Viðleitni til að bæta ímynd 26. júní 2006 10:04 Í höfuðborgum Habsborgaraveldisins gamla, Vín og Búdapest, er umferðin komin aftur í samt lag eftir umsátursástandið sem skapaðist þegar tiginn gestur vestan frá Washington drap þar niður fæti í síðustu viku. Þótt ekki hafi margt eða merkilegt verið ákveðið á fundum George W. Bush Bandaríkjaforseta með leiðtogum Evrópusambandsins í Vín né með ungverskum ráðamönnum í Búdapest leiddi þessi heimsókn hans til evrópska meginlandsins að minnsta kosti eitt skýrt í ljós: að "leiðtogi hins frjálsa heims" gerði sér fulla grein fyrir því að hann ætti við ímyndarvanda að stríða í Evrópu sem hann gæti ekki látið sér standa á sama um. Frá því Bush tók við lyklavöldum í Hvíta húsinu fyrir fimm og hálfu ári hafa vinsældir Bandaríkjanna og traust á Bandaríkjastjórn í hugum almennings í flestum löndum Evrópu beðið mikinn hnekki. Lengi vel sáu Bush og þeir ráðgjafar hans sem hann helst hlustaði á ekki ástæðu til annars en að kæra sig kollótta um viðhorf Evrópubúa. Dýpst varð víkin milli vina er deilurnar um Íraksstríðið stóðu sem hæst fyrir rúmum þremur árum. Nú er málum svo komið í Írak að Bandaríkjamenn sjá að án bandamanna fær jafnvel mesta efnahags- og herveldi heims ekki miklu áorkað. Hvert málið hefur rekið annað sem enn hefur rýrt traust Evrópumanna á stefnu Bandaríkjastjórnar - Abu Ghraib, Haditha, leynilegt fangaflug CIA og Guantanamo eru nokkur stikkorð þessa ímyndarvanda. Það var því engin tilviljun að ummæli Bush um fangabúðirnar í herbúðum Bandaríkjahers við Guantanamo-flóa á Kúbu voru aðalfyrirsagnaefnið í fréttaflutningi af fundi hans með forsvarsmönnum Evrópusambandsins í Vín. Hann sagðist óska þess sjálfur að hægt væri að loka búðunum. Með þessum orðum sínum gerði hann gestgjafanum, Wolfgang Schüssel Austurríkiskanslara sem lætur af formennskunni í Evrópusambandinu nú um mánaðamótin, kleift að láta líta svo út sem honum hefði tekist að telja bandaríska gestinn á að taka tillit til áhyggna Evrópumanna af mannréttindum fanganna í Guantanamo. En sennilega er það aðeins svo við fyrstu sýn. Því að umfram hina táknrænu viljayfirlýsingu um að loka skuli búðunum ætlast báðir aðilar, Bandaríkja- og Evrópumenn, til þess að fram fari umræða um það hvernig hægt sé að samræma það að ekki sé veittur afsláttur af hefðbundnum mannúðargildum Vesturlanda en samt sé gripið til nauðsynlegra ráðstafana til að bregðast með skilvirkum hætti við hinni óhefðbundnu ógn sem af hryðjuverkaöflum nútímans stafar. Bandaríkjamönnum þykir Evrópumenn sýna skinhelgi í fordæmingu sinni á meintum mannréttindabrotum á föngum sem grunaðir eru um að tengjast hættulegum hryðjuverkahópum. En Guantanomo-deilan er aðeins angi stærra máls sem grundvallarágreiningur ríkir um milli Evrópu- og Bandaríkjamanna. Það snýst um ólíka skynjun á ógnum og hættum nútímans, og um ólíka hæfni og vilja til að bregðast við þeim á hnattræna vísu. Samstaða Evrópuveldanna og Bandaríkjanna um stefnuna gagnvart Íran gefur þó von um að bandamennirnir beggja vegna Atlantshafsins leggist á eitt þegar mest á ríður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Í höfuðborgum Habsborgaraveldisins gamla, Vín og Búdapest, er umferðin komin aftur í samt lag eftir umsátursástandið sem skapaðist þegar tiginn gestur vestan frá Washington drap þar niður fæti í síðustu viku. Þótt ekki hafi margt eða merkilegt verið ákveðið á fundum George W. Bush Bandaríkjaforseta með leiðtogum Evrópusambandsins í Vín né með ungverskum ráðamönnum í Búdapest leiddi þessi heimsókn hans til evrópska meginlandsins að minnsta kosti eitt skýrt í ljós: að "leiðtogi hins frjálsa heims" gerði sér fulla grein fyrir því að hann ætti við ímyndarvanda að stríða í Evrópu sem hann gæti ekki látið sér standa á sama um. Frá því Bush tók við lyklavöldum í Hvíta húsinu fyrir fimm og hálfu ári hafa vinsældir Bandaríkjanna og traust á Bandaríkjastjórn í hugum almennings í flestum löndum Evrópu beðið mikinn hnekki. Lengi vel sáu Bush og þeir ráðgjafar hans sem hann helst hlustaði á ekki ástæðu til annars en að kæra sig kollótta um viðhorf Evrópubúa. Dýpst varð víkin milli vina er deilurnar um Íraksstríðið stóðu sem hæst fyrir rúmum þremur árum. Nú er málum svo komið í Írak að Bandaríkjamenn sjá að án bandamanna fær jafnvel mesta efnahags- og herveldi heims ekki miklu áorkað. Hvert málið hefur rekið annað sem enn hefur rýrt traust Evrópumanna á stefnu Bandaríkjastjórnar - Abu Ghraib, Haditha, leynilegt fangaflug CIA og Guantanamo eru nokkur stikkorð þessa ímyndarvanda. Það var því engin tilviljun að ummæli Bush um fangabúðirnar í herbúðum Bandaríkjahers við Guantanamo-flóa á Kúbu voru aðalfyrirsagnaefnið í fréttaflutningi af fundi hans með forsvarsmönnum Evrópusambandsins í Vín. Hann sagðist óska þess sjálfur að hægt væri að loka búðunum. Með þessum orðum sínum gerði hann gestgjafanum, Wolfgang Schüssel Austurríkiskanslara sem lætur af formennskunni í Evrópusambandinu nú um mánaðamótin, kleift að láta líta svo út sem honum hefði tekist að telja bandaríska gestinn á að taka tillit til áhyggna Evrópumanna af mannréttindum fanganna í Guantanamo. En sennilega er það aðeins svo við fyrstu sýn. Því að umfram hina táknrænu viljayfirlýsingu um að loka skuli búðunum ætlast báðir aðilar, Bandaríkja- og Evrópumenn, til þess að fram fari umræða um það hvernig hægt sé að samræma það að ekki sé veittur afsláttur af hefðbundnum mannúðargildum Vesturlanda en samt sé gripið til nauðsynlegra ráðstafana til að bregðast með skilvirkum hætti við hinni óhefðbundnu ógn sem af hryðjuverkaöflum nútímans stafar. Bandaríkjamönnum þykir Evrópumenn sýna skinhelgi í fordæmingu sinni á meintum mannréttindabrotum á föngum sem grunaðir eru um að tengjast hættulegum hryðjuverkahópum. En Guantanomo-deilan er aðeins angi stærra máls sem grundvallarágreiningur ríkir um milli Evrópu- og Bandaríkjamanna. Það snýst um ólíka skynjun á ógnum og hættum nútímans, og um ólíka hæfni og vilja til að bregðast við þeim á hnattræna vísu. Samstaða Evrópuveldanna og Bandaríkjanna um stefnuna gagnvart Íran gefur þó von um að bandamennirnir beggja vegna Atlantshafsins leggist á eitt þegar mest á ríður.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun