Annir í embætti 11. júlí 2006 07:00 Öfugt við svo marga sem nú eru í sumarleyfum frá vinnu og liggja með tærnar upp í loft þeysist Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á milli landa og landshluta í opinberum erindagjörðum. Á mánudag í síðustu viku var hann í Boston og hélt þar ræðu á alþjóðlegu þingi Lionsmanna. Daginn eftir var hann kominn til Íslands til að taka á móti fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Daginn þar á eftir ræddi hann meðal annars við Bjarna Tryggvason geimfara og á fimmtudag hófst opinber heimsókn Grikklandsforseta hingað til lands og stóð hún fram á föstudag. Á laugardag var Ólafur Ragnar kominn til Siglufjarðar til að opna Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar og nú er hann aftur kominn til Bandaríkjanna til að borða með Bandaríkjaforseta. Oft í Bandaríkjunum Annars eru Bandaríkin tíður viðkomustaður forseta Íslands. Á þessu ári eru heimsóknir hans þangað orðnar tvær og árið aðeins rétt rúmlega hálfnað. Á síðasta ári fór Ólafur Ragnar fimm sinnum til Bandaríkjanna í opinberum erindagjörðum en árið þar áður voru heimsóknirnar tvær. Árin 2003 og 2 fór hann þrívegis hvort ár til Bandaríkjanna, einu sinni 2001 en tvisvar árið 2000. Bannað að reykja Frá og með 1. október verða reykingar alfarið bannaðar á sjúkrahúsinu á Akureyri – sem raunar heitir Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Starfsfólki hefur verið meinað að reykja á spítalanum í áratug og nú á að ganga skrefi lengra og taka fyrir reykingar sjúklinga sem fram til þessa hafa mátt reykja í þar til gerðum herbergjum. Ekki er nóg með að bannað verði að reykja innan veggja spítalans heldur nær reykingabannið einnig til lóðar hans. Sjúklingum á Landspítalanum – sem raunar heitir Landspítali - háskólasjúkrahús – er heimilt að reykja í sérstökum herbergjum en líkt og nyrðra eru reykingar starfsfólks bannaðar. Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
Öfugt við svo marga sem nú eru í sumarleyfum frá vinnu og liggja með tærnar upp í loft þeysist Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á milli landa og landshluta í opinberum erindagjörðum. Á mánudag í síðustu viku var hann í Boston og hélt þar ræðu á alþjóðlegu þingi Lionsmanna. Daginn eftir var hann kominn til Íslands til að taka á móti fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Daginn þar á eftir ræddi hann meðal annars við Bjarna Tryggvason geimfara og á fimmtudag hófst opinber heimsókn Grikklandsforseta hingað til lands og stóð hún fram á föstudag. Á laugardag var Ólafur Ragnar kominn til Siglufjarðar til að opna Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar og nú er hann aftur kominn til Bandaríkjanna til að borða með Bandaríkjaforseta. Oft í Bandaríkjunum Annars eru Bandaríkin tíður viðkomustaður forseta Íslands. Á þessu ári eru heimsóknir hans þangað orðnar tvær og árið aðeins rétt rúmlega hálfnað. Á síðasta ári fór Ólafur Ragnar fimm sinnum til Bandaríkjanna í opinberum erindagjörðum en árið þar áður voru heimsóknirnar tvær. Árin 2003 og 2 fór hann þrívegis hvort ár til Bandaríkjanna, einu sinni 2001 en tvisvar árið 2000. Bannað að reykja Frá og með 1. október verða reykingar alfarið bannaðar á sjúkrahúsinu á Akureyri – sem raunar heitir Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Starfsfólki hefur verið meinað að reykja á spítalanum í áratug og nú á að ganga skrefi lengra og taka fyrir reykingar sjúklinga sem fram til þessa hafa mátt reykja í þar til gerðum herbergjum. Ekki er nóg með að bannað verði að reykja innan veggja spítalans heldur nær reykingabannið einnig til lóðar hans. Sjúklingum á Landspítalanum – sem raunar heitir Landspítali - háskólasjúkrahús – er heimilt að reykja í sérstökum herbergjum en líkt og nyrðra eru reykingar starfsfólks bannaðar.
Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira