Umskipti á Austurlandi 20. júní 2006 00:01 Mikil umskipti hafa orðið á Austurlandi á undanförnum misserum og um þessar mundir er æ skýrar að koma í ljós hvaða áhrif stórframkvæmdirnar hafa á þróun og mannlíf þéttbýlisstaðanna eystra. Þar rísa til að mynda margra hæða íbúðahús á mörgum stöðum, ýmis þjónustustarfsemi hefur stóreflst og nýjar opinberar byggingar hafa risið eða eru að rísa. Þá hafa orðið miklar breytingar á samgöngum, en því miður hafa strandsiglingar svo til lagst af til þessa landsvæðis eins og annarra hér á landi og álag á þjóðveginu því aukist mjög, ekki síst tímabundið frá Reyðarfirði og að Kárahnjúkum. Í sambandi við virkjanaframkvæmdirnar hefði átt að nota tækifærið og styrkja eða gera nýja brú yfir Löginn á milli Egilsstaða og Fellabæjar og endurnýja síðan veginn vestan við Lagarfljót. Allt þetta hefði að vísu kostað mikla fjármuni, en það hefði komið til góða síðar, því leiðin um Hallormsstaðaskóg er þegar orðin of fjölfarin, og ekki boðlegt að beina slíkri þungaumferð þar um , eins og á sér stað í dag. Mestu flutningarnir á aðföngum til Kárahnjúkavirkjunar taka brátt enda, en þangað verður engu að síður mikil umferð í framtíðinni , sem þyrfti í meira mæli að fara vestan við fljótið. Það er töluvert mikill munur á stórvinnusvæðunum tveimur , Kárhnjúkum og Reyðarfirði. Á fyrnefnda staðnum keppast menn við að koma stíflunni miklu og í rétta hæð og þar er mikið jarðrask en niðri á Reyðarfirði keppast menn hinsvegar við að reisa mörg hundruð metra kerskála fyrir veturinn, auk annarra bygginga á staðnum. Á Kárahnjúkum verður farið að fylla í Hálslón síðsumars og þar fara framkvæmdir að ná hámarki. Innan nokkurra missera verða þar aðeins örfáir starfsmenn, þegar Hálslón hefur náð fullri hæð og verður að flatarmáli á stærð við Löginn. Það er því auðvitað af og frá að halda því fram að með Hálslóni sé verið að sökkva hálendi Íslands. Tilkoma lónsins hefur vakið marga af værum blundi í umhverfismálum, og auðvitað eiga menn að hafa rétt til að hafa sína skoðun á þessum stórframkvæmdum og hafa í frammi mótmæli á staðnum. Ofbeldi og skemmdarverk eru hinsvegar ekki til framdráttar málstað þeirra sem ekki eru sáttir við framkvæmdina. Stöðvarhúsið sjálft í Fljótsdal er að mestu sprengt inn fjallið skammt innan við Valþjófsstað.Þaðan liggja svo háspennulínurnar áleiðis niður á Reyðarfjörð og verða þar áberandi í landslaginu. Um leið og fólki fækkar við Kárahnjúka og hinir fjölmörgum erlendu starfmenn sem nú eru á Reyðarfirði fara til síns heima, fjölgar þar í starfsliði Alcoa. Nú þegar geta menn vel gert sér grein fyrir umfangi álversins á Reyðarfirði og hvernig það muni líta út í raunveruleikanum. Þetta gerist þrátt fyrir að Skipulagsstofnun hafi ekki skilað áliti sínu á umhverfisáhrifum álversins og þess varla að vænta fyrr en kerskálinn mikli er kominn undir þak. Álit stofnunarinnar hefði með réttu auðvitað átt að liggja fyrir áður en framkvæmdir hófust, en þetta sýnir með öðru hraðann á þessu verki. Væntanlega verður öðru vísi að þessum þætti mála staðið á Bakka norðan við Húsavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Mikil umskipti hafa orðið á Austurlandi á undanförnum misserum og um þessar mundir er æ skýrar að koma í ljós hvaða áhrif stórframkvæmdirnar hafa á þróun og mannlíf þéttbýlisstaðanna eystra. Þar rísa til að mynda margra hæða íbúðahús á mörgum stöðum, ýmis þjónustustarfsemi hefur stóreflst og nýjar opinberar byggingar hafa risið eða eru að rísa. Þá hafa orðið miklar breytingar á samgöngum, en því miður hafa strandsiglingar svo til lagst af til þessa landsvæðis eins og annarra hér á landi og álag á þjóðveginu því aukist mjög, ekki síst tímabundið frá Reyðarfirði og að Kárahnjúkum. Í sambandi við virkjanaframkvæmdirnar hefði átt að nota tækifærið og styrkja eða gera nýja brú yfir Löginn á milli Egilsstaða og Fellabæjar og endurnýja síðan veginn vestan við Lagarfljót. Allt þetta hefði að vísu kostað mikla fjármuni, en það hefði komið til góða síðar, því leiðin um Hallormsstaðaskóg er þegar orðin of fjölfarin, og ekki boðlegt að beina slíkri þungaumferð þar um , eins og á sér stað í dag. Mestu flutningarnir á aðföngum til Kárahnjúkavirkjunar taka brátt enda, en þangað verður engu að síður mikil umferð í framtíðinni , sem þyrfti í meira mæli að fara vestan við fljótið. Það er töluvert mikill munur á stórvinnusvæðunum tveimur , Kárhnjúkum og Reyðarfirði. Á fyrnefnda staðnum keppast menn við að koma stíflunni miklu og í rétta hæð og þar er mikið jarðrask en niðri á Reyðarfirði keppast menn hinsvegar við að reisa mörg hundruð metra kerskála fyrir veturinn, auk annarra bygginga á staðnum. Á Kárahnjúkum verður farið að fylla í Hálslón síðsumars og þar fara framkvæmdir að ná hámarki. Innan nokkurra missera verða þar aðeins örfáir starfsmenn, þegar Hálslón hefur náð fullri hæð og verður að flatarmáli á stærð við Löginn. Það er því auðvitað af og frá að halda því fram að með Hálslóni sé verið að sökkva hálendi Íslands. Tilkoma lónsins hefur vakið marga af værum blundi í umhverfismálum, og auðvitað eiga menn að hafa rétt til að hafa sína skoðun á þessum stórframkvæmdum og hafa í frammi mótmæli á staðnum. Ofbeldi og skemmdarverk eru hinsvegar ekki til framdráttar málstað þeirra sem ekki eru sáttir við framkvæmdina. Stöðvarhúsið sjálft í Fljótsdal er að mestu sprengt inn fjallið skammt innan við Valþjófsstað.Þaðan liggja svo háspennulínurnar áleiðis niður á Reyðarfjörð og verða þar áberandi í landslaginu. Um leið og fólki fækkar við Kárahnjúka og hinir fjölmörgum erlendu starfmenn sem nú eru á Reyðarfirði fara til síns heima, fjölgar þar í starfsliði Alcoa. Nú þegar geta menn vel gert sér grein fyrir umfangi álversins á Reyðarfirði og hvernig það muni líta út í raunveruleikanum. Þetta gerist þrátt fyrir að Skipulagsstofnun hafi ekki skilað áliti sínu á umhverfisáhrifum álversins og þess varla að vænta fyrr en kerskálinn mikli er kominn undir þak. Álit stofnunarinnar hefði með réttu auðvitað átt að liggja fyrir áður en framkvæmdir hófust, en þetta sýnir með öðru hraðann á þessu verki. Væntanlega verður öðru vísi að þessum þætti mála staðið á Bakka norðan við Húsavík.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun