Leggjum niður Landsvirkjun! 15. júlí 2006 00:01 Á dögunum leysti Illugi Gunnarsson eyðufyllingaverkefni úr stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins á síðum Fréttablaðsins. Verkefnið hljóðaði eitthvað á þessa leið: "Ríkisfyrirtæki X á í vanda vegna Y og Z. Lausnin á þessu er að einkavæða X." Illugi setti nafn Landsvirkjunar samviskusamlega í eyðu X og fannst raunar úrlausnin svo góð hjá sér að hann birti aðra grein um sama efni skömmu síðar. Ekki þurfa allir að vera jafn sannfærðir og Illugi um að þessi eyðufyllingaformúla virki alltaf og alls staðar. Sérstaklega ekki þegar litið er til hins sértæka vandamáls sem tengist samningum Landsvirkjunar um orkusölu. Þessir samningar eiga að heita "viðskiptaleyndarmál," enda þótt hið opinbera sé orkusalinn, líkt og víða annars staðar, þar sem orkuverð og allir þættir samninga eru opinber gögn og hægt að taka þá til gagnrýninnar umræðu. Í Noregi eru t.d. allir orkusamningar uppi á borðinu og tölur koma fram í gögnum sem lögð eru fyrir stórþingið. Hér á Íslandi er farin allt önnur leið og stjórnmálamenn láta jafnvel eins og orkuverð komi þeim ekki við. Sumir ráðherrar láta svo ólíkindalega að af þeirra máli má helst ráða að ríkisstjórnin reki hér enga stóriðju- eða virkjanastefnu, heldur sé það bara Landsvirkjun sem ákveði þetta og það sé ekki stjórnmálamanna að kryfja til mergjar forsendur fyrirtækisins. En hvers vegna er "viðskiptaleyndarmál" hvað orkan kostar á Íslandi? Fyrir því er engin önnur ástæða en tilvist Landsvirkjunar sem orkusala. Áratugum saman komust Íslendingar ágætlega af án Landsvirkjunar í sínum orkubúskap. Þjóðin þurfti ekkert ríkisbákn til að standa að sölu orkunnar til kaupenda innanlands og utan. Á þessum tíma lék enginn vafi á því að orkuvinnsla og orkusala kom stjórnmálamönnum og allri þjóðinni við en var ekki einkamál einhvers fyrirtækis. Til hvers var þá verið að stofna Landsvirkjun? Um það má vitna í heimasíðu Landsvirkjunar: "Með stofnun Landsvirkjunar varð það hugsunin að reka raforkukerfið og byggja virkjanir út frá viðskiptasjónarmiði. Fyrirtækið átti að hafa fjárhagslega getu og traustan rekstur til að standa fyrir frekari uppbyggingu af eigin rammleik." Hér má sjá vanda Landsvirkjunar í hnotskurn. Sú "uppbygging" sem þetta fyrirtæki í eigu almennings stendur fyrir er framkvæmd "af eigin rammleik." Fyrirtækið mótar m.ö.o. eigin virkjanastefnu í stað þess að lúta eðlilegum leikreglum lýðræðisins. Það er þessi þáttur í fari Landsvirkjunar sem hlýtur að valda öllum áhugamönnum um lýðræði áhyggjum. Nýting auðlinda er viðkvæmt mál sem varðar okkur öll og því er bæði eðlilegt og vænlegt að umræða og ákvarðanataka um hana fari fram fyrir opnum tjöldum. Hvernig er hægt að spyrja gagnrýninna spurninga um nýtingu orkunnar, áhrif mismunandi valkosta á umhverfið eða virðisaukann af mismunandi valkostum ef mikilvægum staðreyndum er haldið innan fyrirtækis sem er í eigin hagsmunagæslu og beitir fjármunum skattgreiðenda óhikað til þess að reka áróður fyrir tilteknum sjónarmiðum? Orkustefna Íslendinga á ekki að vera í verkahring einhvers fyrirtækis sem gerir hlutina af eigin rammleik. Innan slíks fyrirtækis verður nefnilega aldrei spurt grundvallarspurninga um hvort það sé rétt að virkja í öllum tilvikum. Þvert á móti er það beinlínis markmið fyrirtækisins að skapa sjálfu sér verkefni. Og það markmið er ekki endilega í samræmi við þá stefnu sem meirihluti þjóðarinnar vill skapa með lýðræðislegum hætti. Hér er því tvenns konar vandi á ferð. Í fyrsta lagi er það leynimakkið um orkuverð sem ekki ætti að eiga sér stað af hálfu ríkisfyrirtækis. Sá vandi stafar hins vegar beinlínis af tilvist fyrirtækisins, sem er ætlað að byggja virkjanir af eigin rammleik út frá viðskiptasjónarmiði og lýtur því óeðlilega litlu lýðræðislegu aðhaldi. Lausnin á þessu vandamáli er augljóslega ekki sú að gefa bákninu sjálfstæða tilveru sem gróðafyrirtæki. Þvert á móti gildir hér það sem eitt sinn var sagt af öðru tilefni: Báknið burt. Landsvirkjun hefur engu uppbyggilegu hlutverki að gegna sem hið opinbera getur ekki sinnt með hagkvæmari og lýðræðislegri hætti, líkt og gert var í árdaga orkuvinnslu á Íslandi. Það er þvert á móti hættulegt þegar opinberri stjórnsýslu í jafn mikilvægum málaflokki er kippt úr sambandi og mikilvæg ákvarðanataka á sér stað á leynifundum. Og það er kominn tími til að stjórnmálamenn hætti að skýla sér á bak við Landsvirkjun þegar um er að ræða grundvallarmál varðandi umhverfi og nýtingu auðlinda. Leggjum niður Landsvirkjun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Sverrir Jakobsson Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun
Á dögunum leysti Illugi Gunnarsson eyðufyllingaverkefni úr stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins á síðum Fréttablaðsins. Verkefnið hljóðaði eitthvað á þessa leið: "Ríkisfyrirtæki X á í vanda vegna Y og Z. Lausnin á þessu er að einkavæða X." Illugi setti nafn Landsvirkjunar samviskusamlega í eyðu X og fannst raunar úrlausnin svo góð hjá sér að hann birti aðra grein um sama efni skömmu síðar. Ekki þurfa allir að vera jafn sannfærðir og Illugi um að þessi eyðufyllingaformúla virki alltaf og alls staðar. Sérstaklega ekki þegar litið er til hins sértæka vandamáls sem tengist samningum Landsvirkjunar um orkusölu. Þessir samningar eiga að heita "viðskiptaleyndarmál," enda þótt hið opinbera sé orkusalinn, líkt og víða annars staðar, þar sem orkuverð og allir þættir samninga eru opinber gögn og hægt að taka þá til gagnrýninnar umræðu. Í Noregi eru t.d. allir orkusamningar uppi á borðinu og tölur koma fram í gögnum sem lögð eru fyrir stórþingið. Hér á Íslandi er farin allt önnur leið og stjórnmálamenn láta jafnvel eins og orkuverð komi þeim ekki við. Sumir ráðherrar láta svo ólíkindalega að af þeirra máli má helst ráða að ríkisstjórnin reki hér enga stóriðju- eða virkjanastefnu, heldur sé það bara Landsvirkjun sem ákveði þetta og það sé ekki stjórnmálamanna að kryfja til mergjar forsendur fyrirtækisins. En hvers vegna er "viðskiptaleyndarmál" hvað orkan kostar á Íslandi? Fyrir því er engin önnur ástæða en tilvist Landsvirkjunar sem orkusala. Áratugum saman komust Íslendingar ágætlega af án Landsvirkjunar í sínum orkubúskap. Þjóðin þurfti ekkert ríkisbákn til að standa að sölu orkunnar til kaupenda innanlands og utan. Á þessum tíma lék enginn vafi á því að orkuvinnsla og orkusala kom stjórnmálamönnum og allri þjóðinni við en var ekki einkamál einhvers fyrirtækis. Til hvers var þá verið að stofna Landsvirkjun? Um það má vitna í heimasíðu Landsvirkjunar: "Með stofnun Landsvirkjunar varð það hugsunin að reka raforkukerfið og byggja virkjanir út frá viðskiptasjónarmiði. Fyrirtækið átti að hafa fjárhagslega getu og traustan rekstur til að standa fyrir frekari uppbyggingu af eigin rammleik." Hér má sjá vanda Landsvirkjunar í hnotskurn. Sú "uppbygging" sem þetta fyrirtæki í eigu almennings stendur fyrir er framkvæmd "af eigin rammleik." Fyrirtækið mótar m.ö.o. eigin virkjanastefnu í stað þess að lúta eðlilegum leikreglum lýðræðisins. Það er þessi þáttur í fari Landsvirkjunar sem hlýtur að valda öllum áhugamönnum um lýðræði áhyggjum. Nýting auðlinda er viðkvæmt mál sem varðar okkur öll og því er bæði eðlilegt og vænlegt að umræða og ákvarðanataka um hana fari fram fyrir opnum tjöldum. Hvernig er hægt að spyrja gagnrýninna spurninga um nýtingu orkunnar, áhrif mismunandi valkosta á umhverfið eða virðisaukann af mismunandi valkostum ef mikilvægum staðreyndum er haldið innan fyrirtækis sem er í eigin hagsmunagæslu og beitir fjármunum skattgreiðenda óhikað til þess að reka áróður fyrir tilteknum sjónarmiðum? Orkustefna Íslendinga á ekki að vera í verkahring einhvers fyrirtækis sem gerir hlutina af eigin rammleik. Innan slíks fyrirtækis verður nefnilega aldrei spurt grundvallarspurninga um hvort það sé rétt að virkja í öllum tilvikum. Þvert á móti er það beinlínis markmið fyrirtækisins að skapa sjálfu sér verkefni. Og það markmið er ekki endilega í samræmi við þá stefnu sem meirihluti þjóðarinnar vill skapa með lýðræðislegum hætti. Hér er því tvenns konar vandi á ferð. Í fyrsta lagi er það leynimakkið um orkuverð sem ekki ætti að eiga sér stað af hálfu ríkisfyrirtækis. Sá vandi stafar hins vegar beinlínis af tilvist fyrirtækisins, sem er ætlað að byggja virkjanir af eigin rammleik út frá viðskiptasjónarmiði og lýtur því óeðlilega litlu lýðræðislegu aðhaldi. Lausnin á þessu vandamáli er augljóslega ekki sú að gefa bákninu sjálfstæða tilveru sem gróðafyrirtæki. Þvert á móti gildir hér það sem eitt sinn var sagt af öðru tilefni: Báknið burt. Landsvirkjun hefur engu uppbyggilegu hlutverki að gegna sem hið opinbera getur ekki sinnt með hagkvæmari og lýðræðislegri hætti, líkt og gert var í árdaga orkuvinnslu á Íslandi. Það er þvert á móti hættulegt þegar opinberri stjórnsýslu í jafn mikilvægum málaflokki er kippt úr sambandi og mikilvæg ákvarðanataka á sér stað á leynifundum. Og það er kominn tími til að stjórnmálamenn hætti að skýla sér á bak við Landsvirkjun þegar um er að ræða grundvallarmál varðandi umhverfi og nýtingu auðlinda. Leggjum niður Landsvirkjun!
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun