirlestur sem ég heyrði hann flytja leiddu í ljós að ég var Chamlong ekki sammála um margt. Ég fékk að hitta hann útá það eitt að aðstoðarmaður hans komst að því að ég borða ekki kjöt. Ég var kynntur fyrir borgarstjóranum sem grænmetisæta, búsett í Hollandi. Andúð á dýradrápi til manneldis reyndist líka ein af tiltölulega fáum veraldlegum skoðunum sem ég deildi með þessum sérstaka manni. Samt hefði ég kosið hann ef ég hefði búið í Bangkok. Sú minning leiddi til hugsana um hvers menn leita þegar þeir kjósa stjórnmálamenn. Svarið við því var augljóst hér áður. Menn kusu þann flokk sem varði hagsmuni þeirra eða fylgdi hugsjónum þeirra. Í seinni tíð hefur þeirri kenningu vaxið fylgi víða um heim að stórfelldur árgreininingur um skipulag efnahagslífsins sé úr sögunni og því skipti mestu að kjósa fólk sem líklegt er til að reka ríkiskerfið af kunnáttusemi, heiðarleika og fagmennsku. Auðvitað er enn munur á hægri flokkum og vinstri flokkum en hann hefur greinilega minnkað og þar sem flestir flokkar virðast líka geta unnið saman segja margir að mestu skipti að finna fólk sem sameinar þekkingu, kunnáttusemi og heiðarleika og getur með þeim hætti unnið af fagmennsku. Hvað skyldi ráða vali manna á Íslandi á stjórnmálaflokkum? Eru menn að leita að færum einstaklingum með mikla þekkingu og yfirsýn og í leiðinni að ósérplægnu fólki sem lætur ekki stjórnast af hagsmunum sínum eða vina sinna? Ef svo er virðist hafa komið upp óheppilegt misræmi á milli eftirspurnar og framboðs í íslenskum stjórnmálum. Eða finnst einhverjum það einkenni á íslenska stjórnmálaheiminum hvað hann er vel mannaður af fólki sem ber af í okkar þjóðfélagi fyrir þekkingu, ósérdrægni og fagmennsku? Eru það þá hugsjónir sem ráða vali manna? Þá væri Alþingi og ríkisstjórn væntanlega skipuð úrvali pólitískra hugsjónamanna í samfélaginu. Eða ráða kannski persónulegir hagsmunir mestu um val manna á fólki og flokkum? Sjálfsagt fyrir suma en örugglega ekki fyrir alla þó ekki væri nema fyrir það að hagsmunir manna hafa orðið flóknari og ógreinilegri en áður. Líklega er verulegt misræmi á milli framboðs og eftirspurnar í íslenskum stjórnmálum. Sem betur fer þurfum við ekki mann á borð við Chamlong sem allir treysta í gerspilltum heimi vegna þess eins að hann á ekki neitt og langar ekki í neitt. Slíkir menn eru líka nokkuð vandfundnir í samtímanum. En við þurfum eitthvað annað en við höfum. Kannski þurfum við blöndu af ólíkum hlutum. Meiri hugsjónir úr öllum áttum og meiri einlægni. Meiri þekkingu, kunnáttusemi og fagmennsku.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun