Matarinnkaup lækka um fimmtíu þúsund 13. júlí 2006 03:30 Matarinnkaup fjölskyldunnar lækka um fimmtíu þúsund krónur á ári, gangi tillögur nefndar forsætisráðherra eftir. Nefndin var skipuð í upphafi árs og var ætlað að fjalla um helstu orsakaþætti hás matvælaverðs á Íslandi og gera tillögur sem miða að því að færa matvælaverð nær því sem gengur og gerist í helstu nágrannaríkjum. Í nefndinni sátu fulltrúar fjögurra ráðherra og fimm hagsmunasamtaka. Meðal þess sem nefndin gerir tillögur um er að vörugjald á matvælum verði fellt niður og að öll matvara beri fjórtán prósenta virðisaukaskatt en ýmsar vörur – einkum það sem kallað er munaðarvörur – bera 24,5 prósenta virðisaukaskatt. Þau sjónarmið voru uppi í nefndinni að fella niður tolla á innfluttum landbúnaðarvörum en fulltrúi Bændasamtakanna í nefndinni lagðist alfarið gegn þeim. „Við vorum ekki tilbúin til að ræða einhliða stór skref í tollabreytingum,“ segir Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökunum. „Okkur komu á óvart þær hugmyndir sem ræddar voru í nefndinni um að gera miklu meira í færri og stærri skrefum heldur en áður hefur verið rætt um af hálfu stjórnvalda. Einhliða lækkun á tollum er ekki eitthvað sem þjóðir eru almennt að gera. Þetta er ákveðið samningstæki og við hljótum að vilja fá einhvern ávinning fyrir aðra atvinnustarfsemi í landinu á móti.“ Erna bendir á að Ísland hefur verið í viðræðum við Alþjóðaviðskiptastofnunina varðandi niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum og eðlilegra sé að láta þróunina hér miða við straumana þar. „Alþýðusamband Íslands hefur talað fyrir ágengari málflutningi varðandi niðurfellingu á landbúnaðartollum og ég held það sé óhætt að segja að það hafi borið breiðast þar á milli.“ Nefndin mun skila skýrslu til forsætisráðherra á næstu dögum. Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Matarinnkaup fjölskyldunnar lækka um fimmtíu þúsund krónur á ári, gangi tillögur nefndar forsætisráðherra eftir. Nefndin var skipuð í upphafi árs og var ætlað að fjalla um helstu orsakaþætti hás matvælaverðs á Íslandi og gera tillögur sem miða að því að færa matvælaverð nær því sem gengur og gerist í helstu nágrannaríkjum. Í nefndinni sátu fulltrúar fjögurra ráðherra og fimm hagsmunasamtaka. Meðal þess sem nefndin gerir tillögur um er að vörugjald á matvælum verði fellt niður og að öll matvara beri fjórtán prósenta virðisaukaskatt en ýmsar vörur – einkum það sem kallað er munaðarvörur – bera 24,5 prósenta virðisaukaskatt. Þau sjónarmið voru uppi í nefndinni að fella niður tolla á innfluttum landbúnaðarvörum en fulltrúi Bændasamtakanna í nefndinni lagðist alfarið gegn þeim. „Við vorum ekki tilbúin til að ræða einhliða stór skref í tollabreytingum,“ segir Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökunum. „Okkur komu á óvart þær hugmyndir sem ræddar voru í nefndinni um að gera miklu meira í færri og stærri skrefum heldur en áður hefur verið rætt um af hálfu stjórnvalda. Einhliða lækkun á tollum er ekki eitthvað sem þjóðir eru almennt að gera. Þetta er ákveðið samningstæki og við hljótum að vilja fá einhvern ávinning fyrir aðra atvinnustarfsemi í landinu á móti.“ Erna bendir á að Ísland hefur verið í viðræðum við Alþjóðaviðskiptastofnunina varðandi niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum og eðlilegra sé að láta þróunina hér miða við straumana þar. „Alþýðusamband Íslands hefur talað fyrir ágengari málflutningi varðandi niðurfellingu á landbúnaðartollum og ég held það sé óhætt að segja að það hafi borið breiðast þar á milli.“ Nefndin mun skila skýrslu til forsætisráðherra á næstu dögum.
Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira