Hver á að gæta varðanna? 25. júní 2006 00:01 Fyrir nokkrum árum síðan skrifaði ég ásamt Orra Haukssyni fyrrum aðstoðarmanni Davíðs Oddssonar fjölmargar greinar um fiskveiðistjórnun. Kvað svo rammt að þessum greinarskrifum að góður vinur minn gaf mér 5 kíló af ufsakvóta og ónýta trillu í afmælisgjöf í þeirri veiku vona að skrifunum linnt úr því að ég væri orðinn hagsmunaaðili. Hann sagðist reyndar ekki heldur þola myndina af mér sem birtist með greinunum í Mogganum, hann væri viðkvæmur í morgunsárið og myndin af mér minnti hann einna helst á illa sofinn bergþurs. Mér fannst það auðvitað leiðinlegt, en þeir á Mogganum fullyrtu að þetta væri besta myndin sem þeir ættu og við það sat. Á þessum árum var harkalega tekist á um eignarréttinn og hvernig hann væri tilkominn. Minna var rætt um samspil fisveiðistjórnunarkerfisins og hafrannsókna. Enn á ný fáum við þær fréttir að þorskstofnin sé ekki að ná sér á strik. Það er því ekki úr vegi að velta aðeins upp spurningum um stöðu hafrannsókna. Hvað er vísindakenning?Heimspekingurinn Karl Popper var þeirrar skoðunnar að kenning gæti einungis talist vísindakenning ef hana væri hægt að afsanna. Þetta hljómar svolítið sérkennilega en er rökrétt. Kenningin um að tröll búi í bergi er ekki vísindakenning því það er engin leið að afsanna kenninguna. Vísindakenningar geta reynst réttar eða rangar allt eftir því hvernig gengur að sanna þær eða afsanna. Ég nefni þetta hér vegna þess að sú spurning er áleitin hvernig hægt sé að sanna eða afsanna þær kenningar sem Hafró vinnur eftir. Um leið sprettur upp sú spurning hverjir hafi hérlendis aðstöðu og þekkingu til að deila við Hafró. Ein ríkisstofnunHér á landi er ein ríkisstofnun sem sinnir hafrannsóknum og þar starfar fjöldinn allur af mjög hæfum vísindamönnum. Inni á þessari stofnun er samankomin gríðarleg þekkingin og reynsla í rannsóknum á auðlindum hafsins. Engum vafa er undirorpið að vísindamenn á Hafró sinna sínum störfum af kostgæfni. En við hvern hér á landi eiga þeir vísindalegar samræður? Hafró kallar vissulega til sín erlenda eftirlitsaðila, en er það nóg? Er það nægjanlegt vísindalegt aðhald til þess að tryggja að þær kenningar sem Hafró leggur til grundvallar séu réttar? Hafrannsóknir eru mjög flókin fræði og þar sem það er svo erfitt að sanna eða afsanna það sem Hafró er að gera, eykst mikilvægi öflugrar vísindalegrar umræðu. Umræða um hafrannsóknir hér á Íslandi fer fram á milli Hafrannsóknarstofnunnar annars vegar og manna úti í bæ hins vegar. HagróÞætti okkur traustvekjandi ef hér á landi væri einungis ein ríkisrekin hagfræðistofnun, Hagró. Þessi stofnun gæfi út einu sinni á ári álit sitt á þróun efnahagsmála ásamt tillögum um aðgerðir og umræða um hagfræði færi fram á milli stofnunarinnar og manna úti í bæ Og ef þessi stofnun sem hallaðist að einni kennisetningu í hagfræði fremur en öðrum, (tryði t.d. Keynes en ekki Friedman) fengi öðru hverju erlendar stofnanir til að fara yfir vinnu sína og útreikninga, þætti okkur það nægjanleg vísindaleg umræða? Þætti okkur það ávísun á gagnrýna umræðu að kennarar við hagfræðideild Háskólans kæmu frá stofnuninni og nemendur hyrfu þangað að námi loknu. Skyldu stjórnmálamennirnir segja um störf þessarar stofnunnar að vissulega væri hagfræðin ónákvæm vísindi en þetta væri besta þekking sem völ væri á og því ekki annað að gera en að fara að ráðum hennar? Ég held að við myndum ekki sætta okkur við þetta fræðaumhverfi fyrir hagfræðina. Við vitum að það þurfa að vera fleiri en einn aðili sem hefur aðstöðu til að mynda sér sjálfstæða skoðun. Að öðrum kosti verður enginn gagnrýnin vísindaleg umræða HáskólinnÉg hef alltaf verið á móti viðbótarskattinum sem var lagður á útgerðina til að ná sátt um aflamarkskerfið. Ef ekki á að fella það gjald niður þá legg ég til að það verði nýtt til frekari rannsókna á lífríki hafsins. Hvernig væri að nota þá peninga til að byggja upp í Háskóla Íslands rannsóknarstofnun sem yrði einhvers konar mótvægi við Hafró. Í háskólanum er til staðar gríðarleg þekking á tölfræði, líffræði og öðrum þeim greinum sem skipta máli í hafrannsóknum. Það sem meira er, háskólasamfélagið er gagnrýnið og opið og því ágætar líkur á að þar fari fram gagnrýnin umræða. Þessari rannsóknarstofnun yrði ætlað að vinna úr gögnum Hafró og skila sjávarútvegsráðherra tillögum um heildarafla samhliða tillögum Hafró. Ef mismunur er á tillögunum þá þurfa vísindamennirnir að útskýra í hverju sá munur fellst. Frjó umræða þar sem takast á öflugar vísindastofnanir og sjálfstæðir fræði- og áhugamenn um hafrannsóknir eykur líkurnar á því að þekking okkar á ástandi fiskistofnanna eflist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Fyrir nokkrum árum síðan skrifaði ég ásamt Orra Haukssyni fyrrum aðstoðarmanni Davíðs Oddssonar fjölmargar greinar um fiskveiðistjórnun. Kvað svo rammt að þessum greinarskrifum að góður vinur minn gaf mér 5 kíló af ufsakvóta og ónýta trillu í afmælisgjöf í þeirri veiku vona að skrifunum linnt úr því að ég væri orðinn hagsmunaaðili. Hann sagðist reyndar ekki heldur þola myndina af mér sem birtist með greinunum í Mogganum, hann væri viðkvæmur í morgunsárið og myndin af mér minnti hann einna helst á illa sofinn bergþurs. Mér fannst það auðvitað leiðinlegt, en þeir á Mogganum fullyrtu að þetta væri besta myndin sem þeir ættu og við það sat. Á þessum árum var harkalega tekist á um eignarréttinn og hvernig hann væri tilkominn. Minna var rætt um samspil fisveiðistjórnunarkerfisins og hafrannsókna. Enn á ný fáum við þær fréttir að þorskstofnin sé ekki að ná sér á strik. Það er því ekki úr vegi að velta aðeins upp spurningum um stöðu hafrannsókna. Hvað er vísindakenning?Heimspekingurinn Karl Popper var þeirrar skoðunnar að kenning gæti einungis talist vísindakenning ef hana væri hægt að afsanna. Þetta hljómar svolítið sérkennilega en er rökrétt. Kenningin um að tröll búi í bergi er ekki vísindakenning því það er engin leið að afsanna kenninguna. Vísindakenningar geta reynst réttar eða rangar allt eftir því hvernig gengur að sanna þær eða afsanna. Ég nefni þetta hér vegna þess að sú spurning er áleitin hvernig hægt sé að sanna eða afsanna þær kenningar sem Hafró vinnur eftir. Um leið sprettur upp sú spurning hverjir hafi hérlendis aðstöðu og þekkingu til að deila við Hafró. Ein ríkisstofnunHér á landi er ein ríkisstofnun sem sinnir hafrannsóknum og þar starfar fjöldinn allur af mjög hæfum vísindamönnum. Inni á þessari stofnun er samankomin gríðarleg þekkingin og reynsla í rannsóknum á auðlindum hafsins. Engum vafa er undirorpið að vísindamenn á Hafró sinna sínum störfum af kostgæfni. En við hvern hér á landi eiga þeir vísindalegar samræður? Hafró kallar vissulega til sín erlenda eftirlitsaðila, en er það nóg? Er það nægjanlegt vísindalegt aðhald til þess að tryggja að þær kenningar sem Hafró leggur til grundvallar séu réttar? Hafrannsóknir eru mjög flókin fræði og þar sem það er svo erfitt að sanna eða afsanna það sem Hafró er að gera, eykst mikilvægi öflugrar vísindalegrar umræðu. Umræða um hafrannsóknir hér á Íslandi fer fram á milli Hafrannsóknarstofnunnar annars vegar og manna úti í bæ hins vegar. HagróÞætti okkur traustvekjandi ef hér á landi væri einungis ein ríkisrekin hagfræðistofnun, Hagró. Þessi stofnun gæfi út einu sinni á ári álit sitt á þróun efnahagsmála ásamt tillögum um aðgerðir og umræða um hagfræði færi fram á milli stofnunarinnar og manna úti í bæ Og ef þessi stofnun sem hallaðist að einni kennisetningu í hagfræði fremur en öðrum, (tryði t.d. Keynes en ekki Friedman) fengi öðru hverju erlendar stofnanir til að fara yfir vinnu sína og útreikninga, þætti okkur það nægjanleg vísindaleg umræða? Þætti okkur það ávísun á gagnrýna umræðu að kennarar við hagfræðideild Háskólans kæmu frá stofnuninni og nemendur hyrfu þangað að námi loknu. Skyldu stjórnmálamennirnir segja um störf þessarar stofnunnar að vissulega væri hagfræðin ónákvæm vísindi en þetta væri besta þekking sem völ væri á og því ekki annað að gera en að fara að ráðum hennar? Ég held að við myndum ekki sætta okkur við þetta fræðaumhverfi fyrir hagfræðina. Við vitum að það þurfa að vera fleiri en einn aðili sem hefur aðstöðu til að mynda sér sjálfstæða skoðun. Að öðrum kosti verður enginn gagnrýnin vísindaleg umræða HáskólinnÉg hef alltaf verið á móti viðbótarskattinum sem var lagður á útgerðina til að ná sátt um aflamarkskerfið. Ef ekki á að fella það gjald niður þá legg ég til að það verði nýtt til frekari rannsókna á lífríki hafsins. Hvernig væri að nota þá peninga til að byggja upp í Háskóla Íslands rannsóknarstofnun sem yrði einhvers konar mótvægi við Hafró. Í háskólanum er til staðar gríðarleg þekking á tölfræði, líffræði og öðrum þeim greinum sem skipta máli í hafrannsóknum. Það sem meira er, háskólasamfélagið er gagnrýnið og opið og því ágætar líkur á að þar fari fram gagnrýnin umræða. Þessari rannsóknarstofnun yrði ætlað að vinna úr gögnum Hafró og skila sjávarútvegsráðherra tillögum um heildarafla samhliða tillögum Hafró. Ef mismunur er á tillögunum þá þurfa vísindamennirnir að útskýra í hverju sá munur fellst. Frjó umræða þar sem takast á öflugar vísindastofnanir og sjálfstæðir fræði- og áhugamenn um hafrannsóknir eykur líkurnar á því að þekking okkar á ástandi fiskistofnanna eflist.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun